Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júlí 2021 7 LÍF&STARF É g held lesendum hollt annað veifið að hlýða því sem gamlir kveða. Byrjum því þáttinn á gamalli vísu eftir Kvæða-Runka. Fullu nafni hét hann Runólfur Runólfsson, kenndur við Brattagerði í Nesjum. Vísan mun varla talin til konungsgersema, en hollráð samt og sennilega: Þú ert Katrín þæg og stillt, það ég færi í letur. Farðu nú að fá þér pilt fljótast sem þú getur. Eftir sr. Einar Friðgeirsson er þessi staka, gerð til gleðimanns er fór víða með verkfæri sín: Í flokki virða fremstur er, fríður og tign sem haukur, til veiða eins og valur fer en verpir eins og gaukur. Jón Kristjánsson, áður fornsali á Akureyri, kvað eftir komu Friðjóns Ólafssonar til hans í Reykjavík: Friðjón vinur farinn er furðanlega gáður. Vodka-lystin virðist mér vera söm og áður. Nú er Friðjón farinn heim, flöskur tómar standa. Nú er langt í næsta “geim”, nú þarf ekki að blanda. Eftir sama Friðjón Ólafsson er næsta vísa, samt ótengd þeim er að ofan greinir: Einn á leið hann aldrei beið eftir heiðum degi, og hann reið sitt æviskeið allt á breiðum vegi. Benedikt Valdimarsson frá Þröm í Garðsárdal var afburða hagyrðingur síns tíma, (1920–2003). Af því sem eftir lifir þáttar má glögglega sjá hve létt honum var um vísnagerð. Fyrsta vísan er eins og snýtt út úr fréttum síðustu dægra: Oft hafa sveinar glaðir gist gjálífis hjá sprundum. Þeir hafa líka mikið misst af mannorðinu stundum. Og áfram kveður listamaðurinn Benedikt: Við þig aldrei lífið lék, leiða fannstu víða. Fyrir ókyrrð værðin vék, vonin fyrir kvíða. Öls við bikar andinn hýr á sér hiklaust gaman, augnabliksins ævintýr endast vikum saman. Engum dylst að hér kveður ósvikinn sveitamaður: Hýrnar yfir byggð og bæ, bljúgur ríkir friður. Inn til dala, út með sæ, ómar bjöllukliður. Þegar stillast strengjatök og stormur hljóðna lætur, leita hvíldar lúin bök í ljúfum faðmi nætur. Hugur leitar heimaranns, hjartans vaknar skylda. Seytlar inn í sálu manns sumargleðin milda. Blærinn strýkur lón og lund, léttist andardráttur. Vekur allt af vetrarblund vorsins dýrð og máttur. Syngja skaltu sumarlag á silfurskæra strengi, svo þú getir dáð í dag draum, sem varir lengi. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 277MÆLT AF MUNNI FRAMNý kennslubók Snorra Sigurðssonar vekur athygli meðal bænda: Mikil ásókn í bókina Nautgriparækt – Unnin í sjálfboðavinnu allra höfunda og gefin út í prentuðu og rafrænu formi og sem hljóðbók Í fyrri viku rann kennslubókin Nautgripa- rækt út úr prentsmiðju Prentmets Odda en bókin, sem er gefin út af Snorra Sigurðssyni, er alls 350 blaðsíður. Er þar tekið á helstu atriðum sem lúta að naut- griparækt. Alls eru 20 kaflar í bókinni og höfundar efnis eru alls 21. Bókin var unnin í sjálf- boðavinnu allra höfunda en verkefnið stutt af Þróunarsjóði nautgriparæktarinnar svo unnt væri að setja bókina upp og prenta gjafaein- tök til að senda bæði til Landbúnaðarháskóla Íslands og á stærstu bókasöfn landsins. Þá var boðið upp á að kaupa prentuð eintök hennar og hún auglýst í forsölu. Prentaða útgáfan rennur út Mikil ásókn var í prentað eintak bókarinnar, langmest af kúabændum víðs vegar um landið, en bókin var einnig keypt af fyrir- tækjum, dýralæknum og ráðunautum svo dæmi séu tekin. Vegna mikillar ásóknar í prentaða útgáfu bókarinnar var unnt að koma henni út á afar hagstæðu verði til kaupenda, en bókin hefur nú að líkindum borist öllum kaupendum. Í rafrænu formi á naut.is Þeir sem vilja nálgast bókina, en ekki nota prentað eintak, er bent á að bókinni má hlaða niður sem rafrænu eintaki á vef Landssambands kúabænda, www.naut.is. Þá verður bókin einnig gefin út sem hljóðbók hjá Hljóðbókasafni Íslands fyrir komandi haust og mun því nýtast breiðari hópi not- enda. Enn fremur verður bókina að finna á stærstu bókasöfnum landsins eins og áður segir. Bændablaðið óskar öllu áhugafólki um nautgriparækt til hamingju með þessa nýju bók sem mun vafalítið nýtast vel til kennslu og endurmenntunar eða sem uppflettirit fyrir starfandi bændur, ráðunauta, dýralækna og aðra sem hafa áhuga á nautgriparækt. /HKr. Mikil eftirspurn hefur verið eftir bókinnni Nautgriparækt sem Snorri Sigurðsson hefur tekið saman. Sumarið í sveitinni Bókin Sumarið í sveitinni kom út á vegum bókaforlagsins Veraldar í byrjun júní. Bókin hefur spurst vel út og margir skemmtilegir spurningaleikir hafa fæðst í bílum þegar þeyst er um sveitir landsins. Margir kennarar kunna einnig vel að meta bókina og telja hana henta vel til kennslu. Þar geta börn fræðst um marga fræga ferfætlinga og spreytt sig um leið á að svara spurningum tengdum sveitinni. Huppa frá Kluftum Efst í Hrunamannahreppi, eða rétt fyrir ofan Flúðir, sem margir kannast við, er eyðibýlið Kluftir. Bærinn er þekktastur fyrir kúna Huppu sem mjólkaði mjög vel. Út af henni er svokallað Kluftakyn komið. Kýrin fæddist árið 1926 og náði fimmtán ára aldri sem þykir mjög hár aldur fyrir kú. Huppa átti fjórar dætur sem allar mjólkuðu afbragðs vel og sjö syni. Huppa var brandhuppótt að lit og því þrílit. Mjólkin þótti hér áður fyrr best úr þrílitum kúm, rauðum, svörtum og hvítum. Sumir töldu að slík mjólk gæti læknað fólk af margs konar sjúkdómum. Bændur í Hrunamannahreppi, sem kallast Hrunamenn, voru sannfærðir um að Huppa væri komin af huldukúm. Öll höfum við heyrt um huldufólk en færri hafa kannski heyrt um huldudýr. Um aldamótin 1900 var farið með langalangömmu Huppu á annan bæ í sveitinni til að hitta naut. Á leiðinni versnaði veðrið, fór að snjóa og vindurinn jókst mikið. Bóndinn varð því að leita skjóls undir kletti. Á þessum árum voru engir bílar í sveitum og fólk fór allra sinna ferða gangandi eða á hestum. Sagan segir að undir klettinum hafi kýrin hitt huldunaut og níu mánuðum seinna bar hún tveimur kálfum, nauti og kvígu. Almennt er talið að tvíburasystkini geti ekki átt afkvæmi en svo var þó ekki í þetta sinn og kýrin eignaðist síðar kvígu sem fékk nafnið Murta. Hún var langamma Huppu en hér til hliðar er mynd af Huppu. Spurningar um kýr 1. Hvað hafa kýr oftast marga spena? 2. Eru íslenskar kýr stærri eða minni en kýr í öðrum löndum? 3. Hver er meðgöngutími kúa? A) 3 mánuðir B) 6 mánuðir eða C) 9 mánuðir 4. Hvaða tveir kúalitir eru algengastir hér á landi? 5. Hvað kallast kýr með horn? 6. Hvað kallast svæðið í fjósinu þar sem kýrnar míga og skíta? 7. Bændur gefa kúnum hey. Hvers konar fóður fá þær til viðbótar svo þær mjólki betur? 8. Kúamykja er geymd í sérstöku húsi yfir veturinn og borin á túnin á vorin. Hvað heitir húsið þar sem mykjan er geymd? 9. Hvaða starf vinnur kúarektor á íslenskum kúabúum? 10. Ostur er iðulega búinn til úr kúamjólk. Hvað þarf marga lítra af mjólk til að búa til eitt kíló af osti? A) 2 lítra B) 5 lítra eða C) 10 lítra 11. Hvar á landinu eru flestar kýr? Margar fleiri spurningar má finna í bókinni og margs konar fróðleik sem öll fjölskyldan getur skemmt sér yfir. Spurt er 1. Hvað kallast afkvæmi kindar? 2. Hvað litur er algengastur meðal íslenskra kinda? 3. Hver er meðalmeðgöngutími kinda? A) 9 mánuðir B) 140 dagar eða C) 120 dagar 4. Hvaða kindur kallast gemlingar? 5. Um hvaða fræga hrút, sem raskaði ró íbúa í friðsælum dal með alls konar uppátækjum, voru gerðar vinsælar teiknimyndir sem meðal annars voru sýndar í Ríkissjónvarpinu? 6. Hvað kallast tíminn á vorin í sveitinni þegar lömbin fæðast? 7. Hvað kallast það þegar kindur gefa frá sér hljóð? 8. Hvað heitir byggingin sem kindurnar eru í á veturna? Höfundar bókarinnar Sumarið í sveitinni, Guðjón Ragnar Jónasson og Harpa Rún Kristjánsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.