Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 569
VEGGSPJÖLD | 567
Vistin á sandinum
Brita Berglund og Berglind Orradóttir
Landbúnaðarháskóla Islands, Keldnaholti, 112 Reykjavík
Á Geitasandi á Rangárvöllum er stór landgræðslutilraun, Landbót, sem sett var upp
árið 1999 (Ása L. Aradóttir & Guðmundur Halldórsson, 2004). Undanfarin þrjú ár
hefúr verið unnið þar að rannsóknaverkefninu Vistlandi. Þar er fylgst með
breytingum á vistferlum og uppbyggingu jarðvegsþátta við þróun landgræðslusvæðis,
ásamt mælingum á gróðurfari o.fl. þáttum (Berglind Orradóttir o.fl., 2006). Vistlands
rannsóknimar fara fram í tveimur meðferðum: (i) grassáningu og áburðargjöf og (ii)
birkieyjum í grassáningu með áburðargjöf auk viðmiðunarreita. Isig er einn af þeim
fjölmörgu þáttum sem þar hafa verið mældir, en það er mælikvarði á hve hratt vatn
sígur í jarðveg ífá yfírborðinu. Isigshraðinn var mældur í þar til gerðum hólkum sem
komið var fyrir í yfirborði jarðvegsins (Berglind Orradóttir & Olafúr Amalds, 2007);
22-25 hólkar í hverri meðferð. Yfirborðið innan hólkana, bæði jarðvegsgerð og
gróðurfar, hefúr mikið að segja um ísigshraðan (Thurow, 1991). Þann 18. júlí 2007
vom teknar myndir af öllum hólkunum. Þær em allar teknar til norðausturs.
Hér birtum við myndimar á veggspjaldi með það að markmiði að gefa áhorfendum
öðmvísi sjónarhom af tilrauninni og að fá þá til að lesa í landið. Ef glöggt er skoðað
má lesa margar upplýsingar af myndunum, m.a. um árstíð, veðurfar, áhrif
uppgræðslunnar og ýmsir þættir sem valda álagi á plöntur em greinilegir. Með
þessum myndum viljum við vekja athygli á mikilvægi myndrænnar framsetningar t.d.
við kennslu. Myndræn framsetning eykur oft skilning á efninu auk þess sem hún
virkjar nemendur til að velta efninu fyrir sér á nýjan og sjálfstæðan hátt. Myndimar
sem hér em birtar hjálpa einnig til við að tengja saman alla þá þætti sem hafa áhrif á
afkomu og afdrif plantna og hvemig inngrip með uppgræðslu geta breytt álagsþáttum.
Jafnframt minna myndimar okkur á hvað landið sjálft býr yfir miklum upplýsingum ef
grannt er skoðað.
Heimíldir
Ása L. Aradóttir & Guðmundur Halldórsson, 2004. Uppbygging vistkerfa á röskuðum svæðum.
Frœðaþing landbúnaðarins 2004: 86-93.
Berglind Orradóttir & Ólafur Arnalds, 2007. ísig - áhrif landgræðslu og árstíma. Frœðaþing
landbimaðarins 2007: 513-515.
Berglind Orradóttir, Ólafur Arnalds & Ása L. Aradóttir, 2006. Þróun vistkerfa við landgræðslu.
Mælingarnar á Geitasandi. Fræðaþing landbúnaðarins 2006: 268-272.
Thurow, T. L., 1991. Hydrology and erosion. í Grazing Management: An Ecological Perspective (ritstj.
Heitschmidt, R. K., & Stuth, J. W.). Timber Press, Portland, OR, 141-159.