Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júlí 202136 Hágæða kavíar er ekki matur, hann er munaðarvara, tákn um ríkidæmi og af honum geislar dýrðarljómi. Draumur sem fæstir hafa efni á að smakka, enda er kavíar úr villtum styrjum fágæt ne plus ultra smáréttanna og hver munnbiti ævintýralega dýr. Kavíar er söltuð hrogn villtra fiska sem kallast styrjur og eru af ættinni Acipenseridae, sem talið er að hafi komið fram á sjónarsviðið fyrir 245 til 208 milljón árum og teljast því fornir fiskar. Styrjur eru hægvaxta fiskar og líftími þeirra er allt að eitt hundrað ár. Ættin skiptist í fjórar ættkvíslir, Acipenser, Huso, Scaphirhynchus og Pseudoscaphirhynchus. Nokkrar tegundir styrja er nýttar til framleiðslu á kavíar og þeirra bestar eru sagðar vera tegundirnar beluga (H. huso), ossetra (A. gueldenstaedtii) og sevuga (A. stellatus). Af öðrum tegundum styrja sem unninn er úr kavíar sem ekki þykir neitt slor eru sterlet (A. ruthenus), sem er lítill stofn sem finnst í ám sem renna í Svarta-, Azov- og Kaspíahaf og í ám í Síberíu. Kaluga- styrjur (H. dauricus) eru ránfiskur sem finnst í mynni árinnar Amur, sem er tíunda lengsta á í heimi og rennur um austanvert Rússland til norðausturhluta Kína. Kaluga- styrjur eru stærstu styrjurnar og með stærstu ferskvatnsfiskum í heimi og ná tæpum sex metrum að lengd og góðu tonni að þyngd. Hvítar styrjur eða amerískar styrjur (A. transmontanus) finnast í vötnum frá Alaskaflóa suður til Kaliforníu. Sala á kavíar úr villtum hvítum styrjum er ólögleg en hrogn eru seld úr fiskum í eldi. Kavíar er einnig unninn úr Síberíustyrju (A. baerii) sem finnst í ám í Síberíu sem renna í Norðurheimsskautahafið. Allar ofangreindar tegundir eru taldar ofveiddar og sumar eru í útrýmingarhættu. Í seinni tíð er farið að kalla og selja hrogn ýmissa tegunda fiska, þorsks, hrognkelsis og fleiri tegunda, sem kavíar en samkvæmt FAO, Alþjóða matvæla- og land- búnaðar stofnun Sameinuðu þjóð- anna flokkast hrogn fiska utan Acipenseridae-ættarinnar ekki sem kavíar heldur sem kavíarlíki. Þessi skilgreining gildir einnig hjá CITES, Convention on International Trade in Endangered Species of Wild Fauna and Flora og WWF, World Wide Fund for Nature, og tollayfirvöldum í Bandaríkjunum Norður-Ameríku, Frakklandi og víðar um heim. Saga Heitið kavíar mun komið úr persnesku, khavia, eða tyrknesku, khavyar, og varð khâvyâr á rómversku og þýðir eggja- eða hrognaberi. Fyrsta skráða heimild um kavíar er frá því á fjórðu öld fyrir Kristsburð þar sem gríski heimspekingurinn Aristóteles lýsir þeim sem hrognum úr styrju sem borin voru til veislu ásamt rósablöðum og lúðrablæstri. Annars staðar segir að meðalstór krukka af kavíar hafi sama verðgildi og eitt hundrað kindur og því ekki nema á færi allra ríkustu manna að kaupa hann. Vitað er að grískir aðalsmenn á tíundu öld gæddu sér á kavíar sem unninn var úr styrjum úr Azov- hafi sem tengist norðausturhluta Svartahafs með fjögurra kílómetra breiðu sundi og grynnsta hafi í heimi og um 14 metra djúpt þar sem það er dýpst. Rómverjar höfðu mikið dálæti á kavíar litu þeir á styrju sem besta matfisk í heimi. Árið 1324 setti Edward II Bretakonungur lög um að allar styrjur sem fyndust við Bretland væri eign bresku konungsfjölskyldunnar eins og hvalir voru fyrir. Í framhaldi af þeirri ákvörðun fengu styrjur viðurnefnið „royal fish“. Lögin eru enn í gildi. Ítalski kokkurinn Cristoforo di Messisbugo á líklega heiðurinn af því að vera fyrstur manna til að segja frá notkun á kavíar í matreiðslubók. Í bókinni, sem kallast því þjála nafni Libro novo nel qual si insegna a far d'ogni sorte di vivanda og var gefin út í Feneyjum árið 1564, lýsir Messisbugo því hvernig hrognin eru hantéruð og geymd til að vera sem ferskust við neyslu. Franski rithöfundurinn Joseph Jérôme Lefrançois de Lalande, sem ferðaðist um Ítalíu um 1770 og skrifaði bók um ferðalag sem kallast Voyage en Italie, segir að styrja sé mikið veidd í mynni árinnar Pó og í ám á Ferrara-svæðinu sem er skammt frá Feneyjum. Nokkrum áratugum áður áttu Feneyjar og Páfagarður í svo alvar- legum deilum vegna veiðiréttinda á styrju í ánni Pó og Ferrara-svæðinu að við lá að stríð brytist út milli bor- gríkjanna. Spænski rithöfundurinn Cervantes segir frá í sögu sinni um riddar ann Don Quixote hugvillta, sem kom fyrst út 1605, að kavíar sé borinn til borðs í veislu hjá þýskum pílagrímum. Ekki voru allir aðalsmenn jafn- hrifnir og segir sagan að þegar Loðvík XV var barn, en þegar krýndur konungur Frakklands snemma á átjándu öld, hafi sendi- herra Péturs mikla Rússlandskeisara boðið honum skeið af hágæða beluga-kavíar sem fluttur hafði verið sérstaklega til Frakklands sem gjöf til konungsins. Loðvík litli var ekki hrifnari en svo af kavíarnum að hann spýtti honum samstundis út úr sér á teppalagt gólfið í Versölum og gretti sig af viðbjóði. Í framhaldi af byltingunni í Rússlandi 1917 flúði fjöldi rúss- neskra aðalsmanna heimaland sitt Draumur í dós Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is SAGA MATAR&DRYKKJA Hágæða kavíar er ekki matur, hann er munaðarvara, tákn um ríkidæmi og af honum geislar dýrðarljómi. Auglýsing í Morgunblaðinu 1919. Kavíar úr beluga-styrju (Huso huso) er sagður sá besti í heimi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.