Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 16
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júlí 202116 Loftslagsvegvísir sjávarútvegsins Þrátt fyrir að vorið hafi verið kalt og sumarið seint á ferð er samt von um að fá góða berja­ uppskeru í haust. Margir berjar unnar eru harðgerðir og láta ekki smávorhristing slá sig út af laginu. Ber eru góð á bragðið, það er gaman að rækta þau og það er auðveldara en marga grunar. Flestar berjaplöntur gefa betur af sér séu þær ræktaðar í frjó­ sömum og deigum jarðvegi sem blandaður hefur verið með lífrænum áburði og á sólríkum og skjólgóðum stað. Hæfilegur skammtur af tilbúnum áburði er ein og hálf eða tvær matskeiðar, 25 til 35 grömm á fermetra, gefið tvisvar til þrisvar yfir vaxtartímann. Gott er að vökva með daufri áburðarblöndu í þurrka tíð, sérstaklega meðan á aldinmyndun stendur. Ber úr eigin garði eru góð í munninn beint af plöntum eða í saft, sultur og til víngerðar. Jarðarber (Fragaria × anan­ assa). Eina jurtin í þessari upp­ taln ingu sem ekki er trékennd. Fjölær jurt sem fjölgar sér með ofanjarðarrenglum. Blómin hvít en berin rauð og sæt. Þrífst best á sólríkum stað og í næringarríkum jarðvegi með sýrustig milli 6 og 6,5. Til þess að tryggja góða uppskeru er nauðsynlegt að endurnýja plönturnar á 4 til 6 ára fresti. Einnig er gott að skipta um ræktunarstað þegar plönturnar eru endurnýjaðar til að koma í veg fyrir jarðvegsþreytu. Gott er að rækta jarðarber í hengi­ pottum. Ranabjöllur og sniglar eru sólgnir í jarðarber og geta gert mikinn skaða. Yrkin ‘Zephyr’, ‘Korona’, ’Glima’, ’Rita’ og ’Senga Sengana’ hafa öll reynst vel. Lögun berjanna er mismunandi milli yrkja. Æskilegt bil á milli plantna í beði er 30 til 40 sentímetrar. Rifs (Ribes rubrum). Vex villt í Evrópu og mjög algeng garðplanta hér. Grófur, salt­ þolinn runni sem nær 2 metra hæð og getur orðið bústinn og fyrirferðarmikill. Fjölgað með græðlingum og sveiggræðslu. Berin rauð en einnig til hvít og bleik. Góð til átu beint af runnanum eða til sultugerðar. Klippa á gamlar greinar, sem eru dekkri, af til að örva nývöxt og auka uppskeruna. Blaðlús og fiðrildalirfur algengt vandamál. Stikilsber (Ribes uva­crispa). Vaxa villt til fjalla í Evrópu og Norður­Ameríku. Þyrnóttur runni með uppsveigðar greinar sem verða um metri á hæð. Fjölgað með græðlingum og æskilegt bil á milli plantna er 1 til 1,5 metrar. Berin stór og bragðgóð, gulgræn, hvít eða rauð. Klippa skal burt gamlar greinar til að örva nývöxt og aldinmyndun. Yfirleitt tekur 2 til 3 ár fyrir stikilsber að fara að mynda ber. Yrkið ‘Hinnomäki’, sem er blanda af evrópskum og amerískum stikilsberjum, hefur reynst vel hér. ‘Hinnomäki Keltainen’ gefur gul og sæt ber en ’Hinnomäki Punainen’ rauð og bragðmikil ber. Sólber (Ribes nigrum). Vex villt í Evrópu og algeng garð planta hér. Fjölgað með græðlingum og sveiggræðslu. Berin svört. Klippa þarf burt gamlar greinar, sem eru dekkri að lit og eldri en fimm ára, til að örva nývöxt og auka uppskeruna. Blaðlús og fiðrildalirfur algengt vandamál. Sterk lykt sem minnir á kattahland af blöðunum, séu þau marin. Góð ber til sultugerðar. Yrkin ‘Brödtorp‘. ‘Öjebyn‘ og ‘Melalahti‘ vel reynd, harðgerð og skila góðri uppskeru flest ár. /VH STEKKUR Eggert Benedikt Guðmundsson er forstöðumaður Grænvangs, sem ásamt sjö atvinnugreinafélögum kynnti nýlega Loftslagsvegvísi atvinnulífsins. Vegvísinum er ætlað að styðja við markmið íslenskra stjórnvalda um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Atvinnugreinar landsins, þar með taldar sjávarútvegur og bændasamtökin, tóku höndum saman og unnu loftslagsvegvísinn í þeim tilgangi að veita yfirsýn yfir núverandi stöðu og setja loftslagsaðgerðir í stærra samhengi. Markmiðið er að auðvelda atvinnulífi og stjórnvöldum að finna í sameiningu aðgerðir, hvata, ívilnanir og fleira sem styðja við loftslagsaðgerðir íslensks atvinnulífs. Við heyrðum í Eggerti og báðum hann að segja okkur frá Loftslagsvegvísinum og þá einkum þeim hluta er snýr að sjávarútvegi. Sjávarútvegurinn hefur náð einstökum árangri ,,Í ljósi mikillar áherslu og vilja til að efla grænar lausnir og minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda þá blasti við að atvinnulífið og stjórnvöld yrðu að taka höndum saman og Grænvangur var einmitt stofnaður í því skyni,“ sagði Eggert. ,,Út frá sjónarhóli sjávarútveg­ sins er þetta sérstaklega áhuga vert. Sjávarútvegurinn hefur dreg ið úr losun fiskiskipa gróður húsaloft­ tegunda um 36% frá árinu 2005 sem er einstakt.Þetta er jákvæð afleiðing af tveimur þáttum. Annars hefur fiskveiðistjórnunarkerfið, sem var tekið upp um svipað leyti, gert sjávarútvegsfyrirtækjum kleift að stýra veiðum á hagkvæman hátt með fækkun skipa og lækkun kostnaðar, m.a. með minni olíunotkun. Samhliða voru fiskistofnar byggðir upp sem gerir veiðina auðveldari. Með þessu verður olíunotkun á hvert veitt kíló mun lægri. Hins vegar hafa nýsköpun og framfarir í hönnun skipa og veiðarfæra skipt miklu máli. Þar má nefna lögun skipsskrokka þannig að viðnám þeirra í sjónum er minna, betri skrúfubúnað auk betri nýtni vélanna sjálfra. Þróun veiðarfæra hefur minnkað viðnám og gert þau léttari. Það sem er sérstaklega skemmtilegt er að allt þetta er gert á forsendum sjávarútvegsins sjálfs og er drifið áfram af hagrænum hvötum. Þetta eru góðu fréttirnar sem er afskaplega gaman að segja frá.“ Orkuskipti og fjárfestingarhvatar Það liggur fyrir að orkuskipti í sjávarútvegi verða flókin. Það er engin augljós leið í augnablikinu en menn eru að huga að lausnum segir Eggert ,,Hvort það verður vetni, lífdísill, ammoníak, metanól eða hreinlega rafmagn vitum við ekki. NYTJAR HAFSINS Heildarlosun á CO2 frá sjávarútvegi og matvælaiðnaði var 55% minni árið 2017 en árið 1995. Langstærsti hluti þessa er vegna minni olíunotkunar í sjávarútvegi, en hún hefur dregist saman um tæp 50% frá árinu 1990 eins og sjá má í umfjöllun í hlutanum um olíunotkun. Fiskeldi er talið með í þessum tölum um fiskveiðar, en umsvif þess hafa stóraukist á undanförnum árum. Margir samverkandi þættir skýra árangurinn, en hæst ber fiskveiðistjórnunarkerfið enda gætir áhrifa þess á flesta aðra þætti sem koma við sögu. Kerfið sjálft hefur eflst, fjárfesting í tækjum og búnaði verið mikil, skipum hefur fækkað og eru þau í dag mun öflugri og hagkvæmari í notkun og svo breytt orkunotkun. Mynd / radarinn.is Eggert Benedikt Guðmundsson. Sigurgeir B Kristgeirsson. Dr. Stefán B Gunnlaugsson, dósent við Háskólann á Akureyri, hélt í vor afar fróðlegt erindi, í beinni útsendingu á netinu, um þróun íslensks sjávarútvegs síðustu áratugi. Þar fjallaði hann m.a. um umhverfisvæna hlið íslenska kvótakerfisins. Stefán varði nýlega doktorsritgerð sína um íslenskan sjávarútveg. Hann varð góðfúslega við beiðni okkar um stutt viðtal. Lélegt fiskirí sem hefur batnað mikið ,,Þegar ég var á sjó um 1990 var fiskirí lélegt. Það þótti gott að fá 10–12 tonn á sólarhring og þá var fiskurinn miklu smærri en hann er í dag. Ég sé þetta í gögnum sem ég hef rannsakað,“ segir Stefán. ,,Nú eru 30 metra togbátar að fylla sig á 2–3 dögum, þetta 40–80 tonn. Þetta hefði ekki verið hægt að gera 1990. Þetta er gríðarleg breyting í veiðum á þorski á þessum tíma, en ég hef mest rannsakað þorskveiðar af botnfisktegundum. Þetta hefur líka mikil og jákvæð áhrif á vinnslurnar. Þær afkasta meiru fyrir vikið og verða hagkvæmari,“ bætir Stefán við. ,,Það hefur margt gengið vel í uppbyggingu þorskstofnsins en þó er eitt sem vantar,“ segir Stefán, ,,og það er að það hafa engir stórir árgangar komið fram eins og áður gerðist þrátt fyrir stærri hrygningarstofn. Ástæða þess er ekki þekkt.“ Kvótakerfið er umhverfisvænt Alkunna er að olíunotkun íslensks sjávarútvegs hefur dregist saman um 45% frá 1990–2017. Þetta hefur gerst á sama tíma og losun í fiskveiðum heimsins hefur aukist um 28% frá 1990–2011. Það sem skýrir þetta segir Stefán að ,,með kvótakerfinu var sókn takmörkuð og fyrirtækin neyddust til að fækka skipum og sameina aflaheimildir, með öðrum orðum að hagræða. Þannig lækkuðu þau kostnað og urðu arðbær. Stóri ávinningurinn var síðan að veiðistofn mikil vægustu tegundarinnar, þorsk urinn, stækkaði mikið og auðveld ara var að sækja þorskinn. Með þessu mikla fiskiríi og fækkun skipa minnkaði olíunotkun Íslend inga við veiðarnar. Þetta er algjör bylting því afli á sóknareiningu hefur aukist mikið. Við förum niður en heimurinn upp. Til þess að minnka losun í heiminum þarf að gera tvennt í fiskveiðum, að taka upp kvótakerfi og byggja upp fiskistofna. Allir umhverfis­ verndarsinnar ættu því að styðja íslenska kvótakerfið!“ sagði Stefán að lokum. Íslenska kvótakerfið er umhverfisvænt! – segir dr. Stefán B Gunnlaugsson Dr. Stefán B Gunnlaugsson, dós ent við Háskólann á Akureyri. Berjaplöntur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.