Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Side 568
566 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
undirlag, einsleitni og vísiplöntur. Einnig skráður Nytjalandsflokkur (Sigmar
Metúsalemsson og Einar Grétarsson, 2003) til að auðvelda samanburð þessara gagna
við Nytjalandsgögnin. Jarðvegssýni (0-30 cm) eru tekin á fimm slembivöldum stöðum
í reitnum og svarðsýni er tekið á einum stað. Jarðvegssýnunum er blandað saman og
úr verður meðaltal af innihaldi jarðvegsins í reitnum. Auk þessa eru lagðir út þrír
rammar, 0,5m x 0,5m í hverjum reit. Rammamir em lagðir niður tvo metra í norður og
tvo metra í suður, frá miðju athugunarreitsins. Þriðji ramminn er settur niður 1 metra
frá miðpunkti, undan vindi. I römmunum þremur er gróðurþekjan áætluð og flokkuð í
eftirfarandi flokka: Grös og hálfgrös, mosar, fléttur og skófir, blómjurtir og
byrkningar, víðir og birkikjarr og lyng og fjalldrapa. Flokkun gróðurs í þessa flokka
getur gefið upplýsingar um jarðvegsgerð, sem aftur segir til um magn kolefnis í
jarðvegi og upptöku þess og losun.
Lokaorð
Mikil vinna er að koma svona víðtækum gagnagmnni saman og fullbúinn verður
gmnnurinn ekki fyrr en eftir nokkur ár. Þó er stefnt að því að gmnnurinn nýtist á
hveijum tíma við samantekt og útreikning á þeirri losim og upptöku
gróðurhúsalofttegunda vegna landnýtingar sem skila þarf vegna Rammasamnings S.þ.
Þær upplýsingar sem þegar hefur verið safnað verða metnar með tilliti til þess hvemig
þær gagnast, áður en farið verður í fleiri vetvangsferðir og gera má ráð fyrir
samskonar endurskoðun ár hvert.
Aðferðir til að nýta fjarkönnun í þessu sambandi, hafa ekki verið reyndar hér á landi
enn sem komið er, en mörg fordæmi em fyrir nýtingu fjarkönnunar í uppbyggingu
slíkra gagnagmnna (NIR Skýrsla Ástralíu 2005, 2007) og verður litið til þeirrar vinnu
þegar sú vinna fer af stað á komandi ári.
Heimildir
Amalds, O., E.F. Þórarinsdóttir, S. Metúsalemsson, Á. Jónsson, E. Grétarsson og A. Ámason. (1997).
Jarðvegsrof á Islandi. Reykjavík, Landgræðsla Ríkisins, Rannsóknastofnun landbúnaðarins.
Department of the Environment and Water Resources, Australian Greenhouse Office 2007, National
Inventorv Report 2005 - Volume 2, The Australian Government Submission to the UN Framework
Convention on Climate Change April 2007. Australian Govemment.
IPCC 2003, IPCC Good Practice Guidance for Land Use. Land-Use Change and Foresterv. Prepared by
th National Greenhouse Gas Inventories Programme, Penman, J., Gytarsky, M., Hiraishi, T., Kmg, T.,
Kruger, D., Pipatti, R., Buedina, L., Miwa, K., Ngara, T., Tanabe, K., Wagner, F. (eds). Published:
IGES, Japan.
IPCC 2006, 2006 IPCC Guidelines for National Greenhouse Gas Inventories. Prepared by the National
Greenhouse Gas Inventories Programme, Eggleston H.S., Buendia L., Miwa K., Ngara T. and Tanabe
K. (eds). Published: IGES, Japan.
Sigmar Metúsalemsson og Einar Grétarsson (2003). Nvtialand - Gróðurflokkun. Ráðunautafundur
2003, Reykjavík, BÍ, LBH, RALA.