Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júlí 20212
FRÉTTIR
Stjórn Dýralæknafélags Íslands
sendi nýverið frá sér niður
stöðu könnunar sem félagið lét
gera á líðan dýralækna í starfi.
Samkvæmt könnuninni er and
leg vanlíðan og streita meðal
dýralækna algeng hér á landi.
Helmingur svarenda taldi álag í
starfi vera við þolmörk en minni
hluti taldi álagið lítið eða í með
allagi.
Bára Eyfjörð Heimisdóttir, for-
maður Dýralæknafélags Íslands,
segir að ástæðurnar fyrir niðurstöð-
unni séu fjölþættar og mismunandi.
„Dýralæknar vinna margs konar
og ólík störf og í ólíkum geirum.
Þjónustudýralæknar í dreifðari
byggðum landsins eru fáir og vakt-
svæðin stór.
Þar sem þéttbýli er meira, eins
og í Eyjafirði og víða á Suðurlandi,
eru þó nokkuð margir dýralæknar
og á þeim svæðum hafa þeir oft
starfsfélaga og geta unnið saman að
erfiðum tilfellum og slíkt er flestum
ómetanlegt. Hins vegar eru á landinu
11 þjónustudýralæknar sem sinna
mjög stórum svæðum og vinna oft
og tíðum einir og það sem meira er,
vaktsvæðin hafa stækkað í kjölfar
breytinga á löggjöf um aðskilnað á
eftirliti og þjónustu.
Í dag eru dæmi um að dýralækn-
ar þurfi að keyra um 200 kílómetra
aðra leið við erfiðar aðstæður. Þetta
gerir það að verkum að þjónustan
verður engan veginn nógu góð út frá
sjónarmiði dýravelferðar, þjónustu
til bænda og álags á dýralækna sem
vakta stór svæði og eru mikið á vakt.
Skilyrði eins og þessi eru ekki til að
trekkja ungt fólk að og því sífellt
erfiðara að fá fólk í þessar stöður.
Á sama tíma eru of mörg tilfelli
um að það getur verið erfitt fyrir
bændur að ná í dýralækni eða út frá
dýravelferð getur biðin eftir þjónustu
verið of löng.“
Álag hefur aukist til muna
Helmingur svarenda í könnuninni
taldi álag í starfi vera við þolmörk
en minnihluti taldi álagið lítið eða í
meðallagi. Álag í starfi virðist hafa
aukist síðustu misseri en 68% sögðu
álagið hafa aukist, þar af 59% mikið
eða mjög mikið. Einn af hverjum
fimm, eða 21%, sögðust hafa skipt
um starf vegna álags á lífsleiðinni
og allnokkrir hættu störfum alfarið.
„Niðurstaða skýrslunnar sýnir að
þróunin er ekki góð,“ segir Bára,
„enda miklar sviptingar í greininni
frá 1980. Það ár voru héraðsdýra-
læknar 26, árið 2011 voru þeir 18
og sinntu þá bæði þjónustu og eft-
irliti. Því var breytt vegna löggjafar
Evrópusambandsins þar sem um
hagsmunaárekstur væri að ræða ef
sami aðilinn sæi um þjónustuna og
eftirlit. Í dag eru fjórir héraðsdýra-
læknar með eftirlitshlutverk fyrir
allt landið á vegum Mast og þeir
mega ekki sinna dýralæknaþjón-
ustu og hafa ber í huga að nýlega
var umdæmum héraðsdýralækna
Matvælastofnunar fækkað úr fimm
í fjögur.
Í kjölfar Evróputilskipunarinnar
komu til þjónustusamningar við
dýralækna sem geta verið ein-
yrkjum í stéttinni mjög erfiðir.
Þjónustudýralæknar þurfa til dæmis
sjálfir að útvega afleysingu komi
upp veikindi eða ef þeir vilja komast
í frí og eins og staðan er er engan
veginn hlaupið að því.
Auk þess getur það verið kostnað-
arsamt fyrir unga dýralækna að hefja
sjálfstæðan dýralæknapraksís, þjón-
ustan kallar á dýran tækjabúnað og
verkfæri til að geta sinnt starfinu vel.“
Aukinn fjöldi gæludýra
Samkvæmt skýrslunni eru
helstu ástæður aukins álags sagð-
ar vera aukin gæludýraeign lands-
manna og auknar og óraunhæfar
væntingar og kröfur viðskiptavina.
Fram farir í faginu hafa jafnframt
aukið þjónustuframboð dýralækna
til muna og krafan um aukna tækni-
væðingu og endurmenntun verður
sífellt háværari. Auk þess sem stór-
aukið gæludýrahald á landsvísu,
óvægin umræða á samfélagsmiðlum,
óraunhæfar kröfur viðskiptavina,
einmanaleiki, samúðarþreyta og
mann ekla eru meðal helstu orsaka-
valda.
„Hvað varðar dýralækna í þétt-
býli sýndi könnunin að álag á þeim
er einnig mikið en að vissu leyti
annars eðlis. Margir þessara dýra-
lækna eru að þjónusta bæði bænd-
ur, gæludýra- og hrossaeigendur.
Endurmenntun og sérhæfni dýra-
lækna í dag er meiri en fyrir 20 til
30 árum og oft og tíðum flóknari
úrræðum beitt til að ná lækningu.
Það er rétt að taka það fram að aukin
reynsla og þekking dýralækna er
afskaplega ánægjulegt, bæði fyrir
dýraeigendur og dýralæknafagið.“
Eftirlitsstörf oft töluð niður
„Annað sem veldur streitu meðal
dýralækna er óvægin umfjöllun um
störf þeirra á samfélagsmiðlum, oft
innan lítilla hópa. Umfjöllunin getur
verið mjög óvægin og ósanngjörn
og tengist oftar gæludýrageiranum
en landbúnaði, nema þá helst þegar
kemur að eftirlitsdýralæknum.
Mín skoðun er reyndar sú, því
miður, að eftirlitsstörfin séu alltof
oft töluð niður og talað neikvætt
um þau. Dýravelferðarmál sem eru
okkur öllum hugleikin geta oft verið
erfið og miklar tilfinningar í gangi
og þá kemur fyrir að dýralæknar fái
yfir sig skít og skömm þegar þeir eru
að vinna vinnuna sína og reyna að
gera sitt besta,“ segir Bára.
Sjálfsvígstíðni dýralækna víða há
Bára segir að Sóttvarnastofnun
Bandaríkjanna hafi rannsakað
starfs umhverfi og heilsutengda
þætti meðal dýralækna um árabil.
„Niðurstöður rannsókna benda
til að bandarískir dýralæknar séu
mun líklegri til að upplifa and-
legan heilsubrest en aðrar stéttir.
Einn af hverjum sex dýralæknum
í Bandaríkjunum sögðust hafa
íhugað sjálfsvíg einhvern tímann
um ævina og niðurstöður breskra
og norskra kannana benda til hins
sama en samkvæmt breskri rann-
sókn eru dýralæknar þrisvar til
fjórum sinnum líklegri til að falla
fyrir eigin hendi en meðalmann-
eskjan og norskir dýralæknar um
tvöfalt líklegri.“
Ekki liggur fyrir hvort staðan
á Íslandi sé jafn slæm og í öðrum
löndum en í könnun Dýralækna-
félagsins sögðust 75% svarenda
finna fyrir streitueinkennum vegna
mikils álags í starfi, þar af 45%
bæði fyrir líkamlegum og andleg-
um einkennum.
Horft fram á við
Að sögn Báru sýnir könnunin að það
verði að grípa í taumana og skoða
hvað sé hægt að gera til að bæta
líðan dýralækna. „Sem stendur er
Dýralæknafélag Íslands að líta til
þess sem er verið að gera hjá ná-
grannaþjóðum okkar. Í Noregi var
árið 2020 farið í þriggja ára rann-
sóknir á heilsu dýralækna og þá
ekki síst andlega heilsu og í ljósi hás
hlutfalls sjálfsvíga í stéttinni. Þrátt
fyrir að ekki séu til tölur um sjálfs-
víg dýralækna hér á landi höfum við
tekið eftir því að fólk er talsvert að
detta úr starfi í veikindaleyfi.
Við bindum talsverðar vonir við
norsku rannsóknina og vonumst til
að geta notfært okkur niðurstöðu
hennar til að styðja við bakið á okkar
fólki. Auk þess viljum við fá samtal
við Matvælastofnun um hvað hægt
sé að gera til að styðja við dýralækna
sem starfa hjá stofnuninni og einnig
samtal við stjórnvöld um hver þró-
unin hefur verið með vaktsvæðin
og vandamál sem tengjast því að
fá dýralækna til starfa í dreifðari
byggðum.“
Bára segir að Félag dýralækna eigi
nú þegar í samtali við Bændasamtök
Íslands um það hvernig hægt sé í
sameiningu að bæta vinnuumhverfi
fyrir dýralækna og þá um leið betri
þjónustu fyrir bændur.“ /VH
www.kofaroghus.is - Sími 553 1545
TIL Á LAGER
Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik
má finna á vef okkar
STAPI - 14,98 fm
Tilboðsverð
697.500 kr.
25%
afsláttur
BREKKA 34 - 9 fm
Tilboðsverð
369.750 kr.
25%
afsláttur
NAUST - 14,44 fm
Tilboðsverð
449.400 kr.
30%
afsláttur
VANTAR
ÞIG PLÁSS?
Afar einfalt er að reisa
húsin okkar. Uppsetning
tekur aðeins einn dag
TILBOÐ Á GARÐHÚSUM!
Álag og streita meðal dýralækna
Bára Eyfjörð Heimisdóttir, formaður
Dýralæknafélags Íslands.
Fyrr á þessu ári sendu Bænda
samtök Íslands og Matvæla
stofnun bréf til mennta mála
ráðherra þar sem skortur á
dýra læknum er tíundaður og
óskað er eftir því að ráðherra
beiti sér fyrir aðgerðum til
úrbóta.
Vigdís Häsler, framkvæmda-
stjóri Bændasamtaka Íslands,
segir að í framhaldi af bréfinu
hafi fulltrúar Bænda sam takanna,
Matvæla stofn unar og Dýra lækna-
félags Íslands átt fund með full-
trúum menntamála ráðuneytisins.
„Á fundinum kom fátt annað í
ljós en að fulltrúar mennta mála-
ráðuneytisins telja mála flokkinn
flokkast undir landbúnaðar-
ráðuneytið þrátt fyrir að menntun
dýralækna falli undir ráðu neyti
mennta mála. Málið er því enn
í vinnslu og ég reikna með að
ráðu neytin tvö séu að ræða sín á
milli um hvernig á að leysa það
farsællega.“
Bréf til mennta- og
menningarmála ráðuneytisins
Í bréfinu, sem er dagsett 15. apríl
síðastliðinn, segir að síðustu ár
hafi skortur á dýralæknum hér á
landi verið mikið í umræðunni.
„Bændasamtök Íslands og
Matvælastofnun óska eftir að
ráðherra menntamála beiti sér
fyrir því að gerð verði athugun
á því hvaða áhrif þessi skortur
hafi á íslenskan landbúnað og
atvinnuhætti í íslenskum landbún-
aði. Jafnframt skora samtökin og
stofnunin á að ráðherra, í sam-
starfi við viðkomandi fagráðu-
neyti í landbúnaði, finni lausn á
þessum skorti.
Skortur á dýralæknum getur
meðal annars haft í för með
sér alvarlegar afleiðingar fyrir
aðgengi bænda og almennings að
dýralækna þjónustu sem gætu haft
alvarleg áhrif á heilsu og velferð
dýra, auk fjárhagslegs tjóns fyrir
bændur.
Skorturinn hefur líka gert það
að verkum að MAST hefur þurft
að leita eftir erlendu starfsfólki
til að gera stofnuninni kleift að
sinna skyldum sínum. Í lögum
um Menntasjóð námsmanna nr.
60/2020 er að finna heimild til
ráðherra til að veita tímabundna
ívilnun við endurgreiðslu náms-
lána vegna tiltekinna námsgreina
að uppfylltum ákveðnum skilyrð-
um. Heimildin er ætluð til þess
að gefa ráðherra tækifæri til þess
að bregðast við ástandi þar sem
skortur er viðvarandi eða fyrir-
sjáanlegur á fólki með tiltekna
menntun með því að skapa sér-
stakan hvata fyrir fólk til þess
að sækja sér þá menntun eða til
að starfa í tiltekinni starfsgrein.
Til þess að ráðherra geti ákveðið
sérstaka tímabundna ívilnun
þurfa að liggja fyrir upplýsingar
um viðvarandi skort í ákveðinni
starfsstétt eða að skortur sé fyrir-
sjáanlegur. Þá er einnig að finna
heimild í 28. grein sömu laga til
ráðherra að veita tímabundna
ívilnun við endurgreiðslu náms-
lána hjá lánþegum búsettum á
svæðum skilgreindum í samráði
við Byggðastofnun, að uppfyllt-
um ákveðnum skilyrðum.
Bændasamtök Íslands og
MAST skora á ráðherra að finna
lausn á skorti á dýralæknum
hér á landi og óska eftir því að
undirbúin verði skýrsla sem
byggir á upplýsingum um hvaða
áhrif skortur á dýralæknum muni
hafa á íslenskan landbúnað og
atvinnuhætti í íslenskum land-
búnaði.
Fulltrúar Bændasamtakanna
og MAST eru reiðubúin til frekari
viðræðna um efni þessa erindis
við ráðherra og fulltrúa ráðuneyt-
isins.“ /VH
Skortur á dýralæknum og leiðir til úrbóta
Vigdís Häsler.