Bændablaðið - 14.01.2021, Qupperneq 28

Bændablaðið - 14.01.2021, Qupperneq 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. janúar 202128 LÍF&STARF Ragna Erlingsdóttir á Svalbarðseyri: Heldur í hefðirnar í vörulínu úr rabarbara Ragna Erlingsdóttir á Svalbarðs­ eyri sagði upp starfi sínu sem leikskólastjóri til 18 ára fyrir nokkrum árum og hugsaði í framhaldinu hvað hún ætti að taka sér fyrir hendur. Hún skráði sig á námskeið árið 2016 hjá Brautargengi, sem er nám­ skeið fyrir konur sem hyggja á atvinnurekstur, án þess í raun að vera með nokkuð ákveðið í huga. Eftir hugmyndavinnu, styrk og mótun varð til vörulína úr rabar­ bara og hefur starfsemin undið upp á sig ár frá ári. Fyrirtækið fékk nafnið R­rabarbari. „Þetta byrjaði eiginlega sem tilraun. Ég er úr sveit, frá Þverá í Dalsmynni, þar sem ég er fædd og uppalin. Bróðir minn og hans kona búa þar í dag og reka þar fjár- búskap. Mér bauðst smá landskiki á Þverá fyrir rabarbararæktunina sem var gamalt hestahólf. Bróðir minn plægði hann fyrir mig og setti skít í og við girtum hann svo og þá var skikinn tilbúinn fyrir mig til að hefjast handa,“ útskýrir Ragna sem setti niður 130 hnausa í byrjun. Styrkurinn grundvöllur til að byrja Ragna hefur alltaf verið mikil útivistarkona og um árabil safnað lyngi á haustin sem hún nýtir til að búa til kransa úr fyrir jólin og gerður er góður rómur að. Hún bæði selur þá og gefur. „Ég fór á brautargengisnám- skeið fyrir konur inni á Akureyri og var með öran hjartslátt þegar ég kom þar inn því ég var ekki með neina fastmótaða hugmynd í kollinum. Það voru svo flottar konur á námskeiðinu með góðar hugmyndir sem hafa orðið að veruleika, eins og bókaútgáfa, hönnunarfyrirtæki og opnun á salatbar og fleira og fleira. Ég var búin að fá margar hugmyndir og safna þeim í trekt. Einhvers staðar hafði ég séð hversu hátt hlutfall er selt hérlendis af innfluttum rabar- bara og það fannst mér verulega skrýtið. Á námskeiðinu kom sem sagt hugmyndin að framleiðslu úr rabarbara niður úr trektinni og ég hófst handa við að gera viðskipta- áætlun,“ segir Ragna og bætir við: „Þannig að segja má að ég hafi byrjað árið 2017 með ákveðna hugmynd hvað ég ætlaði að gera. Um þetta leyti benti bróðir minn mér á auglýsingu í Dagskránni þar sem hægt var að sækja um nýsköp- unarstyrki til uppbyggingarsjóðs Eyþings sem skila átti inn daginn eftir. Ég settist því við tölvuna og sendi inn umsókn. Það kom mér síðan reglulega á óvart að ég fékk styrk en vegna hans náði ég til dæmis að kaupa tæki og tól, umbúðir og útbúa lógó (vöru- merki) til að byrja almennilega og var algjör grundvöllur þess að eitt- hvað gæti orðið úr hugmyndinni.“ Eftirréttur úr rabarbarahófum Þá fór boltinn að rúlla hjá Rögnu sem hófst handa við að búa til rabarbarasaft eftir gamalli upp- skrift og í kjölfarið varð til hlaup úr rabarbara, sultur, bökur, eftir- réttir og mauk í nokkrum bragð- tegundum. „Ég fór til baka og horfði í það sem ég hafði alist upp við en mér finnst mjög skemmtilegt að halda í hefðirnar. Þannig fór ég að gera rabarbarahlaup með bláberjum og ýmislegt sem ég hafði lært hjá Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is Ragna Erlingsdóttir á Svalbarðseyri hefur ástríðu fyrir að nýta það sem náttúran gefur og rekur nú fyrirtækið R-rabarbari utan um framleiðslu á ýmsum vörum úr rabarbara. Myndir / ehg Rögnu finnst mikilvægt að framsetning varanna sé falleg þegar hún fer á markaði og segir hún styrk sem hún fékk í byrjun til tækjakaupa og þróunar algjöran grundvöll fyrir því að hugmyndin varð að veruleika. Á haustin fer Ragna út í náttúruna til að tína lyng í kransa sem hún gerir fyrir jólin en einnig vinnur hún að því á sumrin. Segja má að kransarnir hennar séu sannkölluð listasmíð.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.