Bændablaðið - 08.07.2021, Síða 34

Bændablaðið - 08.07.2021, Síða 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júlí 202134 LÍF&STARF Fyrir nokkrum mánuðum síðan var undirritaður samn ingur milli atvinnu- og nýsköpun- arráðuneytis og Sambands garð yrkju bænda. Samningurinn byggði á framlagi til loftslagsmála fyrir árið 2020. Í framhaldi af þessum samn­ ingi gerðu Landssamtök skógar­ eigenda (LSE) og Samband garðyrkjubænda (SG) með sér tímabundinn samstarfssamning þar sem markmiðið var m.a. að vinna saman að sviðsmyndagreiningu fyrir skógarplöntuframleiðslu og skoða tækifærin við framleiðslu á vottuðum kolefniseiningum með nýskógrækt. Skógarplöntuframleiðsla og skógrækt eru óaðskiljanlegir þættir og því þótti vel við hæfi að LSE og SG ynnu saman að þessu verkefni. LSE og Bændasamtökin hafa staðið saman að verkefni sem heitir Kolefnisbrúin og þar hefur myndast mjög góð þekking á kolefnisbindingu með nýskógrækt. Þar hefur því byggst upp þekking á kolefnisbindingarmálum sem nýttist vel í þessu verkefni. Fyrsta skrefið og jafnframt eitt það mikilvægasta við kolefnisútreikning er að átta sig á sínu eigin kolefnisspori. Nokkrar aðferðir eru til við að reikna út kolefnissporið og lét t.d. SG útbúa reiknivél fyrir nokkru, sem getur aðstoðað garðyrkjubændur við útreikning á kolefnisspori. Einnig hefur RML verið að vinna að reiknivél sem ætti að geta gefið nokkuð góða mynd af því hvert kolefnisspor er hjá bændum/landeigendum. Sem hluti af þessu verkefni, þá var reiknuð út vænt kolefnisbinding nokkurra garðyrkjubænda með nýskógrækt og einnig kannaður fjárhagslegur fýsileiki þess að ráðast í kolefnisbindingarverkefni. Jarðirnar voru víðsvegar um landið og mjög ólíkar af stærð sem gaf þá mjög mismunandi niðurstöðu. Mikilvægi vottunar var áréttað í yfirlýsingu frá Loftslagsráði sl. haust, þar sem fólk og fyrirtæki var minnt á að hafa í huga ábyrga kolefnisjöfnun. Þetta verkefni okkar byggði á því að unnið sé með nýskógrækt og vottaðar kolefniseiningar. Þetta þýðir að raun kolefniseiningar verða ekki til, fyrr en búið er að taka út skóginn, votta og skrá í grunn (kolefnisgrunn/ loftslagsskrá). Þá er mælt hversu mikið kolefnisskógurinn hefur bundið og ekki er hægt að sýsla með fleiri einingar en einungis þær sem skógurinn hefur raunverulega bundið. Gera má ráð fyrir að það taki nokkur ár að fá fyrstu vottuðu einingarnar með nýskógrækt skráðar. Það er því mikilvægt að koma verkefnum af stað sem fyrst, þannig að vottaðar einingar geti komist á markað innan fárra ára, þar sem þörfin mun mjög líklega fara vaxandi á komandi árum, m.a. þar sem fjölmörg fyrirtæki og þjóðir hafa líst því yfir að þau stefni að kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Á meðan á þessu verkefninu LSE og SG stóð, þá réðst LSE í mjög metnaðarfulla útgáfu á tímaritinu sínu Við skógareigendur. Blaðið hefur komið út einu sinni á ári og að þessu sinni var blaðið helgað kolefnisbindingu með skógrækt. Blaðið er mjög yfirgripsmikið og hefur að geyma mjög mikinn fróð­ leik um kolefnisbindingu og skóg­ rækt. Fyrir utan að vera fréttablað skógarbænda var ætlunin að ná til fleiri lesenda að þessu sinni og var því sent út á öll lögbýli lands­ ins og gefið út í 7.000 eintökum. Kolefnisbinding var þar með þaul­ kynnt lesendum og með þekkingu og fróðleik er vonin sú að aukin eftirspurn verði á plöntuframleiðslu og uppgangur verði í skógrækt með tilkomu þessa nýja tekjumöuleika, kolefnisbindingar. Einnig hefur verið útbúið fræðslumyndband um kolefnisbindingu sem hægt er að nálgast á heimasíðu LSE Sviðsmyndagreiningin Annar hluti þessa verkefnis var að fara í ítarlega sviðsmyndagreiningu á skógarplöntuframleiðslu. Í greiningunni var lagt mat á hversu áreiðanlegir fjármunir eru í hverjum lið, bæði til skamms og langs tíma og einnig er sett plöntuþörf við hvern lið. I ­ Miðað við óbreytta stöðu – gróðursetning um fimm milljóna plantna á ári og nánast allt fjármagnað af ríkinu. II Markmið Íslands í kolefnismálum – Kolefnishlutleysi árið 2040. III Landeigendur/bændur/ fyrirtæki/félagasamtök/ opinberar stofnanir ráðist í verkefni sem stuðli að aukinni kolefnisbindingu. IV Samdráttur vegna hagræðingakröfu út af Covid – Þrjár milljónir plantna á ári Samkvæmt samtölum og upplýs ­ ing um frá skógarplöntu framleið­ endum er framleiðslugetan í efri mörkum eins og staðan er í dag. Mikilvægt er að aukinn fyrirsjáanleiki sé í þessari atvinnugrein, til að hægt sé að fjárfesta og sjá fram á að fjárfestingin borgi sig. Samningar til lengri tíma væru því vænlegir til árangurs. Búast má við að markaður stækki með vottaðar kolefniseiningar á næstu árum með aukinni þekkingu og vitund á mikilvægi vottunar. Skógræktarverkefni eru með mikið forskot þegar kemur að því að koma vottuðum kolefniseiningum á markað. Áratuga rannsóknir eru til hér á landi varðandi kolefnisbindingu í skógum og tiltölulega einfalt er að mæla og/ eða áætla kolefnisbindingu trjáa. Þessi staðreynd og fjölmörg önnur jákvæð hliðaráhrif skógræktar, gerir skógrækt og kolefnisbindingu trjáa eftirsóknarverðan kost hjá einstaklingum, fyrirtækjum og fjárfestum. Það er ekki raunhæft að gíra skógarplöntuframleiðslu upp í 8 eða 12 milljónir strax á næsta ári. Það tekur sennilega minnst 3­4 ár að komast upp í 12 milljónir árlega plöntuframleiðslu vegna þarfar á uppbyggingu gróðrarstöðva og fjármunir koma ekki allir í einu. Það hentar skógrækt illa að vera á fjárlögum til eins árs í senn þar sem skógrækt er „langhlaup“ og því mikilvægt að skapa fyrirsjáanleika fyrir greinina með langtímahugsun, fjárfestingu og stefnu. Með því móti, væri möguleiki fyrir t.d. framleiðendur á skógarplöntum að ráðast í aukna sérhæfingu og nauðsynlegar fjárfestingar sem yrðu öllum til góða. Íslenska ríkið getur haft hvetjandi áhrif á skógrækt með ýmsum hætti, sem myndi auka líkurnar á því að við náum okkar markmiðum varðandi kolefnishlutleysi árið 2040. Ákveðnar fyrirmyndir eru til staðar, eins og t.d. sú sem snýr að niðurfellingu gjalda á rafmagnsbílum. Hægt væri t.d. að endurgreiða virðisaukaskatt af verkefnum sem snúa að kolefnisbindingu með skógrækt. Eins er mikilvægt fyrir íslenskt stjórnvöld að átta sig á því að ef við ætlum okkur að nýta skógrækt sem hluta af baráttu okkar við að ná loftslagsmarkmiðunum, þá er eins gott að fara að byrja strax að gróðursetja skóg – skógur er jú ein náttúrulegasta og árangursríkasta leiðin til að binda kolefni. Með því að ráðast í öflugt átak í skógrækt, sem myndi leiða til mikillar bindingar ásamt því að auka störf og skapa auðlind og tækifæri, fyrir komandi kynslóðir. Mikil samfélagsumræða er í gangi um þörfina á auknum aðgerðum í loftslagsmálum og bjartsýni ríkir um að efnahagur þjóðarinnar verði fljótur að rétta úr sér eftir Covid. Það eru því litlar ástæður til að ætla að skorið verði niður til skógræktar á komandi árum (sviðsmynd IV) eða að gróðursetning staðni við 5 milljónir plantna (sviðsmynd I). Niðurstaða sviðsmyndagreiningarinnar er því sú að líklegast sé að blanda af sviðsmyndum II og III eigi sér stað, þ.e. að ríkið auki við skógrækt til að mæta skuldbindingum um kolefnishlutleysi og að einkaaðilar komi sterkar inn í fjármögnun skógræktar til að mæta kröfum um framlag til loftslagsmála. Svartsýn útgáfa af þessari niðurstöðu er að skógrækt aukist hægt, komist í 6­7 milljónir plantna árið 2025 og aukist áfram hægt. Bjartsýn útgáfa er að skógrækt og plöntuþörf aukist hraðar, verði komin í 8­10 milljónir plantna árið 2025 og aukist síðan áfram eftir það. Meðan á vinnu við verkefnið stóð, kom enn betur í ljós hversu mikilvægt er að góð sam vinna og samstarf sé milli skógar plöntuframleiðenda og skógarbænda. Mikilvægt er að skógar bændur þekki til framleiðslu­ ferlis skógarplantna (t.d. hversu lang an tíma tekur að rækta plöntur) og sameigin legir hagsmunir eru á mörgum sviðum. Mikilvægt er að halda þessu samstarfi áfram og sú stað reynd að bæði LSE og SG verða hluti af Bændasamtökum Íslands innan tíðar, þá er kjörið að nýta þann vettvang til þess að vinna saman að góðum verkefnum sem þjóna hagsmunum beggja þessara félaga. Það er því von okkar sem höfum unnið að þessu verkefni að það muni halda áfram í sterkari mynd. Hafliði Hörður Hafliðason, verkefnisstjóri hjá Kolefnisbrúnni LANDSSAMTÖK SKÓGAREIGENDA Til í slaginn – um nýlokið samvinnuverkefni SG og LSE

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.