Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júlí 202130 LÍF&STARF Feima gallerí opnað í gamla frystihúsinu á Dalvík: Áhersla á fallega gjafa- og nytjavöru Feima gallerí hefur verið opnað í skrifstofurými gamla frystihússins á Dalvík, en að baki því standa fjórar konur í Dalvíkurbyggð, þær Lína Björk Ingólfsdóttir, Monika Margrét Stefánsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir og Guðrún Inga Hannesdóttir. Þær hafa allar um árabil unnið við handverk og hönnun og eða komið að rekstri gallería. Þannig rak Lína galleríið Iðju og síðar „Dóttur skraddarans“ á Dalvík í rúman áratug, hún hefur unnið í leir í ríflega aldarfjórðung og sótt ótal námskeið. Monika Margrét rekur Keramik­ loftið á Árskógssandi en segja má að hún hafi alist upp innan um keramik, því móðir hennar rak samnefnt fyrirtæki á Akureyri allar götur frá árinu 1991. Sigríður rak galleríið Stjörnuna á Dalvík en hún er þekktust fyrir glervörur og hefur starfað sjálfstætt í þeim geira frá árinu 2004. Að auki þrykkir hún einnig á tau. Guðrún Inga er graf­ ískur hönnuður að mennt og er með laserskornar vörur hjá Daley hönnun á Dalvík. Hún hefur hann­ að töluvert af minjagripum fyrir Gallerí Gullsól í Grímsey í gegnum tíðina. Fjölbreytt úrval af handverki Stöllurnar taka auk eigin handverks einnig inn í galleríið fjölbreyttar vörur frá handverksfólki sem tengist Dalvíkurbyggð. Þær segja að handverksfólk í byggðarlaginu vinni við alls kyns handverk, þar kenni margra grasa og þær vilji gefa fólki kost á að sjá úrvalið á einum stað. Alls er í boði handverk frá tæplega 20 manns til að byrja með. Þær segja Feimu bæði fyrir heimafólk og ferðalanga sem fari um, en engir minjagripir eru í boði heldur er áhersla á fallega gjafa­ og nytjavöru. Auk þess sem opið er í galleríinu frá miðvikudegi til sunnudags er stefnt að því að hafa nokkra útimarkaði í porti framan við húsið í sumar. /MÞÞ Gallerískonur f.v. Monika Margrét Stefánsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Lína Björk Ingólfsdóttir og Guðrún Inga Hannesdóttir, en þær hafa opnað Gallerí Feimu í húsnæði gamla frystihússins á Dalvík. AF VETTVANGI BÆNDASAMTAKANNA Að mínu mati eru byggðamál og hagsmunir landbúnaðarins það samofnir að um órjúfanlega heild er að ræða. Byggðamál eru eitt stærsta sameiginlega hags- munamál landbúnaðarins og hefur fengið mikið vægi m.a. á Búnaðarþingum og í daglegu starfi Bændasamtakanna. Þróunin hefur verið sú að ríkisstuðningur við landbúnað hefur færst frá því markmiði að greiða eingöngu niður matvæli til neytenda í það að styðja við aðra þætti eins og varðveislu menn­ ingarverðmæta, atvinnu sköpun og brothættar byggðir. Nauðsynlegt er á hverjum tíma að þróa stuðn­ ing við land búnað í takt við þarfir helstu hagaðila sem eru búvöru­ framleiðslan og neytendur. Með stuðningnum er ekki bara átt við það ríkisframlag sem er í formi beingreiðslna til bænda, heldur líka það starfsumhverfi sem að landbúnaður býr við, t.d. í formi tollasamninga, aðgengis að fjár­ magni, skattlagningar, hvata til nýsköpunar, rannsókna og fag­ menntunar. Í árslok 2020 var birt í sam­ ráðs gátt stjórnvalda Grænbók byggðaáætlunar sem ætlað var að meta stöðu byggðamála og vera grundvöllur fyrir nýja stefnu­ mótun í byggðamálum til 15 ára. Umsagnarfrestur var gefinn til og með 25. janúar síðastliðinn og skiluðu Bændasamtök Íslands inn umsögn um málið. Í kjölfar­ ið vegna mikilvægi málsins var skipaður starfshópur sem hafði það hlutverk að draga fram til­ lögur Bændasamtakanna í Hvítbók byggða áætlunar, tengdum land­ búnaði og starfsumgjörð land­ bún aðar greina. Í starfshópnum sátu auk undirritaðar, Karvel Karvelsson, framkvæmdastjóri Ráðgjafarmiðstöðvar land­ bún aðarins, og Katrín María Andrés dóttir, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda. Starfshópurinn skilaði af sér skýrslu í lok apríl til stjórnar, sú skýrsla var síðan lögð til grund­ vallar við umsögn samtakanna um Hvítbók um byggða mál. Starfshópurinn setti sér það markmið í upphafi að hafa það verklag uppi að fá grasrótina með í því að móta áherslurnar. Því var auglýst eftir tillögum meðal félagsmanna, aðildarfé­ laga og starfsmanna samtakanna. Ánægjulegt var hvað margar til­ lögur bárust og hvað þær sner­ ust oft um ólíka hagsmuni. Víða mátti samt greina samhljóm og voru innviðir í nærsamfélaginu oftast nefndir. Við úrvinnslu var reynt að setja tillögurnar í sam­ hengi við gildandi áætlanir og stefnumörkun. Tillögurnar voru jafnframt flokkaðar eftir því hvar líklegast væri að þær fengju skoðun og framgang miðað við þá verkaskiptingu sem uppi er milli ríkis, sveitarfélaga, búvöru­ samninga, byggðaáætlunar o.fl. Starfshópurinn lagði ekki efn­ islegt mat á tillögurnar sem bár­ ust, að öðru leyti en því að flokka þær eftir því hvar þær ættu helst heima ef þær ættu að koma til framkvæmda. Þannig var engri hugmynd í rauninni hafnað, en kunni tillögur að stangast á verður að ákveða í næstu skrefum hvern­ ig með það skuli unnið. Jafnframt var lagt til grundvall­ ar í vinnunni þær stefnumarkandi tillögur sem gerðar hafa verið m.a. á Búnaðarþingum og álykt­ unum á aðalfundi aðildarfélaga Bændasamtakanna. Núgildandi byggðastefna Í upphafi vinnunnar var lagt mat á aðgerðaáætlun sem sett var fram af hálfu stjórnvalda sem tengjast landbúnaði eða þeim ábendingum sem bárust. Ýmislegt hefur áunn­ ist í hinum fjölbreytilegustu verk­ þáttum á undanförnum árum, sem er ánægjulegt. Styrking búsetu­ skilyrða og innviða í dreifbýli er þó í eðli sínu markþætt málefni og lýkur í raun aldrei að fullu. Í eftirtöldum skilgreindum verk­ efnum hefur settum markmiðum verkefnistímabilsins verið náð og telst þeim lokið, að því marki sem fyrri áætlun gerði ráð fyrir: Ísland ljóstengt, efling rannsókna og vísindastarfsemi, verslun í strjálbýli, svæðisbundin flutnings­ jöfnun, nýsköpun í matvælaiðnaði og bújarðir í eigu ríkisins. Fleiri verkefni eru þó enn í vinnslu og er þar á meðal mál sem ítrekað hefur verið rætt á Búnaðarþingum sem er jöfnun á raforkukostnaði. Markmið sem sett var fram er: „Að stuðla að aukinni jöfnun orkukostnaðar í dreifbýli og þétt­ býli, bæði hvað varðar dreifingu á raforku og húshitunarkostnað. Unnið verði að því að jafna mun á orkukostnaði, t.d. hvað varðar húshitunarkostnað, sem er mun hærri á þeim stöðum sem ekki búa við möguleika á hitaveitu með jarðvarma.“ Það má geta þess að í frumvarpi til fjárlaga 2021 og fjármálaáætlun 2021–2025 er kveðið á um 730 m.kr. hækkun á framlagi til jöfnunar á dreifi­ kostnaði raforku á árinu 2021. Jafnframt hefur verið unnið að greiningu á regluverki og þörf á þrífösun og varaafli. Önnur mikil­ væg mál sem eru enn í vinnslu og sett hafa verið markmið um eru; jöfnun flutningskostnaðar vegna verslunar, uppbygging á innviðum fyrir endurnýjanlega orku á landi og í höfum, skilgreining á opin­ berri þjónustu og jöfnun aðgengis, þrífösun rafmagns, flutningskerfi orku og aukið orkuöryggi, stuðn­ ingur við byggingu smávirkjana, hagstæð lán fyrir landbúnað, fjöl­ breytt atvinnutækifæri um allt land, fjármagn til nýsköpunar, sértæk verkefni sóknaráætlana­ svæða, stuðningur við brothættar byggðir, varmadæluvæðing á köldum svæðum, náttúruvernd og efling byggða og fagmennska á sviði innviða á náttúruverndar­ svæðum. Þegar litið er yfir þessi mik­ ilvægu hagsmunamál dreifbýlis­ ins er augljóst að hagsmunirnir fara saman. Mikilvægt er að gera stefnumörkun til framtíðar og meta þann árangur sem næst með þeim aðgerðum sem ýtt er úr vör. Landbúnaður og búvörusamningar Ýmsar af þeim ábendingum sem bárust varða það fyrirkomulag og stuðningsform sem landbúnaður býr nú við. Þannig eru atriði sem beint er tekið á í búvörusamn­ ingum og ættu helst að koma til álita við endurskoðun og/eða gerð þeirra. Margir bændur nefndu toll­ vernd í þessu samhengi og mik­ ilvægi hennar. Tillögur bárust sem varða félagsauð og þörf fyrir markvissari uppbyggingu hans. Þeim tækifærum og starfsum­ gjörð þeirra einstaklinga sem búa og starfa í dreifbýli. Talin var þörf fyrir heildarendurskoðun á tryggingamálum bænda og þar með talið lögum um Bjargráðasjóð ásamt afleysingaþjónustu fyrir bændur vegna veikinda og slysa. Aukið vægi skógræktar og stuðn­ ingur við úrvinnslu á skógarnytj­ um. Lagt var til að gera átak í jarðrækt, rannsóknum og þjón­ ustu. Skipun fagráðs í jarðrækt samkvæmt heimild í lögum sem styðji við markvissa og virðisauk­ andi nýtingu lands og fjölbreytta framleiðslu. Talið var að sóknarfæri væri fyrir frumkvöðla með land­ búnaðartengd verkefni að ná til sín stærri hlut þess fjármagns sem ætlaður er til þróunar­ og nýsköpunarstarfs með tilkomu Matvælasjóðs. Umsóknarferlið í sjóðinn mætti vera aðgengilegra og finna þarf stað fyrir þau verk­ efni sem Framleiðnisjóður styrkti áður en falla ekki beint undir matvælaframleiðslu. Fram kom að framlög búvörusamninga geti nýst með öðrum byggðatengdum stuðningsúrræðum s.s. flutnings­ jöfnunarstyrkjum, verkefnum á borð við ,,brothættar byggðir“ o.fl. Þannig mætti t.d. beita fjöl­ breyttari fjárfestingastuðningi í landbúnaði sem viðbótarstuðningi í byggðaverkefnum svo dæmi sé tekið. Beita þarf úrræðum í gegnum skattkerfið til að styrkja byggða­ aðgerðir og búsetuskilyrði í dreif­ býli. Þá er jafnframt nauð synlegt að horfa til samgangna og svæðis­ bundinna aðstæðna. Þannig hafa vegalengdir ekki úrslitaáhrif á aðgengi að þjónustu, t.d. á svæð­ um sem búa við lélegar samgöng­ ur eða litlar fjarskiptatengingar, þrátt fyrir að vera í raun tiltölulega stutt frá næsta byggðakjarna. Í framlögðum tillögum til starfshópsins kom fram vilji að skoða hvort og með hvaða hætti rétt væri að svæðistengja kvóta og greiðslumark, líkt og gert hefur verið með byggðakvóta í sjávarútvegi. Eðlilegt er að vísa þeirri umræðu til gerðar búvöru­ samninga og til viðkomandi búgreinar þar sem umgjörð um framleiðsluskilyrði er mótuð. Vert er að benda á að svæðistengingu greiðslumarks eða viðbótar­ stuðning á grundvelli búsetu má auðveldlega útfæra með öðrum byggðatengdum stuðningsaðgerð­ um. Í inn sendum tillögum var lagt til að auka sveigjanleika varðandi aðlögunar samninga í sauðfjár­ rækt. Slíkt þyrfti að bjóðast oftar en einu sinni á ári og þá þyrfti að vera hægt að velja um fleiri og fínlegri fækkunarþrep. Hér er rétt aðeins tæpt á þeim fjölmörgu áherslum sem dregnar voru fram. Ekki er verið að fjalla um einstaka liði þeirra eða útfær­ slu, enda væri það of langt mál. Eins og fram hefur komið er ekki búið að leggja mat á innsendar tillögur í tengslum við stefnu einstakra búgreina. En þær ættu að nýtast áfram í þá vinnu sem fram undan er t.d. við endurskoðun og gerð búvörusamninga. Það voru einnig fjölmög mikilvæg atriði til­ greind sem snúa að skipulagsmál­ um, landnýtingu og gerð áætlana, innviða og fleiri málaflokkum sem þarf að taka upp á vettvangi ríkis og sveitarfélaga. Ljóst er að félagsauður sam­ takanna er mikill og er auðlind sem vert er að horfa til í vinnu sem þessari. Ég vil því að lokum færa sérstakar þakkir til þeirra félags­ manna sem sýndu málinu áhuga og lögðu fram sitt framlag. Guðbjörg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá BÍ Byggðamál og hagsmunir landbúnaðarins órjúfanleg heild Guðbjörg Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.