Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júlí 202142 Á ársfundi IDF (International Dairy Federation), sem eru sam tök bænda og úrvinnsluað- ila mjólkur, sem haldinn var í Rotter dam í Hollandi árið 2016, var birt hugmynd að ákveðinni framtíðar sýn að kúabúskap en það var að vera með „fljótandi fjós“. Skýringin á þessu fólst í því að landbúnaðarland fer minnkandi með hverjum deginum á jörðinni og miðað við mannfjöldaspár fyrir heiminn allan þarf á sama tíma og landið minnkar, að snarauka fram­ leiðslu landbúnaðarvara á komandi áratugum. Til þess að mæta þessari gríðar­ lega miklu þörf fyrir matvæli þarf því bæði að auka nýtingu þess lands sem þegar er aðgengilegt til ræktunar en einnig að horfa til nýrra lausna og að margra mati er einmitt betri nýting á vötnum og sjó augljós lausn eða a.m.k. góð viðbót enda er um 75% jarðarinnar undir vatni með einhverjum hætti. En hvert er landbúnaðarlandið að fara? Undir vegi og mannvirki, híbýli manna, tekið úr notkun eða er jafnvel sökkt í eða undir vatn. Til þess að mæta þessari þróun hafa margir bændur horft til svo­ kallaðs lóðrétts landbúnaðar, þ.e. að í stað þess að taka dýrmætt land undir marga fermetra á einni hæð yfir í að hafa skepnurnar á mörg­ um hæðum. Um þetta hefur verið fjallað hér á síðum blaðsins áður, bæði varðandi ræktun grænmetis í gríðarstórum vörugeymslum og nýverið mátti lesa um stærðarinn­ ar svínabú í Kína sem er byggt á mörgum hæðum. Hingað til hafa kúabú ekki verið byggð nema á tveimur hæðum, þ.e. nautgripir á jarðhæð og kjallari nýttur fyrir hauggeymslu, tæki og reyndar stundum nautgripi líka. En greinarhöfundi er þó ekki kunnugt um fjós á fleiri en tveimur hæðum, fyrr en nú! Hugmyndin kom vegna flóða Hugmyndina að þessu fljótandi fjósi fengu arkitektarnir Peter og Minke van Wingerden þegar fellibylurinn Sandy gekk yfir New York árið 2012. Þá flæddi vatn um hluta borgarinnar og lamaði stóran hluta af mætvælaflutningum til borgarinnar um tíma. Þau létu sér þá detta í hug að færa þyrfti landbúnaðinn einhvern veginn nær borgunum og fengu hugmyndina að því að nýta hafnarsvæðin til þess. Enn fremur komust þau að því að mikið af nýtanlegum líf­ rænum úrgangi og afgöngum mat­ væla er flutt frá stórborgum nú til dags, oft einungis til lífgasfram­ leiðslu eða jafnvel bara urðunar en ekki frekari nýtingar. Þarna sáu þau tækifæri í að nýta kýrnar til þess að vera mikilvægur milliliður og að nýta mætti þennan úrgang miklu betur en gert er í dag. Tilfellið er að kýr henta óhemju vel til þess að nýta það sem til fell­ ur af úrgangi frá borgum og þétt­ býli, sé sá úrgangur meðhöndlaður rétt. Vömb kúa, sem inniheldur milljarða af örverum, getur nefni­ lega aðlagast ótrúlega fjölbreyttu umhverfi og getur því í raun breytt lífrænum úrgangi í mjólk. Vilja gera landbúnaðinn aðlaðandi Þau töldu einnig að hugmyndin um fjós og mjólkurframleiðslu inni í stórborg eins og Rotterdam myndi gera þessa mikilvægu framleiðslu­ grein meira aðlaðandi og mögulega draga fleiri inn í búgreinina. Þau fóru í kjölfarið í hönnunarvinnu og ákváðu að fjósið yrði byggt þannig að það yrði eins sjálfbært og um­ hverfisvænt og hægt væri með lágu eða engu sótspori. Þannig er t.d. öll rafmagnsnotkun búsins sjálf­ bær en við hlið fjóssins er prammi alsettur sólarsellum sem sér búinu fyrir allri orku. Þá ákváðu þau að hafa fjósið hannað þannig að það væri eins opið og hægt væri, svo gestir og gangandi gætu auðveld­ lega séð til kúnna auk þess sem öll mjólkin er unnin á staðnum í margs konar afurðir. Ennfremur er fjósið hannað þannig að nýta má það sem rannsóknarvettvang fyrir landbúnað framtíðarinnar auk þess sem gestir geta heimsótt fjósið.Þriggja hæða fjós Fjósið er hannað fyrir 40 kýr og mjaltaþjón og er 40 metra breitt og 32ja metra langt og er í raun eins og fljótandi prammi. Eins og áður segir þá er það á þremur hæðum og hefur hver þeirra sérs­ töku hlutverki að gegna. Neðst er tæknirými fjóssins þar sem m.a. er ráðgert að vera með framleiðslu á grasi með ljóstvistum (LED). Á annarri hæð fjóssins fer fram afurðavinnsla fjóssins, bæði á mykju og mjólk en allur búfjárá­ burður fer frá fjósinu og er nýttur á græn svæði borgarinnar. Mjólkin er unnin á staðnum og seld beint til neytenda og á veitingastaði. Auk þess er þar geymslusvæði fóðurs og kennslurými á annarri hæð þess. Á þriðju hæð fjóssins eru svo kýrn­ ar sjálfar og mjaltaþjónninn sem sinnir þeim ásamt sköfuþjarki sem safnar saman skítnum sem fellur til og skilar frá sér niður í söfn­ unartank. Þakið er svo sérstaklega Á FAGLEGUM NÓTUM Jarðarberjaræktun er vinsæl hjá mörgum garðeigendum. Hægt er að fá ágæt yrki í garð- plöntustöðvum sem skila upp- skeru stórra og bragðgóðra berja frá miðjum júlí og allt til ágústloka. Sum þeirra eru vel þekkt til langs tíma í nágrannalöndum okkar en einnig eru á markaði nýrri yrki sem eru fremur ætluð til ræktunar innanhúss. Sameiginlegt öllum þessum berjum er að þau eru blendingsyrki sem hafa komið fram við kynbætur gegnum tíðina. Íslensk villijarðarber Hér á landi vex ein tegund jarðar­ berja í náttúrunni (Fragaria vesca) sem gefa hinum ekkert eftir í bragðgæðum og þykja mesta sælgæti þegar þau þroskast upp úr miðju sumri. Þau vaxa víða um land en langmest á láglendi. Í grónum brekkum móti suðri ná þau mestum þroska en þau er einnig að finna td. í birkikjarri og á öðrum skjólgóðum stöðum. Mest er um þau á Suður­ og Vesturlandi og á Norðurlandi, einkum kringum Eyjafjörð. Íslensku jarðarberin hafa borist hingað til lands frá Evrópu, ekki er fullljóst hvenær en ætla má að þau hafi borist hingað smátt og smátt síðustu 10.000 árin eða svo. Plönturnar eru mun smærri en erlendu garðayrkin og berin sömuleiðis. Það er samt vel þess virði að leita þau uppi því bragðið er kröftugt, sætt og sérkennandi fyrir tegundina. Fuglar eru einnig sólgnir í berin. Vel má ruglast á hrútaberjaklungri og jarðar­ berjaplöntum óblómstruðum. Jarðarberjaplönturnar mynda þó alltaf laufblöð upp úr blað­ hvirfingu frá jörðu en á hrúta­ berjaklugrinu geta lauf vaxið út úr skriðulum renglunum. Jarðarberjaplönturnar mynda líka renglur sem þær nýta til að dreifa sér og geta plönturnar myndað nokkuð stórar breiður þar sem þeim líður vel. Nytjar Jarðarberin hafa alltaf verið eftirsótt til matar og jafnvel til heilsubótar hér á landi. Oddur Oddsson, prestur á Reynivöllum í Kjós, nefnir þau í lækningabók sinni nokkru fyrir 1700 og segir jarðarberjavatn „hreinsa vel munn og háls“. Hann segir enn fremur: „Kokkarnir þekkja vel jarðarber, því þeir til búa kostulega rétti af þeim, hverjir betur þéna sjúkum en heilbrigðum mönnum, því þau kæla mjög vel.“ Snorri Björnsson prestur, aflraunamaður og kraftaskáld á Húsafelli, kallaði þau „Jarðar­ hunang“ um miðja 18. öld. Björn Halldórsson, prófastur í Sauðlauksdal, segir í riti sínu Grasnytjum 1783: „Berin hreinsa hraðberg af tönnum og skaða þær þó ekki.“ Ræktun fyrr og nú Gefum Eggert Ólafssyni, skáldi og náttúrufræðingi, orðið um jarðarber og þeirra ræktun og nytsemdir, úr garðyrkjuritinu „Lachanologia“ frá 1774: „Þó að þessi jurt kunni varla smáviður heita teljast þau samt hér með. Þau hafa verið ein fyrsta fæða fornaldar manna, sem vottar Ovidius, eru ágæt að verkan, sam- andragandi nokkuð og kælandi, þess vegna góð sára bót. Þessi ávöxtur, sem hefir lystilegan vín- smekk og daun finnst í görðum utanlands, vill hafa mjúka og létta jörð, nokkuð sandblendna. Á Íslandi eru þau víða, en allsstaðar lítið af þeim. Í görðum væri vert að reyna að hafa þau, stinga upp hnausa á haustdag og setja niður í viðlíka jörð og afstöðu sem þau höfðu áður; svo hafa þau orðið stærri í ræktaðri jörð. Þau eru hrá etin í Svíþjóð, Frakklandi og víðar. Musl er af þeim gjört, með vatni eða mjólk soðnum. Líka verður full skál af berjum, með víni og sykri. Lögur þeirra með sykri seyddur borðast með teskeið, hann er góður við innvortis ofhita, bætir lifrar- og miltilsbólgu, köld- ur og næma sjúkdóma, edik er líka af honum gjört.“ Við getum á einfaldan hátt tekið smáplöntur sem myndast á renglum jarðarberjaplantnanna, komið þeim í raka mold og látið þær skjóta rótum. Þannig getum við komið upp breiðu af íslensk­ um jarðarberjaplöntum í garðin­ um. Plönturnar eru fínlegar og fallegar, fjölærar, harðgerðar og henta ágætlega í steinhæðir án mikils áburðar. Ingólfur Guðnason. Allir elska jarðarber Jarðarberin hafa alltaf verið eftirsótt til matar og jafnvel til heilsubótar hér á landi. Oddur Oddsson, prestur á Reynivöllum í Kjós, nefnir þau í lækningabók sinni nokkru fyrir 1700 og segir jarðarberjavatn „hreinsa vel munn og háls“. GARÐYRKJUSKÓLINN Á REYKJUM Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com Hönnun fjóssins er eins og sjá má einstaklega opin en tilgangurinn er m.a. að vekja athygli á búinu og draga að gesti og gangandi. Fljótandi fjós Fjósið er hannað fyrir 40 kýr og mjaltaþjón og er 40 metra breitt og 32 metra langt og er í raun eins og fljótandi prammi. Plönturnar eru fínlegar og fal- legar, fjölærar, harðgerðar og henta ágætlega í steinhæðir án mikils áburðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.