Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 35
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júlí 2021 35 HÁ verslun ehf tók við umboði Husqvarna byggingavörum á Íslandi þann 11. júní. • Steinsagir • Kjarnaborvélar • Jarðvegsþjöppur • Sagarblöð • Kjarnaborar Víkurhvarfi 4 203 Kópavogur Opið mán. - fös. kl. 8-17. S. 588-0028 haverslun.is Husqvarna Construction Products Þjónustuverkstæði og varahlutir Hægt er að tengja tvo síma í einu. Tenging við Bluetooth talstöðvar. Bleikar og bláar skeljar, hljóðnemahlíf og auka púðar fylgja. Peltor heyrnarhlífar XPI WS ALERT APP með hleðslutæki og bluetooth Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi s. 550 3000 er með til sölu jörðina Goddastaði í Laxárdal Dalabyggð. Húsakostur m.a. myndarlegt steinsteypt íbúðarhús byggt árið 1976. Húsið er á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr stærð samtals 299,1 fm. Tvær íbúðir eru í húsinu. Á efri hæð er andyri og eldhús, þvottahús baðherbergi og fjögur svefnherbergi og stofa. Á neðri hæð er andyri, tvö svefnherbergi, stofa, eldhús og þvottahús. Einnig eru fjárhús, hlöður og geymslur allt eldri hús. Kalt vatn frá samveitu. Landstærð er talin vera um 320 hektarar. Jörðin er aðili að Veiðifélagi Laxár og eru veiðitekjur töluverðar. Á Goddastöðum var búið með sauðfé. Gæti hentað vel m.a. í skógrækt og eða ferðaþjónustu. Áhugaverð jörð á söguslóðum Laxdælu. Nánari upplýsingar í síma 550 3000 eða á netfangið magnus@fasteignamidstodin.is Goddastaðir í Laxárdal Árnanes (Höfn 6km) Vönduð gisting í fallegu umhverfi, fjölbreytt afþreying. Leitið tilboða. www.arnanes.is / arnanes@arnanes.is / S. 478-1550 & 896-6412 Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Fjölærar plöntur, eða fjölær ­ ingar, eru allar plöntur sem lifa lengur en eitt ár en þó er ákveðin málvenja að nota þetta hugtak fjölær ingar aðallega um jurt­ kenndar plöntur sem fella blöð og stöngla yfir veturinn og lifa kuldann og trekkinn af sem forðalíffæri í jarðveginum. Velja vaxtarstað við hæfi Í garðplöntustöðvum er ótrúlega fjölbreytt úrval af fjölæringum sem henta fyrir hvers konar vaxt- arstaði í garðinum, nema kannski helst undir kjallaratröppum í niða- myrkri, þar væri heppilegra að nota plastblóm. Fjölæringar eru seldir í pottum og eru pottarnir misstórir eftir því hversu mikið rými plönturnar þurfa. Við gróðursetn- ingu þessara plantna er nauðsyn- legt að velja þeim vaxtarstað við hæfi og gefa garðyrkjufræðingar góð ráð um það, hér er átt við það hvort vaxtarstaðurinn sé sólríkur eða skuggsæll, vindasamur eða í skjóli, jarðvegurinn þurr eða rakur og svo framvegis Þegar staðsetningin er á hreinu er búin til hola sem er ríflega stærð pottsins á stærð, lífrænum áburði eins og moltu eða búfjáráburði komið fyrir í holunni ef um stór- vaxnar plöntur er að ræða en stein- hæðaplöntur eða aðrar plöntur sem eru nægjusaman þurfa ekki svona langtímanesti með sér. Plantan er losuð varlega úr pottinum og henni komið fyrir í holunni þannig að hún standi svipað djúpt og áður og svo er moldinni mokað varlega að rót- unum, þjappað hæfilega niður með plöntunni til að tryggja að ekki séu loftrými meðfram rótakerfinu. Svo er að sjálfsögðu vökvað vel yfir. Ef plantan er ekki á nákvæmlega réttum stað er svo lítið mál að taka hana upp og flytja hana um set, blómabeð eru sem betur fer ekki klöppuð í stein og um að gera að færa til plöntur sem ekki eru rétt staðsettar. Fjölyrtar og fjölærðar! Til gamans má svo láta fljóta með nokkrar orðskýringar sem tengjast þessum plöntuhópi en oft vefst fyrir leikmönnum hið sérhæfða tungutak garðyrkjunnar, sérstaklega þegar kemur að fjölærum plöntum. Fjölærar plöntur eru plöntur sem lifa í fleiri en eitt ár. Þetta getur afbakast á ýmsan hátt, stundum er beðið um fjölærðar plöntur (væntanlega plöntur sem eru settar saman í hóp og öskrað á þær þar til þær ærast), fjölyrtar plöntur (plöntur sem svara þegar talað er við þær og samkjafta ekki), fjölrænar plöntur (plöntur sem eru ekki við eina fjölina felldar í ástarmálum) og síðast en ekki síst fjölhærðar plöntur (væntanlega kafloðnar á ýmsum stöðum). /gh Fjölærar plöntur Blómabeð með fjólubláum og gulum litum. ÞINN GARÐUR þín kolefnisbinding Blátt fjölæringabeð. Primula sp. Blandað prímúlubeð hjá Brynhildi í Fjallalind 25. júlí 2018.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.