Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júlí 202114 Þjóðgarður Snæfellsjökuls fagn- aði 20 ára afmæli nýverið og af því tilefni verður efnt til ýmissa viðburða. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skrif- að undir reglugerð um stækkun þjóðgarðsins, en með viðbótinni stækkar hann um 9%. Við þjóðgarðinn bætist svæði sem liggur norðan við jökulhettu Snæfellsjökuls og austan við núverandi þjóðgarðsmörk, frá jökli að Búrfelli og norður fyrir Dýjadalsvatn. Nær nýja svæðið m.a. yfir gamla þjóðleið, Prestagötu. Hluti landsins í Gufuskálum var áður í eigu Mílu og Símans sem gáfu það þjóðgarðinum. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er staðsettur á utanverðu Snæfellsnesi og var fyrsti þjóðgarður landsins sem náði að sjó og hefur þá sérstöðu að geyma minjar frá útræði fyrri alda. Hann var stofnaður árið 2001 í þeim tilgangi að vernda bæði sér­ stæða náttúru svæðisins og merki­ legar sögulegar minjar. Gestum fer ört fjölgandi Gestum þjóðgarðsins hefur farið ört fjölgandi undanfarin ár og sækir nú um hálf milljón gesta þjóðgarðinn heim árlega. Á síðasta ári heim­ sóttu um 200 þúsund gestir þjóð­ garðinn, langflestir Íslendingar, þar sem fáir erlendir ferðamenn komu til landsins vegna kórónuveiru­ faraldursins. Umfangsmikil upp­ bygging innviða hefur farið fram á undanförnum árum og á síðasta ári hófust framkvæmdir við gestastofu þjóðgarðsins á Hellissandi sem mun ljúka á því næsta. „Ég er afskaplega stoltur og ánægður með uppbyggingu í þjóð­ garðinum á síðustu árum, hvort sem horft er til fjölgunar heilsársstarfa og sumarstarfa landvarða, innviða á borð við göngustíga og palla sem vernda náttúruna, nú eða aðstöðu og fræðslu fyrir ferðamenn sérlega með nýju gestastofunni sem verður opnuð á næsta ári. Þá er það sérstakt gleðiefni að nú í tilefni af 20 ára afmæli þjóðgarðsins, stækkum við hann umtalsvert með náttúruvernd og eflingu samfélagsins á Snæfellsnesi að leiðarljósi. Til hamingju Ísland,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis­ og auðlindaráðherra á vefsíðu ráðuneytisins. Ráðherra mun á grundvelli reglu­ gerðar um þjóðgarðinn skipa þjóð­ garðsráð en það er í fyrsta skipti sem það er gert á grundvelli laga um náttúruvernd. /MÞÞ FRÉTTIR Þjóðgarður Snæfellsjökuls stækkar um 9%: Um hálf milljón gesta sækir þjóðgarðinn árlega Guðmundur Ingi og Sigríður Auður Arnardóttir ráðuneytisstjóri undirrita reglugerð um stækkun þjóðgarðsins. Byggðarannsóknasjóður styrkir fjögur verkefni Byggðarannsóknasjóður úthlut- aði á dögunum styrkjum til fjögurra verkefna. Þau fjalla um stöðu innflytjenda á vinnu- markaði, náttúruhamfarir á Seyðisfirði og félagslega seiglu, launamun hjúkrunarfræðinga í höfuðborginni og á Akureyri og þá eru borin saman tvö fámenn sveitarfélög sem byggja á land- búnaði. Alls voru 10 milljónir króna til úthlutunar og skiptist féð jafnt á milli þeirra. Innflytjendur og staða þeirra á vinnumarkaði í Covid­kreppu er eitt þeirra verkefni sem hlaut styrk nú en þar er m.a. skoðað hver staða innflytjenda á vinnumark­ aði landsbyggðarinnar er í sam­ anburði við höfuðborgarsvæðið á tímum kórónuveiru. Staða innflytj­ enda á höfuðborgarsvæðinu verð­ ur borin saman við landið allt og staða innflytjenda á vinnumarkaði á Vesturlandi einnig borin saman við landið allt. Félagsleg seigla Þá hlaut verkefni sem snýst um náttúruhamfarir á Seyðisfirði og félagslega seiglu styrk úr sjóðnum. Greina á og kortleggja afleiðingar náttúruhamfaranna á Seyðisfirði með tilliti til samfélagslegrar seiglu. Markmiðið er að skoða og prófa mælitæki sem notuð hafa verið í erlendum rannsóknum til að mæla seiglu eða viðnámsþol. Einnig í bland við önnur mælitæki sem beitt hefur verið í íslenskum rannsóknum. Gera þannig tilraun til heildstæðrar greiningar á þeim kröftum og öflum sem toga samfélagið aftur til jafn­ vægis og um leið skýra þann nýja jafnvægispunkt sem samfélagið finnur. Þriðja verkefni snýst um rannsókn á launamun hjúkrunar­ fræðinga á Landspítalanum og hjúkrun ar fræðinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Markmið er að bæta þekk ingu á launamun starfsmanna á hinum íslenska vinnumarkaði. Einnig að varpa betra ljósi á þá umræðu sem hefur átt sér stað undanfarin ár um launamun milli höfuðborgarsvæðisins og lands­ byggðarinnar. Margur er knár Að lokum er verkefni sem nefnist Margur er knár þó hann sé smár og snýst um að útskýra ólíka velgengni nokkuð sambærilegra fámennra landsvæða eins og Dala­ og Vestur­Húnavatnssýslu. Rannsakendur hyggjast komast að því hvort læra megi af samanburði Dalabyggðar og V­Húnavatnssýslu og yfirfæra þekkinguna til styrktar samfélögunum. Bæði svæðin eru fámenn, tiltölulega einangruð eða fjarlæg og byggja á landbúnaði. /MÞÞ Þingeyjarsveit: Fyrsta íbúðin utan höfuðborgar- svæðis sem fær Svansvottun Nýbygging á Melgötu 6a og 6b, á vegum Leiguíbúða Þingeyjar- sveitar hses. fékk Svansvottun við formlega athöfn fyrir skemmstu. Umhverfisráðherra, Guð mund­ ur Ingi Guðbrandsson, afhenti Árna Grétari Árnasyni, framkvæmdastjóra Faktabygg Ísland, Svansvottunina. Um er að ræða fyrstu nýbygginguna utan höfuðborgarsvæðisins sem hlýtur Svansvottun. Parhúsíbúðirnar við Melgötu 6a og 6b eru Svansvottaðar og eru hvor um sig 80 m2 með tveimur svefnherbergjum, eldhúsi og stofu í sama rými, forstofu og geymslu. Ísskápur og uppþvottavél fylgja með. FaktaBygg Ísland ehf. sá um framkvæmdina fyrir Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses. og eru íbúðirnar nú tilbúnar til útleigu en lóða frágangi lýkur í sumar. Fyrsti leigjandinn hefur fengið lykla að íbúðinni afhenta. Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses. áforma að byggja sams konar parhús við Víðigerði í Aðal­ dal og kaupa tvær 67 m2 íbúðir í nýbyggingu sem verður reist á Lautavegi á Laugum í sumar. Samtals verða þetta því sex íbúðir til útleigu á vegum félagsins sem er hrein viðbót leiguíbúða í sveitar­ félaginu. /MÞÞ Unnur Gunnarsdóttir var að vonum ánægð með að komast í nýja íbúð með dætur sínar tvær. Helga Sveinbjörnsdóttir byggingarfulltrúi afhenti lyklana fyrir hönd Leiguíbúða Þingeyjarsveitar hses. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 HAUGSUGU- DÆLUR 6,500 - 9,500 11,000 - 13,500 lítra HAUGSUGUHLUTIR VARAHLUTIR Sveitarstjórn Blönduóss vill viðræður um sameiningu við Húnavatnshrepp: Meirihlutinn í Húnavatnshreppi telur ekki tímabært að hefja viðræður Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkti á fundi í liðinni viku að óska formlega eftir við ræð- um við sveitarstjórn Húna vatns- hrepps um sameiningu sveitar- félaganna byggða á þeirri miklu undirbúningsvinnu sem þegar hefur farið fram. Fulltrúar sveitarstjórnar Blöndu­ óss telja að nýta beri þau augljósu tækifæri sem felist í sam einingu þessara tveggja sveitarfélaga og óska eftir því við sveitarstjórn Húna vatnshrepps að taka eins fljótt og hægt er afstöðu til beiðninnar. Sveitarstjórn Húnavatnshrepps kom saman á fund nokkru áður en Blönduósingar lögðu fram beiðni um viðræður og á þeim fundi var niðurstaðan sú að meirihluti sveit­ arstjórnar Húnavatnshrepps telur ekki tímabært að hefja viðræður um sameiningu við Blönduósbæ að svo stöddu. Sameining fjögurra sveitarfélaga var felld Sameining fjögurra sveitarfélaga í Austur­Húnavatnssýslu, Húna­ vatns hrepps, Blönduósbæjar, Skaga­ strandar og Skagabyggðar var felld í kosningu í byrjun júní í tveimur síðastnefndu sveitarfélögunum. Hún var hins vegar samþykkt í tveimur þeim fyrrnefndu. Miklar umræður urðu um sam­ einingar málið á fundi sveitar­ stjórnar Húnavatnshrepps nýverið en meirihluti sveitarstjórnar telur mikilvægt að öll sveitarfélögin vinni áfram sameiginlega að þeim mála flokkum sem þau hafi nú þegar byggða samlög um. Niðurstöður kosning anna í júní sé með þeim hætti að ekki sé tímabært að hefja viðræður um annars konar sameiningu að því er fram kemur í bókun frá fundinum. Mikill vilji fyrir sameiningu á Blönduósi Í kosningu um sameiningu sveitar­ félaganna allra í Austur­Húna­ vatnssýslu í byrjun júní var sam­ eining samþykkt í Húnavatns hreppi og Blönduósbæ en hafnað í Skaga­ byggð og á Skagaströnd. Tæplega 90% íbúa á Blönduósi samþykktu sameiningu og nær 57% íbúa í Húnavatnshreppi. Skiptar skoðanir eru innan Húna­ vatnshrepps um sameiningar málið. Fulltrúar E lista telja að brotið hafi verið á lýðræði íbúa hreppsins þegar meirihlutinn ákvað að hafna viðræðum við Blönduósbæ og þykir þeim valdið ekki liggja hjá íbúum sveitarfélagsins. Telja þeir sterkan grunn fyrir áframhaldandi viðræðum í stað þess að fara á ný á byrjunarreit. Meirihlutinn vísaði á fundinum á bug að verið væri að brjóta á lýðræðislegum réttindum íbúa. /MÞÞ Fulltrúar sveitarstjórnar Blöndu óss telja að nýta beri þau augljósu tækifæri sem felist í sam einingu við Húnavatnshrepp. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.