Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júlí 202112 FRÉTTIR Starfsmenn RARIK undirbúa spennusetningu aðveitustöðvarinnar. Myndir / RARIK Ný aðveitustöð á Hnappavöllum tekin í notkun: Vel séð fyrir orkuþörf svæðisins til framtíðar – Dregið úr líkum á rafmagnstruflunum Ný aðveitustöð RARIK var tekin í notkun á Hnappavöllum í Öræfa­ sveit fyrir skömmu en hún mun auka afkastagetu og afhendingar­ öryggi rafmagns á svæð inu til muna. Rafmagnsálag í Suður sveit og Öræfum hefur aukist veru­ lega síðustu ár samfara fjölgun ferða manna og með tilkomu hó tels sem opnað hefur verið á Hnappavöllum. Forse nda þess að hægt var að reisa nýja aðveitustöð á svæðinu var að Landsnet legði til nýjan afhendingarstað raforku frá byggða­ línu á Hnappavöllum, en áður var raforka fyrir þetta svæði afhent frá Hólum í Hornafirði. Frá Hólum er um 130 kílómetra 19 kV háspennu­ lögn að Skaftafelli sem annað hefur raforku á svæðinu vestan Hornafjarðarfljóts, það er Mýrum, Suðursveit og Öræfum. Þar af eru um 120 kílómetrar í háspennujarð­ streng. Þegar undirbúningur að hót­ elinu á Hnappavöllum hófst árið 2015 var strax ljóst að 19 kV kerfið myndi ekki anna þeirri aukningu sem því fylgdi án sér­ stakra aðgerða. Því óskaði RARIK eftir að Landsnet legði til nýjan afhendingarstað frá byggðalínunni í Öræfum og á meðan beðið hefur verið eftir varanlegri lausn hefur RARIK gripið til margvíslegra bráðabirgðalausna til að anna álaginu, m.a. með því að hafa þar varaaflstöð til að framleiða inn á kerfið á mesta álagstíma. Trygg staðsetning og byggt yfir allan búnað Nýr afhendingarstaður Landsnets og aðveitustöð RARIK sem nú hafa verið tekin í notkun eru undir Kvíáröldu austan við bæinn Hnappavelli, sem telst trygg stað­ setning með tilliti til hugsan legra jökulflóða. Byggt er yfir allan búnað RARIK og Landsnets á Hnappavöllum. Þetta kemur fram á vefsíðu RARIK og þar er einnig haft eftir Tryggva Þór Haraldssyni forstjóra að nú verði hægt að mæta verulega auknu álagi í Suðursveit og Öræfum, en raforkuflutningur inn á það svæði sé nú bæði frá Hólum og Hnappavöllum. „Það er því vel séð fyrir orku­ þörf svæðisins til langrar framtíðar um leið og dregið er úr líkum á raf­ magnstruflunum,“ segir Tryggvi Þór. /MÞÞ Aðveitustöð RARIK að Hnappavöllum í Öræfasveit. Með tilkomu aðveitustöðvar á Hnappavöllum verður nú hægt að afhenda rafmagn til svæðisins úr tveimur áttum. Áður annaði aðveitustöðin á Hólum ein og sér orkuþörf viðskiptavina á um 130 km svæði. Nýtt tengivirki Landsnets og aðveitustöð RARIK eru undir Kvíáröldu austan við bæinn Hnappavelli. Þessi staðsetning telst trygg en hún var meðal annars valin með tilliti til hugsanlegra jökulflóða. Aðalfundur Framsýnar stéttarfélags: Verkalýðsfélagið kolefnisjafnar starfsemina með plöntun trjáa – Segir græna skatta bitna á láglaunahópum „Við erum afskaplega stolt af þessu framtaki og teljum okkur fyrst stéttarfélaga til að kolefnisjafna okkar starf semi. Þetta er ákveðið frum kvæði sem við tökum með þessu og vonum að fleiri fylgi á eftir. Fulltrúar verkalýðsfélaga eru mikið á ferðinni, bæði í akstri og flugi og með þessu sýnum við ákveðið frumkvæði og tökum á málum. Vonandi fylgja fleiri fordæmi okkar,“ segir Aðalsteinn Árni Baldurs son, formaður Framsýnar í Þingeyjar­ sýslu. Framsýn stéttarfélag afhendi aðalfundar gestum á dögunum 50 plöntur til að gróðursetja. Tilgangurinn var að kolefnisjafna starfsemi félagsins en samkvæmt útreikningum þurfti 50 skógar­ plöntur til að kolefnisjafna starf Framsýnar á liðnu ári, þ.e. á móti akstri starfsmanna og annarra félagsmanna sem ferðuðust akandi á vegum félagsins á liðnu ári. Ósk Helgadóttir, varaformaður Framsýnar, ræddi um þá ákvörðun að kolefnisjafna aðalfundinn og aðra starfsemi á vegum félagsins. Hún sagði að verkalýðshreyfingin væri baráttuafl nú eins og þegar félagið var stofnað fyrir 110 árum, þó áskoranir sem inn á hennar borð komi séu með öðrum hætti. Eitt af stóru málum hreyfingarinnar nú væri jafnframt stærsta áskorun samtímans, loftslagsbreytingar af mannavöldum. Réttlát umskipti „Þær hafa þegar haft víðtæk áhrif á efnahags­ og atvinnulíf þjóða og þar með lífskjör og afkomu almennings um allan heim. Við sjáum afleiðingar þessara breytinga á jörðinni. Jöklar bráðna, yfirborð sjávar hækkar, vistkerfi raskast og öfgar í veðurfari aukast. Auk þess verða breytingar á lífsskilyrðum í sjó vegna breytinga á straumum, sýrustigi og seltu,“ sagði Ósk á að­ alfundinum. Alþjóðlega verkalýðshreyfingin hefur þróað ramma utan um sam­ félagsbreytingar næstu ára undir yfirskriftinni „réttlát umskipti“. Grunnstefið í réttlátum umskipt­ um er að breytingarnar þurfi að vera réttlátar gagnvart launafólki, ekki síst í þeim atvinnugreinum sem munu gjörbreytast eða jafnvel hverfa í tengslum við tækniþróun og aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Samhliða því er tekist á við áhrif nýrrar tækni, gervigreindar og sjálf­ virknivæðingar. Grænir skattar bitna á láglaunahópum „Það væri óskandi að ráðamönnum þjóðarinnar muni auðnist að stíga fram í sama takti og verkalýðshreyfingin og að „réttlát umskipti“ komi til með að þýða það í raun. Þær aðgerðir sem stjórnvöld grípa til þegar ráðist er í aðgerðir gegn loftslagsbreytingum mega ekki verða til þess að auka á hlut hinna fáu í verðmætum samfélagsins. Í því sambandi hefur ASÍ bent á að grænir skattar, eins og til að mynda kolefnisskattur, bitni helst á lágtekjuhópum sem hafa ekki möguleika á að skipta yfir í rafbíla, á meðan efri tekjuhópar nýta sér frekar skattaafslætti sem ívilnanir fyrir vistvæn ökutæki fela í sér.“ /MÞÞ Gestir á aðalfundi Framsýnar fengu íslenska birkiplöntu eftir fundinn og voru beðnir um að gróðursetja þær svo þær mættu vaxa og dafna. Með þessum táknræna hætti kolefnisjafnaði Framsýn, líklega fyrst stéttarfélaga hér á landi, aksturinn sinn. Varaformaður Framsýnar, Ósk Helgadóttir, vildi kalla það að greiða skuldina við landið. Hér er Ósk með formanni félagsins, Aðalsteini Árna Baldurssyni. Sigurveig Arnardóttir, Húsavík og Agnes Einarsdóttir, Baldursheimi, Mývatnssveit, ánægðar með birkiplöntuna. Kristján Önundarson, Raufarhöfn og Þórir Stefánsson, frá Hólkoti í Reykjadal, nú búsettur á Húsavík, kampakátir og tilbúnir að fara út að planta. Þórdís Jónsdóttir, Hraunbæ, Aðaldal og Ragnhildur Jónsdóttir frá Fjöllum í Kelduhverfi með sínar plöntur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.