Bændablaðið - 14.01.2021, Síða 37

Bændablaðið - 14.01.2021, Síða 37
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. janúar 2021 37 sýningunni í Saint Louis árið 1904 þar sem meðal annars var verið að kynna ný matvæli og nýja rétti. Árið 1916 hófu Walter Anderson og Edgar Ingran að baka sérstök hamborgarabrauð og 1921 stofn- uðu þeir fyrstu hamborgarakeðjuna í heimi í Kansas-ríki og kallaðist hún White Castels. Staðurinn var einnig sá fyrsti til að bjóða upp á franskar kartöflur með hamborgar- anum. Eitthvað sem þykir sjálfsagt í dag. Í kjölfar þess fóru eigendur fær- anlegra matarvagna að bjóða upp á hamborgara í brauði vítt og breitt þar sem von var á svöngum við- skiptavinum. Fyrsti hamborgarinn með osti sást á matseðli O’Dell’s Diner í Los Angeles árið 1928 en heitið ost- borgari var fyrst notað af Denver Humpty Dumpty bílalúgusölunni árið 1935. Um 1930 hafði heitið ham- borgari tekið yfir og hamborgara- steik að mestu gleymst og í seinni tíð hefur heitið hHamborgari styst í burger eða borgari, eins og heyra má í íslenskum heitum eins og ost-, beikon-, Búllu-, Vita- og þynnku- borgari eða einfaldlega sveittur hammari. Vinsældir hamborgara urðu slík- ar að kokkar og veitingahús sem álitu sig yfir skyndibitann hafinn neyddust til að bjóða þá á matseðli sínum og árið 1950 bauð 21 Club í New York upp á fyrstu hágæða gúrme-borgarana. McDonald´s Árið 1948 opnuðu Richard og Maurice McDonald fyrsta McDonald´s Bar-B-Que veitinga- húsið í Bernardino í Kali forn íu. Mark mið bræðranna var að bjóða upp á ódýra hamborgara sem væru allir eins og hægt að fram- leiða á eins konar færibandi í anda bifreiða framleiðslu Henry Ford. Með tilkomu McDonald´s breytt ust hugmyndir manna um skyndi mat og til varð alþjóðleg keðja hamborgarastaða þar sem hægt var að fá sams konar borg- ara á öllum stöðum keðjunnar. Vinsælasti hamborgari keðjunnar kallast BigMac og kom fyrst á markað árið 1968. Vinsældir og útbreiðsla McDonald´s-keðjunnar eru slík- ar að nánast má finna veitinga hús innan keðjunnar í hverri stórborg í heiminum. Fjöldi McDonald´s staða í heiminum er slíkur að við keðjuna er kennd sérstök vísitala, BigMac Index, sem metur lífs gæði landa út frá verði á BicMac-borgara á hverjum stað fyrir sig. McDonald´s notar nær eingöngu kartöfluafbrigðið Russet Burbank í franskar kartöflur og fyrir vikið er afbrigðið það mest ræktaða í heimi. Tugir milljarða hamborgara á ári Um síðustu aldamót var nautakjöt í formi hamborgara rúmlega 70% alls nautakjöts sem neytt var á veitingahúsum í Bandaríkjunum og áætlað að þar væri neytt ríflega 50 milljarða hamborgara á ári. Sé litið til neyslu hamborgara á heims- vísu í dag má væntanlega tvöfalda þessa tölu. Stærsti hamborgari sem búinn hefur verið til vó rétt tæplega 800 kíló. Framleiðsla á nautakjöti eykst Með auknum vinsældum ham- borgara jókst eftirspurn og fram- leiðsla á nautakjöti. Seinni hluti nítjándu aldar var gullaldartími nautgriparæktar og kúreka í Norður- Ameríku. Álfan var stærsti fram- leiðandi nautakjöts í heiminum og Chicago-borg var miðstöð kjöt- iðnaðar í Bandaríkjunum. Aukinni framleiðslu fylgdu ný flutninga- og vinnslutæki. Járnbrautarlestum fjölgaði og sérstakir kælivagnar til að flytja ferskt kjöt urðu til. Samhliða aukinni framleiðslu lækkaði verð á nautakjöti og verðið var það lágt að almenningur hafði ráð á því og ameríski nautakjöts- draumurinn varð að veruleika. Einn af fylgifiskum aukinnar nautakjötsframleiðslu voru aukin völd kjötframleiðenda og völdun- um fylgdi spilling og gæði vör- unnar og hreinlæti við framleiðslu hennar minnkuðu. Eins og gefur að skilja er auðvelt að blanda kjöti af ýmiss konar gæðum saman með því að hakka og hræra saman. Eftir því sem hakkað kjöt varð vinsælla varð auðveldara að blanda ýmiss konar afskurði og bitum sem ekki þykja almennt lystugir, bita sem farið er að slá í og fitu, í hakkið. Auk þess sem hrossakjöt af vafasömum gæðum var selt sem nautakjöt. „The Jungle“ Bandaríski rithöfundurinn Upton Sinclair, uppi 1878 til 1963, vakti athygli á bágu ástandi hreinlætis og öryggis starfsmanna sláturhúsa og spillingu kjötframleiðenda í Chicago í bókinni The Jungle sem kom út árið 1905. Bókin olli miklu uppnámi meðal kjötframleiðenda sem neituðu fullyrðingum hans og kölluðu hann lygara, ruglukoll, ofstækismann og fjandans komm- únista, sem hafði það að markmiði að grafa undan einkaframtakinu og efnahag Bandaríkjanna. Bókin vakti gríðarlega athygli og í kjölfar hennar fylgdi gagnrýni á aðbúnað starfsmanna og hollustu framleiðslunnar og ýtti hún undir setningu laga um aðbúnað og holl- ustuhætti á vinnustöðum og hrein- læti í matvælaframleiðslu. The Jungle varð einnig til þess að neytendur kröfðu vinnslustöðvar og veitingahús til að sýna ábyrgð á framleiðslu sinni og því sem var í boði. Í seinni heimsstyrjöldinni fóru Bandaríkjamenn að kalla ham- borgara „Liberty Sandwiches“, eða frelsissamlokur, til að aðgreina hann frá þýskum uppruna sínum. Hráefnið í hamborgara Því er stundum haldið fram að ham- borgari með öllu sé lýsandi fyrir bandaríska menningu þar sem öllu ægir saman, brauði, kjöti, græn- meti, lauk, osti, sósu og eggi. Þar sem hráefnið í hamborgurum er fjölbreytt eru vandaðir hammarar næringarríkir og hollir. Með tímanum hafa komið út margar útgáfur af hamborgurum með breytilegu hráefni. Í Ástralíu eru hamborgarar með kengúrukjöti, ananas, rauðrófum og eggi vinsæl- ir, í Kaliforníu þykja ostborgarar með beikoni og lárperu ljúfmeti og í Karólínuríki borða íbúar ham- borgara með mikið af osti, chili, lauk og sinnepi. Í Japan er algengt að ham- borgarabrauð séu bökuð úr hrís- grjónum og víða um heim er hægt að fá hamborgara með fiski eða grænmetis- eða tófúborgara. Og á Jökuldal er hægt að fá úrvals hrein- dýraborgara með öllu. Hamborgarinn á Íslandi Nanna Rögnvaldardóttir, spek- úlant um íslenska matarsögu og matreiðslubókahöfundur, sagði í viðtali 2019 að það hafi verið farið að selja hamborgara á Íslandi um miðjan sjötta áratuginn í Reykjavík og Keflavík. Í greininni kemur fram að Bið- skýlið við Hafnargötu í Keflavík hafi boðið upp á hamborgara árið 1954 og að þeir hafi verið á boðstólum hjá Kjörrestauranti á Hvítárbökkum í Borgarfirði árið 1956. Nanna segir að nokkrar sjoppur og veitingastaðir hér á landi hafi boðið upp á hamborgara upp úr 1955 og að hamborgari með mjólk- urglasi hafi kostað 13 krónur og 50 aura á Kjötbarnum í Reykjavík árið 1956. Fyrsti hamborgarastaðurinn að erlendri fyrirmynd, Tommaborgarar, var opnaður hér á landi árið 1981. Tómas A. Tómasson, stofnandi Tommaborgara, sneri sér að öðrum verkefnum þremur árum síðar. Vinsældir staðarins voru miklar frá upphafi og fyrirtækið rekið áfram undir sama heiti og þegar mest var voru 26 útibú víðs vegar um landið. Rúmum tuttugu árum síðar opnaði Tómas Hamborgarabúllu Tómasar og er sá staður enn í rekstri. Um tíma var McDonald´s ham- borgarakeðjan með útibú hér á landi og fjórir staðir reknir í henn- ar nafni og vakti talsverða athygli þegar Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, opnaði fyrsta staðinn formlega 1993. Starfsemi McDonald´s á Íslandi var hætt 2009. Saga reksturs Burger King á Íslandi, sem er önnur alþjóðleg hamborgarakeðja, er svipuð en staldraði skemur við. Útibú Burger King á Íslandi var opnað árið 2004 og urðu sölustaðirnir tveir en báðum var lokað í árslok 2008. Í dag er fjöldi veitingahúsa á Íslandi sem býður upp á gæða- hamborgara og er úrvalið mikið. Þeim, sem kjósa að elda heima, er bent á Íslensku hamborgarabók- ina eftir Svavar Halldórsson, sem inniheldur tugi uppskrifta af góðum hamborgurum og meðlæti. Fyrsti McDonalds-staðurinn. Nautgripauppboð í Chicago á gullöld nautgriparæktar í Bandaríkjunum. Í seinni heimsstyrjöldinni fóru Bandríkjamenn að kalla hamborgara „Liberty Sandwiches“, eða frelsissamlokur, til að aðgreina hann frá þýskum uppruna sínum. Bandaríski rithöfundurinn Upton Sinclair vakti athygli á bágu ástandi hreinlætis og öryggis starfsmanna sláturhúsa og spillingu kjötframleiðenda í Chicago í bókinni The Jungle 1905. Japanskur laxaborgari í hrísgrjónabrauði. Hamborgarasteik.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.