Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júlí 202148
MATARKRÓKURINN
LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR
Á bænum Efstadal 2 í Bláskóga
byggð er rekið kúabú með mjólk
urvinnslu, auk þess sem bænd
urnir eru með ferðaþjónustu á
bænum.
Býli: Efstidalur 2.
Staðsett í sveit: Laugardal í Bláskóga
byggð.
Ábúendur: Halla Rós, Björgvin,
Sölvi, Kristín I. Gunn, Guðrún
Karitas, Árni, Linda Dögg, Héðinn
og börn þeirra sem eru samtals 10.
Svo gömlu bændurnir, Snæbjörn
og Björg, sem búa í sínu koti. Svo
eru það hundarnir Meyja og Þula.
Kötturinn Grettir og nokkrar hænur
og nokkrar kanínur.
Stærð jarðar? Um 500 ha og einnig
land sem er óskipt með Efstadal 1.
Gerð bús? Efstidalur 2 er kúabú og
ferðaþjónusta.
Lítil mjólkurvinnsla er á bænum
ásamt veitingastað, kaffihúsi og hót
eli með 15 herbergjum. Framleitt er
skyr, Efstiostur og ís. Allt okkar kjöt
er notað á veitingastaðnum og græn
metið verslað frá bændum í upp
sveitinni. Við leggjum mikla áherslu
á það að versla í nærsveitinni og
veljum alltaf íslenskt ef möguleiki
er á því.
Hvernig gengur hefðbundinn
vinnu dagur fyrir sig á bænum?
Það er alltaf líf og fjör í sveitinni
og verkefnin eru mörg dag hvern.
Hugsa þarf um dýrin, framleiða mat
og halda öllu hreinu. Það má ekki
gleyma að nefna hestana sem eru
ekki síður stór partur af okkar dag
lega lífi. Fjölskyldan er dugleg að
fara á hestbak og við erum með litla
hestaleigu þar sem ferðamenn geta
komið og farið í reiðtúr. Hægt er að
koma til okkar og fara á hestbak,
leika á leiksvæðinu og skoða dýrin,
snæða hádegis eða kvöldverð og
toppa daginn með heimagerðum ís.
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bú
störfin? Skemmtilegast er að ríða út
og njóta náttúrunnar en leiðinlegast
er að reyta arfa, moka skít og drepa
njólann sem Danakonungur færði
okkur að gjöf.
Hvernig sjáið þið búskapinn
fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm
ár? Við stefnum á að halda áfram
hefðbundnum búskap og ferða
þjónustu og reyna alltaf að gera
pínubetur í dag en í gær.
Hvar teljið þið að helstu tækifærin
séu í framleiðslu íslenskra búvara?
Við sjáum fullt af tækifærum í fram
leiðslu og nýsköpun á okkar vörum
og má þá t.d. nefna ostagerð.
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Í
ísskápnum okkar er alltaf til mjólk.
Hver er vinsælasti maturinn á
heimilinu? Efstadalshamborgarinn
er alltaf vinsælastur, flestir velja
Hverinn en svo er það líka mömmu
skyrborgarinn sem skorar hátt hjá
fjölskyldunni.
Eftirminnilegasta atvikið við
bústörfin? Þegar Árni bóndi var
nýbúinn að fjárfesta í glænýjum
Samsung snjallsíma og fór mont
inn í fjósið að mjólka. Hann var
lítið kátur þegar einni beljunni
tókst að skíta í vasann þar sem
nýi síminn var. Við eigum mjög
mörg eftirminnilega atvik úr
bústörfunum sem erfitt er að velja
úr. Efstadalsfjölskyldan biður að
heilsa og hlakkar til að taka á móti
gestum í sumar þar sem við erum
búin að vera frekar einangruð í tvö
ár út af dálitlu.
Heilsteikt blómkál með tahini
sesammauki og tómatsalsa
Blómkál er líklega uppáhalds
grænmeti margra og hægt að borða
það á hverjum degi á uppskerutíma
í fjölbreyttum útgáfum.
Ef þið hafið ekki tíma til að
baka blómkálið er bara hægt að
sjóða það þar til það er nógu mjúkt
að hægt er stinga það auðveldlega
með gaffli. Setjið það síðan í ofninn
með túrmerik og grillið þar til það
er gullið.
Heilsteikt blómkál
› 1 stór blómkálshaus
› 1 tsk. turmeric duft
› 1 tsk. malað cumin duft
› 1 tsk. malað kóríander
› ¼ tsk. chili flögur
› 1/3 bolli ólífuolía
› 1 tsk. salt
› 2 bollar tahini (sesammauk fæst í
flestum búðum, oft notað í hummus)
› 1/2 bolli ristaðar pistasíuhnetur til
skreytingar
› 2 msk. granateplafræ til skreytingar
Fyrir tómatsalsa
Aðferð
Hitið ofninn í 175 gráður. Setjið
blómkálshausinn á bökunarplötu
með bökunarpappír.
Blandið saman túrmerik við einn
bolla af sjóðandi vatni og setjið til
hliðar í 1520 mínútur.
Túrmerikvökvanum er blandað við
krydd, olíu og salt. Hellið blöndunni
yfir blómkálið og verið viss um að
það sé jafnt húðað.
Þekið bakkann með filmu og steikið
blómkálið í ofni í 2 klukkustundir,
hristið á 30 mínútna fresti með
túrmerikvatninu. Bætið við meiri
olíu ef þess gerist þörf til að halda
blómkálinu röku.
Fjarlægið álpappírinn og steikið
í aðrar 10 mínútur til að brúna
blómkálið aðeins.
Á meðan blómkálið brúnast,
búið til tómatsalsa. Sameinið öll
innihaldsefnin í skál og blandið vel
saman. Kryddið eftir smekk með
salti.
Til að bera fram, dreifið tahini
dýfunni á stórt fat og setjið blómkálið
ofan á. Skerið út fleyg af blómkáli og
fyllið tómatsalsa að innan og um jaðar
blómkálsins. Skreytið með rifnum
pistasíuhnetum, granateplafræjum
og chiliflögum – ef þess er óskað.
Grillað ferskju Melba með
hindberjum
Ekki gleyma hindberjasósunni í
þessum klassíska sumareftirrétti.
Hægt er að fylla holuna eftir steininn
með súkkulaði og raða ferskum
hindberjum yfir til skrauts og
framreiða með eða án íss.
Peach Melba
› 2 stórar þroskaðar ferskjur
› 2 msk. brætt ósaltað smjör
› 2 msk. ljósbrúnn sykur
Fyrir hindberjasósuna
› 1/2 box hindber
› 2 msk. sykur
› Rjómaís að eigin vali, má sleppa
og nota meira af íslenskum hind-
berjum.
Aðferð
Skref 1
Hitið grillið að miðlungshita.
Skerið ferskjurnar í helming
og snúið til að taka steininn
úr. Stingið skinn með gaffli.
Hrærið saman smjöri og
ljósbrúnum sykri í skál;
penslið smjörblöndunni yfir
ferskjuhelmingana og þekið alveg.
Skref 2
Lagið hindberjasósuna; hrærið
hindber saman við sykur í skál og
látið sitja í fimm mínútur. Merjið í
gegnum sigti í aðra skál, þrýstið með
skeið til að draga eins mikið af vökva
og mögulegt er. Fargið hratinu (hægt
að nota frosin ber í sósuna).
Skref 3
Grillið ferskjur á báðum hliðum þar
til ferskjurnar eru mjúkar, 5 til 10
mínútur. Berið fram heitt, toppað
með ís og hindberjasósu. Eða
skreytið með berjunum.
Bjarni Gunnar Kristinsson
matreiðslumeistari
bjarnigk@gmail.com
Efstidalur 2
Systkinin í Efstadal 2. Ísinn í Efstadal 2.