Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 54
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júlí 202154
Um síðustu mánaðamót bárust
Hafrannsóknastofnun fregn
ir af vatnsþurrð í Grenlæk í
Landbroti. Við vettvangsskoðun
3. júní kom í ljós að efstu 11 km
Grenlækjar á svæðinu ofan við
Stórafoss eru þurrir.
Þegar er ljóst að vatnalíf hefur
orðið illa úti vegna vatns þurrðar
innar nú, hafa þörungar, smádýr
og fiskar drepist á öllu því svæði
sem þornaði. Sérstaklega hefur
sjóbirtingsstofninn orðið illa úti,
þar sem nær öll seiði á svæðinu
hafa drepist og þar með 2–3 seiða
árgangar.
„Síðar mun koma í ljós hve
alvarlegur skaði hefur orðið á
fullorðnum sjóbirtingum, en líkur
eru til að hluti stærri fiska hafi
náð að forða sér neðar í lækinn
þar sem vatn er enn til staðar.
Farvegur lækjarins var að mestu
skraufþurr og sást lítið sem ekk
ert vatn utan einstaka þornandi
smápolla. Í stöku polli var að sjá
lifandi fiska og ljóst að þeir eiga
ekki langra lífdaga að vænta,
taki vatn ekki fljótlega að renna
að nýju,“ segir í tilkynningu frá
Hafrannsóknastofnun.
Fyrir þá sem ekki vita þá er
Grenlækur frjósamur lindarlækur
með ríkulegu lífríki. Þar er einn
stærsti sjóbirtingsstofn landsins og
þar eru mjög verðmæt veiðihlunn
indi. Vatnsbúskapur Grenlækjar er
háður því að nægilegt vatn flæði
úr Skaftá og út á Eldhraunið en ef
svo er ekki þá á rennsli Grenlækjar
til með að þrjóta. Rennslinu út á
Eldhraun er stýrt. Á því svæði
sem nú er á þurru eru ein helstu
hrygningar og uppeldissvæði sjó
birtings í læknum. /MHH
Þarft þú að selja fasteign?
Persónuleg þjónusta
Fagleg vinnubrögð
Loftur Erlingsson
Löggiltur fasteignasali
s. 896 9565
loftur@fasteignasalan.is
Fasteignasalan Bær • Austurvegi 26 • 800 Selfoss
Sími: 512 3400 • www.fasteignasalan.is
Kristinn Sigurbjörnsson
Löggiltur fasteignasali og byggingafræðingur.
Sími: 560-5502
Netfang: kristinn@allt.is
Sérsniðin þjónusta
að þínum þörfum
VHE • Melabraut 27 Hafnarfjörður • Hraun 5 Reyðarfirði • Sími 843 8804 • Fax 575 9701 • www.vhe.is • sala@vhe.is
SMÍÐUM OG GERUM VIÐ ALLAR GERÐIR TJAKKA
Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is
Vertu vinur okkar á Facebook
Sæti og varahlutir í
- Lyftara
- Vinnuvélar
- Vörubíla
- Báta
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
DRIFSKÖFT
OG DRIFSKAFTAEFNI
LÚSMÝ LÚSMÝ LÚSMÝ
Nú herjar lúsmýið á landann sem aldrei fyrr.
Pantið tímanlega net fyrir gluggana.
www.ölfus.is
Upplýsingar í s. 895-9801
flugnanet@gmail.com
LÍF&STARF
Efstu 11 km Grenlækjar á svæðinu ofan við Stórafoss eru þurrir og þykir
ástandið alvarlegt enda hefur sjóbirtingsstofninn orðið illa úti, þar sem nær
öll seiði á svæðinu hafa drepist og þar með 2–3 seiðaárgangar.
Mynd / Friðþjófur Árnason.
Grenlækur að þorna upp – mjög alvarlegt ástand
Grenlækur 2016 þegar vatnsstaðan
var í góðu lagi. Mynd / HKr.
Mikill samdráttur í heildarfjölda gistinátta árið 2020:
Gistinætur 61% færri í fyrra en árið á undan
– Aukning á tjaldsvæðum á Austurlandi milli ára
Heildarfjöldi skráðra gistinátta
ferðamanna á Íslandi var um
3,3 milljónir árið 2020, en voru
8,4 milljónir árið á undan, 2019.
Heildarfjöldi gistinátta í fyrra dróst
því saman um nær 61% milli ára.
Skiptist samdrátturinn þannig að
ríflega 65% færri gistinætur eru á
hótelum og gistiheimilum, tæplega
62% í annarri gistingu og 31,5%
samdráttur á tjaldsvæðum. Þetta
kemur fram á vef Hagstofunnar.
Mikill samdráttur varð í öllum
landshlutum og gistitegundum, en
Austurland sker sig úr þegar kemur
að gistingu á tjaldsvæðum, þar
voru gistinætur 88.800 árið 2019
en 98.500 árið 2020 þannig að þar
varð aukning upp á tæp 11%.
Fram kemur á vef Hagstofunnar
að gistinætur á hótelum og gisti
heimilum hafi verið um 2 milljónir
í fyrra, 658 þúsund í annarri inn
igistingu og á tjaldsvæðum voru
gistinætur um 617 þúsund í allt.
Minnst fækkun á Vestfjörðum
Fækkun gistinótta á höfuðborgar
svæðinu nam ríflega 70%, tæplega
70% á Suðurnesjum en samdráttur
var minni á landsbyggðinni. Þannig
fækkaði gistinóttum milli ára um tæp
30% á Vestfjörðum og um 34% á
Austfjörðum.
Þar sem kórónuveirufaraldurinn
leiddi til skertra millilandasam
gangna var óvenjustór hluti gistin
átta vegna innlendra ferðamanna,
eða nær 45%. Innlendar gistinætur
voru um 1,5 milljón talsins sem er
aukning upp á tæp 35% frá fyrra ári,
en erlendar gistinætur drógust saman
um 75% og voru 1,8 milljónir.
/MÞÞ
Heildarfjöldi skráðra gistinátta ferðamanna á Íslandi var um 3,3 milljónir
árið 2020 og dróst saman um 61% frá árinu á undan. Samdrátturinn kom
misjafnt niður á milli landshluta. Mynd / Hagstofa Íslands
Heildarakstur á landinu 2020:
22% minni í fyrra en árið áður
Heildarakstur á öllu landinu,
samkvæmt útreikningum Vega
gerðar innar, reyndist 22 prósent
um minni árið 2020 en árið áður,
þetta er sexfaldur samdráttur
miðað við það sem mest hefur
mælst áður. Eigi að síður nær
aksturinn að vera meiri en árið
2015 sem skýrist af því að akstur á
landinu hefur aukist gríðarlega á
síðustu árum meðal annars vegna
aukins ferðamannastraums.
Vegagerðin hefur nú lokið við
að reikna út fyrstu aksturstölur um
þjóðvegakerfið fyrir árið 2020.
Benda niðurstöður til þess að
heildaraksturinn verði í kringum
22 prósentum minni en árið 2019.
„Það er ljóst að um einstæðan
samdrátt verður að ræða, frá því
að Vegagerðin hóf skipulagðar
mælingar á þjóðvegakerfinu með
svipuðu sniði og nú er gert, því
hann verður líklega sex sinnum
stærri en fyrra samdráttarmet,
sem var 3,7 prósent á milli áranna
2010 og 2011,“ segir á vefsíðu
Vegagerðarinnar.
Mikill samdráttur í Skaftár- og
Mýrdalshreppi
Samdráttur mældist á öllum svæðum
Vegagerðarinnar og sveitarfélögum.
Mest dróst akstur saman á
Austursvæði, um rúmlega 34%,
en minnst á höfuðborgarsvæðinu,
eða um rúmlega 12%. Þegar akstur
er skoðaður eftir sveitarfélögum
kemur í ljós að mestur samdráttur
varð á umferð í Skaftár og
Mýrdalshreppi, sem kemur ef til vill
ekki á óvart vegna mikillar umferðar
ferðamanna, en fast þar á eftir eru
Höfn í Hornafirði og Snæfellsbær.
Minnst dróst umferð saman
í litlum sveitarfélögum á
norðausturhorni landsins, eða
í Svalbarðshreppi í Eyjafirði
og í Langanesbyggð, en
Fljótsdalshreppur fylgir þar fast á
eftir. Það sveitarfélag sem varð næst
meðaltalssamdrætti er Dalabyggð,
með 22,5 prósenta samdrátt. /MÞÞ