Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 47

Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 47
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júlí 2021 47 Á öllum vinnustöðum á að vera öryggisfulltrúi sem ætlað er að hugsa um öryggi síns sjálfs og vinnufélaga sinna. Á vinnustöðum þar sem bara einn vinnur er sá sem þar vinnur sjálfskipaður öryggisfulltrúi yfir sjálfum sér, en hlutverk öryggisfulltrúans er stundum frekar neikvætt hlutverk sem felst í því að hugsa hvernig vinnan gæti hugsanlega farið á versta veg og að sama skapi finna lausn á því að fyrirbyggja með fyrirbyggjandi aðgerðum eða fræðslu. Í einkalífinu þarf oft að hugsa sem forvarnarfulltrúi og að vera öryggisvörður sjálf síns og fjölskyldunnar. Þegar við förum í sumarfrí þá getur verið ýmislegt sem maður þarf að hugsa um út af örygginu. Er allt með í bílnum sem þarf að vera þar ef eitthvað bjátar á? Heimilið, fjölskyldan og frítíminn Fyrir flestum er vinnan hættulegust, en öðrum eru frístundir hættulegri. Flestir Íslendingar eru það lánsamir að geta tekið sumarfrí og farið í ferðalög eða nýtt frítímann með fjölskyldum og vinum. Oftar en ekki er fjárfest í hjólhýsi, tjaldvagni, fellihýsi eða húsbíl, en allt sem bíllinn þarf að draga og er þyngra en 3.500 kg samanlagt, bíll og kerra, krefst þess að ökumaðurinn sé með kerrupróf. Þetta próf þurfa þeir að taka sem hafa öðlast ökuréttindi eftir að ökuréttindi breyttust 1997. Margir halda að allur kerrudráttur kalli á kerrupróf, en svo er ekki. Bíll og kerra er svolítið flókið, en fyrir mörgum eru þetta ruglingslegar reglur. Í fyrsta lagi má bíll aldrei draga þyngri kerru en bíllinn sjálfur er, í öðru lagi þá heimila fyrstu ökuréttindi (sem mundi vera B) að draga kerru sem er það létt að samanlagður þungi bíls og kerru fari ekki yfir 3.500 kg. Kerran má þá aldrei vera þyngri en eigin þyngd bílsins. Svo er það eitt í viðbót sem fæstir vita um kerrudrátt, en ökuréttindi B er á bíl sem er að 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd (samanber pallbílar og stórir sendibílar). Bíll sem er 3.500 kg er hámarksþyngd ökutækis fyrir B réttindi, en það má bæta við óskráðri kerru allt að 750 kg þannig að heildarþunginn er þá orðin 4.250 kg. Þetta vita mjög fáir og er svolítið furðuleg reglugerð að mínu mati. Það er því ekki alltaf nauðsynlegt að taka kerrupróf til að draga tjaldvagn, fellihýsi eða smæstu hjólhýsi. Þess vegna vil ég benda fólki á að skoða vel þyngd á bíl og því sem á að draga áður en lagt er af stað í ferðalag því ef ökuréttindi eru ekki í lagi miðað við það sem dregið er, eru tryggingar og réttarstaða í ólagi sem þýðir að viðkomandi er skilgreindur próflaus. Gætir verið ótryggður ef vindur er of mikill Það er ekki óalgengt að heyra í veðurfréttum viðvaranir um að varasamt gæti verið að ferðast með aftanívagna sökum vinds og að ferðast á bílum sem taka á sig mikinn vind. Þessar viðvaranir eru m.a. vegna þess að ef tjón verður út af vindi þá er það tjón ekki alltaf bætt vegna þess að búið var að vara við vindi og að viðkomandi hunsaði viðvaranir og ók inn á svæði þar sem vindur var yfir viðmiðunarmörkum. Í síðustu viku varð alvarlegt slys á Akureyri þar sem börn voru að leik í hoppukastala og vindhviða náði að þeyta kastalanum upp af festingum sínum. Þarna var vindur ekki mikill en ein ófyrirsjáanleg vindhviða olli slysi. Það hefur sýnt sig á undanförnum tíu árum að æ oftar berast fregnir af því að þar sem fólk er nánast í algjöru logni þá myndast litlir skýstrókar sem eru að koma fólki gjörsamlega á óvart. Sjálfur lenti ég í þessu fyrir nokkrum árum þar sem ég hafði tjaldað tjaldvagninum mínum á tjaldsvæði. Í morgungöngu með hundinn snarstoppaði hundurinn og horfir aðeins til hliðar. Þá sé ég hvar lítill skýstrókur kom yfir túnið í áttina að mér og stefndi á tjaldvagninn, en ég hafði skilið eftir 30-40 cm órenndan rennilásinn inn í vagninn. Á þennan aumasta blett tjaldvagnsins stefndi skýstrókurinn og inn fór hann. Það skipti engum togum, þarna beint fyrir framan mig splundraði þessi litli skýstrókur vagninum mínum. Það eina í stöðunni var að pakka saman og keyra heim. Við Norðurlandsveg - 560 VarmahlíðSími: 453 8888 - Opið virka daga kl. 9-17 TINDAR Tindar í flestar gerðir af rakstrarvélum, fjölfætlum og sópvindum. SLÁTTUVÉLA- HNÍFAR Í flestar gerðir sláttuvéla. Fylgstu með okkur á velavalehf Minn um á VEFV ERSL UN Véla vals ! ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI KROSSGÁTA Bændablaðsins Lausn á krossgátu í síðasta blaði Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Bænda Smáauglýsingar 56-30-300 STREYMI ATLÖGU F PYLSA B GÓLA SAM- ÞYKKJA Ý ERFIÐI SHJÁLP-RÆÐI Á L U H J Á L P VAÐALL KMÁLMUREYGIR R Ó M AUKASÓL Ú L F U R JS Á I UM- KRINGJA ÓSKUNDI G Y R Ð A S TRUFLAFYRIRBOÐI Ó M A K A VERKFALL U U EYJA Í ASÍU SENDISTVITLEYSU S N A T T I MIS-VIRÐING T TVEIR EINSÓNÁÐA S S RASKSKÁI Ö KRAÐAK YFIR- BRAGÐ VOPN R P J Ó T NÓTANÁLEGA R E DÖKKT S V A R T VESSAS P A R Í S TÍÐKA I Ð K A REIÐIVISTA U R GLEIKUR D V A L I SAMTÖK K HUGSÝNNHNÍFUR I N N S Æ RMÓKSÓMI R A SPLÆST ÚTSTÁELSIUNDIREINS R A N D BORGSLEPPA M E K K AÆ Á PANTAYFIRTAKA B Ó K A SKAMMAEFTIRSÓKN Á L A S A HYGGJA F T R O Ð A FRÁBÆRVÍK F L O T T TVEIR EINSÞEI T TÞJAPPA T Ú Ð A STREÐ B A K S FORIRTVEIR EINS A U R A STÚTUR EIN- HVERJIR U R M A I Ð R A GEÐ- VONSKA S Ó T L JURT U R N A D D FÝLDUR Í S S Ú A RS SKIPAST H Ö FU N D U R B H • B R A G I@ TH IS .I S • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET 154 RELL ÓSKIPTAN SLENGJAST SKORTUR FÁLÁTUR HAFGOLA TROSNA PUKURS- LEGUR KOKKA ÓSKUÐU ÁVÍTUR SVALL TUNGUMÁL SJÁ ÞRÆTU GATA FÝLA HLERI RAKKAR LÍTIÐ MANN- FÆLIN BRUÐLA JAPLAKK NAFN TÓNN SIÐS KULVÍS AFBROT VÆTL RÁNDÝR EFNI ERFIÐI FÖLNI VÍTT VARKÁRNI DRYKKUR MAK MÓTMÆLA RATVÍS FENGUR SKÍMA NAGDÝRI GLUFA TVEIR EINS LITLAUS TÍSKU ÆPA ÓBYGGÐIR ÁTT SÉR- HVERJA GROBBINN SIGTI SAMTÖK SULL SLEIT VOND TVEIR EINS BRÁÐRÆÐIFRUMEIND KRAFTUR SEPI TRUFLUN FÓÐRA FÆÐI SKADDAÐ GALSI H Ö FU N D U R B H • B R A G I@ TH IS .I S • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET 155 Þessi fór frekar hægt, en örugglega samt. Að vera viðbúinn því versta Það var óhugguleg sjón að sjá tjaldvagninn tútna út eins og fallhlíf og splundrast svo á nokkrum sekúndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.