Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júlí 202120
Orkustofnun hefur enn á ný upp
fært gögn sín um uppruna raf
orku sem hér er framleidd með
vatnsorku og jarðhita. Þessi orka
sem á að heita í það minnsta
99,98% endurnýjanleg, er það
ekki, allavega á pappírunum.
Það er vegna sölu íslenskra
orku fyrirtækja á aflátsbréfum
(uppruna ábyrgðum) m.a. til
meng andi orkufyrirtækja og
iðnaðar í Evrópu.
Til að fyrirtæki sem kaupa
uppruna ábyrgðirnar frá Íslandi geti
sagst nota hreina orku verðum við
Íslendingar að skrifa inn í okkar
upprunabókhald um raforku, að
hreina orkan sé að mestu framleidd
með kolum, olíu, gasi og kjarnorku.
Það er samt bara í plati því að
samkvæmt Evróputilskipunum
þarf ekki einu sinni að ræða
það á virðulegum fundum um
loftslagsmál, hvaðan sú mengun
kom upphaflega eða hvert hún fer
í raunveruleikanum.
87% raforka á Íslandi sögð
framleidd með jarðefnaeldsneyti
og kjarnorku
Samkvæmt nýjustu tölum Orku
stofnunar var uppruni raforku sem
framleidd er á Íslandi á árinu 2020
sá að 57% orkunnar var framleidd
með jarðefnaeldsneyti. Þá var
30% raforkunnar framleidd með
kjarnorku, en aðeins 13% með
vatnsafli og jarðhita. Hlutfallsleg
sala aflátsbréfa í fyrra var greinilega
heldur minni en árið 2019 sem
stafar líklega af Covid19. Þá var
hlutfall jarðefnaeldsneytis í skráðum
uppruna orku á Íslandi 57%, en
kjarnorku 34% og því var uppruni
hreinnar orku þá sagður nema 9%.
Íslenskir ráðamenn tala mikið
um loftslagsmál og skreyta sig þá
gjarnan með margvíslegum tölum.
Athygli vekur þó að þeir skuli aldrei
vitna í sölu aflátsbréfanna eða
upprunavottorða eins og þau heita á
fínu máli, né tölfræði Orkustofnunar
um uppruna raforku.
Um 7,2 milljónir tonna af
koldíoxíði og 20.660 tonna af
geislavirkum úrgangi
Samkvæmt tölum Orkustofnunar er
afleiðing af sölu aflátsbréfanna sú að
á síðasta ári höfum við Íslendingar
verið að losa (á pappírunum) 377,91
gramm af koldíoxíði fyrir hverja
einustu framleidda kílówattstund af
raforku. Þá vorum við líka að losa
1,08 grömm af geislavirkum úrgangi
á hverja einustu kílówattstund af
framleiddri raforku.
Á Íslandi voru framleiddar 19.130
gígawattstundir (GWh) af raforku á
árinu 2020 með endur nýjanlegum
orkugjöfum og 3 GWh með jarð
efna eldsneyti. Það samsvarar
19.130.000 megawattstundum eða
19.130.000.000 (19,1 mill jarði)
kílówattstunda af grænni orku.
Vegna seldu upprunavottorðanna
segja tölur Orkustofnunar að
Íslendingar hafi verið að losa
377,91 g/kWh x 19.130.000.000
kWh, eða 7,2 milljónir tonna af
koldíoxíði á síðasta ári. Einnig að
við höfum losað 1,08 g/kWh af
geislavirkum úrgangi vegna okkar
„hreinu“ raforkuframleiðslu, eða í
heild 20.660 tonn.
Reynt að klóra yfir
augljósa blekkingu
Til að breiða yfir þennan fáránleika,
þá er af Orkustofnun, jafnhliða
þessari skráningu, gefin út sértæk
yfirlýsing ár hvert um að þrátt fyrir
að við tökum að okkur að skrá losun
sem fram fer í öðrum löndum, þá sé
raforkan á Íslandi samt að stærstum
hluta framleidd með vatnsorku og
jarðhita. Það getur varla þýtt annað
en að verið sé að blekkja neytendur
þeirra fyrirtækja sem kaupa
uppruna ábyrgðirnar og segja þeim
að þau fyrirtæki noti hreina orku
frá Íslandi sem sannarlega er alls
ekki raunin. Þetta hafa kaupendur
uppruna vottorða staðfest m.a. hér í
Bændablaðinu.
Samkvæmt tilskipun frá ESB
Þessi leikur er stundaður með vísan
í reglugerð nr. 757/201. Með lögum
nr. 30/2008 með síðari breytingum,
var innleitt ákvæði tilskipunar nr.
2009/28/EB um útgáfu uppruna
ábyrgða vegna raforku sem fram
leidd er með endurnýjanlegum
orkugjöfum. Þá segir orðrétt í yfir
lýsingunni:
„Þegar upprunaábyrgðir vegna
framleiðslu á endurnýjanlegri orku
eru seldar frá Íslandi til Evrópu,
þarf við framsetningu gagna vegna
raforkusölu á Íslandi að taka inn í
útreikninga hér á landi samsvarandi
magn af raforku sem seld er í Evrópu.
Í íslenskum gögnum koma þess
vegna fram orkugjafar sem annars
eru ekki notaðir til orkuframleiðslu
hér á landi en eru notaðir í Evrópu.
Með þessu móti er komið í veg fyrir
tvítalningu á upprunaábyrgðum.“
Síðan segir í niðurlagi yfir lýsingar
innar:
„Samkvæmt tilskipun 2009/28/
EB er losun koldíoxíðs ekki meðtalin
við útreikning á magni losunarefna
vegna raforku fram leiddrar
með vatnsorku eða jarðvarma.
Þar sem framleiðsla á raforku
með jarðefnaeldsneyti er aðeins
0,02% af heildarframleiðslu er
losun koldíoxíðs ekki mælanleg í
íslenskri raforkuframleiðslu. Losun
koldíoxíðs og geislavirks úrgangs
er því eingöngu sett fram vegna
uppruna raforku, að teknu tilliti til
seldra upprunaábyrgða.“
Þetta segir að losun vegna sölu
upprunavottorða sé því utan sviga
í loftslagsumræðunni, þó mengun
frá raforkuframleiðslu með kolum,
FRÉTTASKÝRING
Hörður Kristjánsson
hk@bondi.is
7,2 milljónir tonna
af CO2
13%
30%57%
Uppruni raforku á Íslandi 2020
Endurnýjanleg raforka Kjarnorka Jarðefnaeldsneyti
Bændablaðið / HKr.Heimild: Orkustofnun
69%
0%
31%
Skipting endurnýjanlegrar
raforkuframleiðslu á Íslandi 2020
Vatnsorka Vindorka Jarðhiti
Heimild: Orkustofnun Bændablaðið / HKr.
Raforkuframleiðsla á Íslandi 2020
Endurnýjanleg raforka [RES] GWh Hlutfall
Vatnsorka 13.160
Jarðvarmi 5.961
Vindorka 7
Samtals 19.127 99,98%
Jarðefnaeldsneyti [Fossil]
Jarðefnaeldsneyti 3 0,02%
Alls 19.130 100%
100%
0%
Raforkuframleiðslan á Íslandi
eftir orkugjöfum 2020
Endurnýjanleg raforka Jarðefnaeldsneyti
Heimild: Orkustofnun Bændablaðið / HKr.
Samkvæmt nýjustu gögnum Orkustofnunar í júní 2021.
Upprunavottorð sem belgíska fyrirtækið Bolt gaf út vegna endursölu á
íslenskum upprunaábyrgðum til sinna viðskiptavina. Fyrirtækið sérhæfir
sig í endurnýjanlegri orku.
þann 7. ágúst 2020 skilaði Koen Kjartan Van de Putte, fulltrúi fyrirtækisins Bolt
í Belgíu, 1.000 upprunaábyrgðum til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra
með hvatningu um að Íslendingar hættu að selja upprunaábyrgðir. Þessar
upprunavottanir samsvöruðu 1.000 megawattstundum af raforku sem
ranglega voru sagðar keyptar frá Íslandi.
Í yfirlýsingu frá belgíska
orkusölu fyrirtækinu Bolt sem
send var út þegar uppruna vott
orðunum þúsund var skilað til
Íslands segir m.a.:
„Hættið að selja uppruna
ábyrgðir. Þær halda aftur af fram
leiðslu grænnar orku í Belgíu!
Íslendingar vita að allt þeirra
rafmagn er grænt. Belgískir
neytendur sem kaupa rafmagn
tengt grænum íslenskum
uppruna ábyrgðum telja ranglega
að rafmagn þeirra sé líka
sannarlega grænt. Staðreyndin
er að það er bara hægt að
framleiða og nota græna orku
einu sinni, rétt eins og maður
notar ekki sömu krónuna tvisvar.
Þessi tvöfeldni er ekki grænum
orkuskiptum í Evrópu til góða,“
segir Pieterjan Verhaeghen,
stofnandi og forstjóri Bolt.
Síðan segir í yfirlýsingunni:
Nota ábyrgðarbréfin til
grænþvottar á sölusamningum
„Á Íslandi er öll orka framleidd
með endurnýjanlegum hætti.
Íslenskir orkuframleiðendur fá
„upprunaábyrgðir“ sem þeir svo
selja belgískum framleiðendum
óhreinnar orku. Þeir aftur nota
ábyrgðarbréfin til grænþvottar á
sölusamningum sínum. Þannig
telja bæði Íslendingar og Belgar
að orkan sem þeir nota sé græn.
En það er vitanlega ómögulegt,
kílóvattsstundin verður bara notuð
einu sinni. Hin kílóvattsstundin
er óhrein. Umskiptin yfir í græna
orku er eitt mikilvægasta verkefni
okkar tíma. Þau styðja baráttuna
gegn loftslagsbreytingum og
varðveislu jarðar. Þetta er
sameinað átak sem kallar á
samstarf bæði fólks og landa, í
þágu okkar allra.“
Hættið að selja upprunaábyrgðir!