Bændablaðið - 14.01.2021, Page 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. janúar 202122
UTAN ÚR HEIMI
Nýr Toyota Mirai vetnisknúinn rafbíll kominn á markað í Bandaríkjunum:
Kemst allt að 640 km á einni fyllingu
– Er ætlað hleypa krafti í innviðauppbyggingu og þróun vetnisbíla
Toyota setti á markað í Banda
ríkjunum í byrjun desember,
2021útgáfu af sportlegum Toyota
Mirai sem er búinn efnarafal sem
gengur fyrir vetni (hydrogen fuel
cells). Fyrsta árgerð þessa bíls kom
á markað í Kaliforníu 2015, en nýi
bíllinn er verulega mikið breyttur.
Þá er hann ekki lengur með fram
drifi, heldur afturhjóladrifi eins og
alvöru sportbíll.
Vetnisknúnir rafbílar virðast vera
það sem æ fleiri bílaframleiðend-
ur veðja nú helst á til lengri fram-
tíðar, sérstaklega varðandi stór og
þung ökutæki. Ástæðan er einkum
minni tími sem fer í að hlaða orku
á bílinn en raunin er með rafbíla.
Þá er ekki síðri ástæða að þá þarf
ekki lengur að treysta á mjög dýrar
lithium-Ion rafhlöður sem eru auk
þess afar umdeildar, verulega óvist-
vænar í framleiðslu og dýrar í förg-
un. Vetnistæknin er þó ekki heldur
ókeypis og áfyllingarstöðvar eru
dýrar enn sem komið er.
Ætlað að ýta undir innviða
uppbyggingu fyrir vetni
Frumgerðin af Toyota Mirai 2021
módelinu var fyrst frumsýnd á Los
Angeles bílasýningunni 2019, að
því er fram kemur á vefsíðu Green
Car Reports. Vonast Toyota til að
nýi bíllinn muni ýta undir upp-
byggingu dælustöðva fyrir vetni í
Bandaríkjunum sem líka verður orku-
miðill á stórum bílum sem Toyota er
með í farvatninu. Sami vandi blasir
við á Íslandi, þar sem nánast engin
áhersla hefur verið á uppbyggingu
innviða fyrir vetni. Landsvirkjun
hefur samt bent á nauðsyn á slíku ef
menn hugsi í alvöru um orkuskipti
á Íslandi.
Kemst allt að 640 km
á tankafyllingunni
Drægni þessara vetnisknúnu rafbíla
er ansi góð. Á meðan 2020 gerðin
komst 499 km, eða 312 mílur á
tankfylli, kemst nýja 2021 gerðin
um 640 km, eða 400 mílur á einni
tankafyllingu. Svipaðan tíma tekur
síðan að fylla á tankana eins og á
hefðbundnum bensín- eða dísilbíl.
Það er því engin pirrandi löng töf
á að hlaða orku á bílinn sem væri
raunin ef hann notaðist eingöngu
við rafhlöður. Bæði vetnisknúnu
efnarafalsbílarnir og hreinræktaðir
rafbílar með rafhlöðum notast þó við
sams konar eða svipaða rafmótora til
að drífa bílinn áfram.
Með því að hafa afturhjóladrif í
bílnum segir Toyota meiri möguleika
skapast til að koma fyrir vetnisgeym-
um í þessum sportbíl og næstu kyn-
slóð af efnarafal.
Með svipaðan lúxus og hefð
bundnir bensín og dísilbílar
Toyota Mirai kemur m.a. í XLE
útgáfu sem er með hita í sætum,
lofthreinsikerfi, niðurfellanlegum
hliðarspeglum með innbyggðum
hliðarljósum. Þá verður hægt að
velja úr nokkrum litum á bílnum,
hvítum, svörtum, rauðum og djúpum
málmlit, væntanlega gráum. Þá mun
vera boðið upp á takmarkaðan fjölda
eintaka í Hydro Blue lit.
Þakið er úr gleri með fyrirdrag-
anlegu sólskyggni og afturgluggar
eru skyggðir.
Boðið er upp „Faux“ leður-
klæðningu á sætum í svörtu og hvítu
útgáfunum.
Undir bílnum eru 19 tommu felg-
ur, en hægt er að fá stærri felgur í
Limited útgáfu bílsins.
Í öllum Mirai bílunum er 12,3
tommu upplýsingaskjáir í mælaborði
sem eru vel staðsettir fyrir ökumann.
Upplýsingakerfið notast við Android
Auto stýrikerfi og Apple CarPlay
sem samhæfð eru Amazon Alexa
kerfinu. Þá er þráðlaust hleðslukerfi
fyrir aukabúnað.
Mirai er einn af þremur bíl-
gerðum frá Toyota sem verða með
nýja árekstrarviðvörunarkerfinu
„Toyota Safety Sense 2,5+“. Kerfið
varar ökumann m.a. við gangandi
umferð og hjólreiðafólki. Þá les kerf-
ið umferðarmerki, akreinamerki og
fleira.
Stefnir í slag milli
rafhleðslu og vetnisbíla?
Virðist því stefna í harðan slag á
milli rafhlöðubíla og vetnisbíla á
komandi árum, ekki ólíkt því sem
fólk þekkti við innleiðingu á mynd-
bandstækninni þegar hatrömm bar-
átta var á milli VHS og Beta kerf-
anna auk fleiri kerfa þar sem VHS
náði yfirhöndinni.
Nissan „lúffar“ í hörðum
átökum um rafhleðslukerfi
Slagur hefur reyndar verið í gangi
um árabil á milli ólíks rafhleðslu-
búnaðar rafbílaframleiðenda. Hefur
þetta tafið mjög og aukið kostnað
vegna innviðauppbyggingar vegna
rafbíla. Nissan hefur gengið fast eftir
að fá CHAdeMO-hleðsluformatið
sem staðlað kerfi. Nú hefur Nissan
gefist upp og mun taka upp CCS
hraðhleðslukerfi og Tesla hefur síðan
verið með sitt eigið kerfi. Nýr Nissan
Ariya crossover rafmagnsbíllinn frá
Nissan verður t.d. gerður fyrir CCS
hleðslubúnað og velta menn því fyrir
sér hvort Tesla verði tilneytt til að
taka líka upp CCS kerfið.
Meðan ekki tekst að framleiða
rafhlöður úr öðrum, ódýrari, léttari
og vistvænni efnum en raunin er í
Lithium-Ion rafhlöðunum, þá er þó
alveg mögulegt að vetnisknúnu bíl-
arnir geti haft vinninginn, allavega
á veigamiklum sviðum. /HKr.
Toyota Mirai árgerð 2021. Búinn rafmótorum sem fá orku sínu frá vetnis-efnarafal, en ekki rafhlöðum.
Innviðir hins nýja Toyota Miriai er talsvert öðruvísi en í hefðbundnum bílum
sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti.
Toyota Mirai 2020 módel.
Toyota Mirai 2021 er með talsvert
breyttu útliti og kominn með
afturhjóladrif í stað framdrifs.
Toyota efnarafallinn breytir vetni í
raforku og út um pústið kemur hrein
vatnsgufa.
Innréttingarnar í nýjum Toyota Mirai
eru ekkert slor.
Sandeðlurnar í skógum í nágrenni Berlínar í Þýskalandi geta eðlað sig áfram
í friði eftir að dómstóll kom í veg fyrir að rafbílarisinn Tesla fengi að hrófla
við heimkynnum þeirra.
Rafbílarisinn Tesla tapar fyrir
sandeðlum í Þýskalandi
Þýskur dómstóll úrskurðaði þann
17. desember síðastliðinn að Tesla
þyrfti að lúta í lægra haldi fyrir
pínulitlum sandeðlum (Lacerta
agilis) og fengi ekki að ryðja skóga
sem eru heimkynni þeirra fyrir
nýja risaverksmiðju í nágrenni
Berlínar.
Með úrskurði þýska dómstólsins
virðast áform Tesla um byggingu á
„Gigafactory“ verksmiðju sinni sem
átti að taka í notkun í júlí 2021 runnin
í sandinn. Að sögn Elan Musk, for-
stjóra Tesla, var hugmyndin að smíða
þar 500.000 Tesla-bíla á ári.
Greint var frá þessu eðlumáli í
Bændablaðinu í byrjun desember á
síðasta ári, en Tesla hefur ýmislegt
reynt til að ryðja skóg fyrir verk-
smiðju sína. Þannig var sett í gang
áætlun um að flytja sandeðlurnar í ný
heimkynni, en eðlurnar voru þá þegar
komnar í vetrardvala svo þau áform
urðu að engu. Þá segir dómstóllinn
að fyrirhuguð eyðing skógarins muni
stefna eðlustofninum í voða og hafn-
ar því umleitun Tesla.
/HKr.
Þær eru ekki stórar sandeðlurnar,
en náðu samt að leggja risafyrirtæki
Elon Musk að velli.
Afstöðumynd af fyrirhugaðri lóð Tesla undir risaverksmiðju sína.
Sænskur herrabúgarður
seldur á 6 milljarða króna
Ein af dýrustu landbúnaðar
eignum í Svíþjóð seldist á
dögunum fyrir hátt í 6 millj
arða íslenskra króna en ekki
hefur enn verið gefið upp hver
kaupandinn er. Í lok ágúst var
Gimmersta herrabúgarðurinn,
sem er í Södermanlands län,
sett í sölu á opnum markaði en
eignin samanstendur af hátt í 30
þúsund hekturum af ræktanlegu
landi ásamt skógi og um 5 þúsund
hekturum af vatni.
Herrabúgarðurinn þykir ægifag-
ur og var að öllum líkindum byggð-
ur í upphafi 17. aldar. Byggingarnar
eru í karólínskum stíl. Um tíu aðil-
ar sýndu áhuga á að kaupa staðinn
en að lokum komu inn sjö tilboð.
Margar getgátur hafa verið uppi
um hver keypti búgarðinn og hefur
nafn knattspyrnustjörnunnar Zlatan
Ibrahimović borið á góma en fast-
eignasalan sem annaðist söluna
hefur vísað því á bug. Kaupendurnir
eru sænskir og verða nöfn þeirra
gerð opinber innan tíðar. Gimmersta
herrabúgarðurinn var keyptur árið
2010 af Kerstin og Robert Liljekvist
fyrir um 4 milljarða íslenskra króna.
Þau hafa búið á staðnum og hafa
meðal annars fjárfest fyrir stórar
upphæðir í sérstakri aðstöðu fyrir
hestafólk á staðnum. /ehg - Nationen
Þessi gamli herrabúgarður í Svíþjóð var á dögunum seldur fyrir 6 milljarða
íslenskra króna. Mynd / Karl Danielsson Eigendomar