Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 567
VEGGSPJÖLD | 565
á milli þeirra í 200-400 metra hæð. í yfir 400 metra hæð eru 12 km á milli punkta.
Athugunarpunktunum var dreift með þessum hætti til að hlutfallslega fleiri punktar
væru þar sem meiri landnýtingarbreytinga er að vænta, þ.e. á láglendi.
Eftir vettvangsferð í tvær vikur þótti ljóst að gagnasöfnunin væri of tímafrek og ekki
næðist að greina nógu marga punkta til að gögnin myndu spanna breytileika landsins á
landsvísu. Var því ákveðið að dreifa athugunarpunktunum þannig að skemmri tíma
tæki að vitja þeirra, án þess að upplýsingagildi greininganna á vettvangi minnkaði.
Valið var að hafa athugunarpunktana klasadreifða. Puntar voru valdir með 25 km.
millibili neðan 400 m. hæðar en á 50 km millibili ofan 400 m. hæðar. Út frá þessum
völdu punktum var dregin 6 km. femingur til norðurs og austurs, neðan 400 m. hæðar,
en ofan 400 m. var femingurinn 6 km. til norðurs en aðeins 3 km. til austurs. í
hverjum klasa vom lagðar út 3 línur með athugunarpunktum á 500 m millibili (sjá
mynd).
í fyrstu vettvangsferð þar sem farið var í klasa var ákveðið að taka eingöngu tvær
línur, og var syðsm línu klasans sleppt. Þetta var ákveðið til að spara tíma og gera
væntingar um árangur að sumri loknu raunhæfari. Þegar tveir starfsmenn fara í
vettvangsferðir má gera ráð fyrir að hvor um sig gangi eina línu. Eftir þessa fyrstu
klasaferð var einnig ákveðið að sleppa tveimur austustu punktunum í hverri línu.
Femingurinn er þá orðinn tvær línur 10 punktar hver og mælist þá 2,5 km. x 4,5 km.
Þessi stærð hentar vel og sýndu næstu ferðir á eftir að fleiri punktar náðust í hverri
ferð með þessari dreifmgu.
í lok sumars höfðu 7 klasar verið greindir, auk 33 punktum á Vesturlandi sem vom
greindir áður en klasadreifmgin var tekin upp. Eðli málsins samkvæmt lentu ekki allir
athugunarpunktamir á landi þar sem hægt var að greina þá umhverfisvísa leitað var
upplýsinga um á hverjum stað. Sumir lentu út í vatni eða á mannvirkjum s.s. húsum
og vegum og féllu þeir athugunarpunktar þá sjálfkrafa í landnýtingarflokkum sem
þessi úttekt nær ekki til. Samtals vom 159 punktar greindir sumarið 2007. Með
fækkun punkta í klösum hefur heildarpunktum sem ráðgert er að safnað verði á 5
ámm, verið fækkað úr 3000 í rúmlega 2000.
Þegar komið er í punkt er dreginn 3m radíus. Flatarmál reitsins er því 28,2 m2 og fara
allar greiningar og sýnataka fram innan þess reits. I hverjum athugunarpunkti em
eftirfarandi breytur athugaðar og flokkaðar: Rof, þýfí, gróðurþekja, gróðurfar,
trjáþekja, búsetuland, rækmn, ástand, beitammmerki, uppgræðsla, jarðvegsgerð,
jarðvegsdýpt, vatnsstaða, framræsla, fjarlægð í skurð, landslagsheild, athafnarsemi,