Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júlí 2021 49 Lopinn í pilsinu er alíslenskur, í sauðalitunum, og í honum er sérvalin lambsull. Stærðir og mittismál: xsmall 60 cm, small 64 cm, medium 70 cm, large 80 cm og xlarge 86 cm. Efni og áhöld: 60 cm hringprjónar nr 4 og nr 5. Aðallitur 120-200 gr tvöfaldur þingborgarlopi, meira ef pilsið á að vera síðara. Munsturlitur 20 gr Slettuskjótt, litaður tvöfaldur Þingborgarlopi eða Dóruband, litað tvíband. Fytja upp 112-120-128-136-144 lykkjur á 60 cm hringprjón nr 4, prjóna stroff 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur brugðið ca 5 cm, skipta yfir á hringprjón nr 5 og prjóna slétt samkvæmt munstri. Setja merki í hliðar, þ.e. merki 1í byrjun umferðar og merki 2 eftir 56-60-64-68-72 lykkjur. Prjóna síðan áfram þar til pils mælist 16-20 cm, þá eru prjónaðar styttri umferðir á bakhluta þannig: prjóna þar til 5 lykkjur eru eftir að merki 1, sem er í byrjun umferðar, snúa röngunni að sér og passa að bandið sé fyrir framan, snúi að manni, taka 1 lykkju af vinstri prjón yfir á hægri prjón, þá færist bandið líka yfir á hægri prjón, og setja bandið yfir prjóninn, afturfyrir, þá er eins og lykkjn sé tvöföld, þetta prjónast saman seinna og varnar því að gat myndist, prjóna brugðið þar til 5 lykkjur eru eftir að merki 2, snúa réttunni að sér og gera eins og áður, hafa bandið fyrir framan og setja 1 lykkju af vinstri prjón yfir á hægri prjón og færa bandið yfir prjóninn og prjóna síðan slétt þar til 5 lykkjur eru eftir að fyrst snúningi, gert eins og áður, snúa, færa lykkju, bandið yfir og prjóna brugðið þar til 5 lykkjur eru eftir að fyrsta snúningi í hinni hliðinni, gert eins og áður, snúa, færa lykkju, bandið yfir og prjóna slétt til baka og gera eins og áður, snúa þegar 5 lykkjur eru eftir í síðasta snúning, færa lykkju, bandið yfir og prjóna brugðið og snúa þegar 5 lykkjur eru eftir í síðasta snúning færa lykkju, bandið yfir og prjóna slétt til baka og er þá búið að snúa samtals 6 sinnum, þrisvar sinnum í hvorri hlið, prjóna áfram í hring, passa að prjóna saman bæði böndin þar sem var snúið. Hægt er að nálgast kennslyndband um stuttar umferðir á youtube .com, “german short rows”. Prjóna slétt áfram þar til pils mælist ca 30 cm (mælt á framstykki) smekksatriði hvað pilsið á að vera sítt, Tekið úr í næstu umferð þannig:* prjóna 6 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman* endurtakata frá * til* út umferð, prjóna 2 umferðir slétt, skipta yfir á prjóna nr 4 og prjóna stroff 2 lykkjur sléttar og 2 lykkjur brugðnar, 5-10 cm, fella laust af og ganga frá endum. Þvo pilsið í höndum og leggja flatt til að þorna. Anna Dóra Jónsdóttir Botna – ullarpils HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 2 8 7 9 1 6 3 1 7 2 9 6 5 7 1 7 9 6 5 8 6 4 3 2 5 Þyngst 6 7 1 4 8 1 2 7 2 6 3 8 1 7 8 2 7 5 3 6 4 6 5 7 5 8 1 1 4 8 2 2 5 6 9 3 3 2 1 6 7 3 5 3 6 7 2 6 4 6 1 5 9 2 6 7 9 4 1 3 1 6 5 8 9 8 4 1 9 6 8 3 2 Hesturinn er uppáhalds FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Glódís er ljúf, hress og dug- leg stelpa sem býr á Króknum. Foreldrar hennar eru Gunnar og Klara og hún á systur sem heitir Dagrún sem er 10 ára. Glódís hefur mikinn áhuga á dýrum, sérstaklega hestum, hún er nýkomin heim úr sumar hestabúðum á Skagaströnd hjá Reiðskólanum Eðalhestar og fannst henni það alveg svakalega skemmtilegt og lærdómsríkt. Nafn: Glódís Gunnarsdóttir. Aldur: 11 ára. Stjörnumerki: Steingeit. Búseta: Sauðárkróki. Skóli: Árskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Fjölíð. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hestur. Uppáhaldsmatur: Kjötfarsbollur með kartöflum og grænum baunum. Uppáhaldshljómsveit: Billie Eilish. Uppáhaldskvikmynd: Brave. Fyrsta minning þín? Þegar ég var um 2 ára og það kom óboðinn köttur inn um stofugluggann heima hjá okkur. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Já, æfi fótbolta með Tindastóli. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Langar að verða hestakona. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Tók einu sinni svaða- legan spólrúnt með pabba á Lödu sport sem hann átti einu sinni og ég rak hausinn í loftið. Hvað ætlar þú að gera skemmtilegt í sumar? Fara í fullt af útilegum, nokkur fótboltamót og hafa það notalegt með fjölskyldunni. Næst » Ég skora á Þránd Elí, frænda minn í Neskaupstað, að svara næst. Uppskriftir sem mæla með íslensku prjónabandi og lopa. Okkar frábæri Þingborgarlopi er í uppskriftinni að pilsinu hér á blaðsíðunni. Lopinn er alíslenskur, í sauðalitum og í honum er sérvalin lambsull og hann kembdur á Íslandi af Ístex fyrir Ullarverslunina Þingborg. Litaði lopinn okkar og bandið er allt handlitað, umhyggja í hverjum þræði. Anna Dóra Jónsdóttir er höfundur uppskriftar, hún hannar mest úr Þingborgarlopa- og bandi. Lopinn fæst í Þingborg og á www.thingborg.is Þingborg www.thingborg.is facebook/thingborgull 20 19 18 17 16 15 14 13 12 11 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 Reykjavík Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 Lely Center Ísland Landbúnaðarleikföng börn og vél- knúin ökutæki bílar, dráttarvélar, vöruflutninga- eða mjólkurbílar ættu aldrei að nálgast leiksvæði barna. Það er góð hugmynd að girða leikvelli tryggilega af og sjá til þess að vélknúin ökutæki þurfi ekki að snúa eða bakka í námunda við þá. Er þitt bú öruggur og góður vinnustaður? PO RT h ön nu n Kynntu þér leiðbeiningaefni um öryggi og vinnuvernd í landbúnaði á bondi.is Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.