Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 566
564 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
Gögnin sem nýtast eru t.d. gögn um skógrækt og landbúnað sem margar þjóðir hafa
skráð áratugum og jafnvel öldum saman. Þegar mikið af óskildum gögnum eru sett
saman í þeim tilgangi að búa til heildstætt gagnasett um landnýtingu er hætta á skörun
á milli gagnasetta og flokkana, sem landið hefur áður verið flokkað í. I leiðbeiningum
IPCC er bent á leiðir til að koma í veg fyrir slíka tvítalningu lands t.d. með því að hafa
allar skilgreiningar á landnýtingu skýrar og vel afmarkaðar þannig að land geti aldrei
talist til tveggja flokka, ákvarða áreiðanleika gagna og nýta þá flokkun sem gefur
áreiðanlegustu niðurstöðuna.
Nálgun tvö er viðbót við nálgun eitt. Að því leyti að upplýsingar um breytingar á
landnýtingu bætast við grunninn. Breytingamar segja bæði til um breytingar á
flatarmáli hvers flokks og hvemig land flyst úr einni notkun í aðra. Þessi nálgun gefur
möguleika á nákvæmara mati á losun eða upptöku gróðurhúsalofttegunda frá landi
sem nýlega hefur skipt um landnýtingarflokk.
Nálgun þrjú er byggð á upplýsingum um landnotkun og breytingar á landnýtingu sem
em staðgreinanlegar Mikið magn af gögnum þarf að vera til staðar til að nálgunin gefi
tilætlaðan árangur. Fyrir slíkan gmnn þarf kortlagningu alls landsins með reglulegu
millibili. Sú kortlagning getur byggt á fyrirliggjandi kortum, vettvangsferðum,
flokkun gervihnattamynda og fjarkönnun
Hér á landi era mjög takmarkaðar upplýsingar um landnotkun fyrir hendi og enginn
gagnagmnnur er til varðandi landnotkun á landinu öllu. Við emm því í þeirri stöðu að
þurfa að safna sérstaklega þeim upplýsingum sem til þarf. Nálgun eitt og tvö em því
ekki auðveld lausn eins og hjá mörgum löndum þar sem löng hefð er fyrir skráningu
landnýtingar. Þær upplýsingar sem hér liggja fyrir um ástand lands em þó að stómm
hluta á staðgreinalegu stafrænu formi.
Markmið Landbúnaðarháskóla Islands er að landnýtingargmnnur um ísland verði sem
mest staðgreinanlegur, þ.e. farin verði sú leið sem lýst er í nálgun þrjú. Þó er ljóst að í
fyrstu verða upplýsingar ekki nema að hluta til staðgreinalegar.
Gagnasöfnun
Farið verður í vettvangsferðir á hverju sumri til að afla gagna, til að byggja
landnýtingarflokkunina á. M.a. verða tekin jarðvegssýni og svarðsýni, með það að
markmiði að afla upplýsinga um kolefnisforða. Jafnframt er fyrirhugað að nýta
fjarkönnun til flokkunar.
Landnýtingargmnninn er í dag samsettur úr gögnum sem vom fyrirliggjandi. Þar er
einkum um að ræða gögn frá Landgræðslu ríkisins, Skógrækt ríkisins, úr
Nytjalandsgagnagrunninum (Sigmar Metúsalemsson og Einar Grétarsson, 2003), úr
rofkortlagningargagnagrunninum (Amalds o.f.l., 1997) og jarðvegskort af Islandi.
Afram verður byggt á þessum gögnum, auk þeirra upplýsinga sem aflað verður í
ákveðnum athugunarreitum og með greiningu gervitungalmynda. Einnig em
fyrirliggjandi bútjártölur sem fyrirhugað er að nýta til að styrkja upplýsingagildi
landnýtingargagnagrunnsins.
Sumarið 2007 var reynd tvennskonar dreifing á athugunarreitum. Bæði kerfm byggja
á neti punkta, með 500 m millibili, sem lagt var yfir allt landið. Skógrægt ríkisins og
Landgræðsla ríkisins nota sama kerfi við dreifmgu sinna athugunarreita. Fyrst vom
valdir 3000 punktar úr því punktneti með stýrðu slembivali sem til stóð að fara yfir á
5 ámm. Mislangt var haft milli punktana eftir því hversu hátt þeir liggja í landinu.
Þéttastir era punktamir í 0-200m hæð, þar em 3 km á milli. Fjarlægðin tvöfaldast svo