Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 17
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júlí 2021 17 • Verð frá: 250.000 m/vsk. • Stærðir 3-600 persónueiningar • Ekkert rafmagn • Meira en 2ja þrepa hreinsun • Verð frá 510.000 m/vsk. • Stærðir 3-1500 persónueiningar • Rafræn vöktun (valkvæmt) • Getur hreinsað eColi allt að 99,9% INNIFALIÐ Í VERÐI ANAEROBIX HREINSIVIRKI með síu yfir 90% hreinsun ONE2CLEAN HREINSISTÖÐ allt að 99% hreinsun • Þægilegar í uppsetningu og lítið viðhald • Fyrir sumarhús, heilsárshús, hótel o.fl. • Engar siturlagnir – fyrirferðarlítil • Mikið pláss fyrir seyru • CE vottað • Uppfylla kröfur til hreinsunar á viðkvæmum svæðum t.d við Þingvallavatn • Afhending á verkstað innan 100km frá Reykjavík • Drengöng með gátlúgu sem tryggja að vökvi komist óhindrað út í jarðveg Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 RÚÐUR Í DRÁTTARVÉLAR FRÁBÆR VERÐ John Deere Zetor Case IH McCormick Steyr Claas Ford Fiat New Holland Deutz-Fahr Massey Ferguson KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is ALLAR STÆRÐIR AF AJ RAFSTÖÐVUM Stöðvar í gám Gerðu kröfur - hafðu samband við Karl í síma 590 5125 og kynntu þér þína möguleika. Það á allt eftir að skýrast og þróast, en væntanlega verður um blöndu af mismunandi lausnum að ræða.“ Í vegvísinum er fjallað um fjár­ festingar hvata sem hvetja fyrirtæki til fjárfestinga í orku skiptum. Um þá segir Eggert: ,,Margar af þeim fjárfestingum, sem þarf að ráðast í, geta verið dýrar og auk þess áhættusamar þannig að út frá arðsemissjónarmiðum fyrirtækja verða þær ekki réttlætanlegar. Hér þarf því að horfa til hvata og samstarfs milli sjávarútvegs og stjórnvalda. Sjávar útvegurinn vill að sjálfsögðu leggja sitt af mörkum til að hægt verði að uppfylla þau markmið sem stjórnvöld hafa sett landinu. Eitt af því sem bent er á í vegvísinum er að gjöld, eins og kolefnisgjald sem lagt er á sjávarútveginn, verði nýtt til stuðnings við orkuskiptin og þróun grænna lausna. Það getur verið ljómandi fjárfesting fyrir samfélagið. Oft getur þetta verið eins og hænan og eggið. Það þarf að koma lausnum í víðtæka notkun til þess að gera þær viðráðanlegar, en kostnaður og áhætta í byrjun geta verið óyfirstíganleg. Það getur verið erfitt að réttlæta fjárfestingarnar til skamms tíma en til langs tíma fela þær í sér mikinn ábata fyrir samfélagið.“ Lög, reglugerðir og skattlagning mega ekki þvælast fyrir Stjórnvöld setja lög og reglur, m.a. um stærð skipa, veiðisvæði og fleira auk þess að leggja á skatta. Í vegvísinum er bent á að lög og regluverk stjórnvalda megi ekki hindra orkusparnað og framþróun. Í núgildandi lögum er hins vegar að finna ákvæði sem koma í veg fyrir að sparneytnustu leiðir séu farnar í hönnun skipa. Hvernig sér Eggert fyrir sér að leysa úr þeim málum? ,,Við vitum að stjórnvöldum er alvara í því að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda. Það er afar mikilvægt að það fari fram samtal sjávarúvegsins og stjórnvalda um þessi mál. Starfsfólk í sjávarútvegi og tengdum greinum hefur mikla þekkingu á greininni sjálfri og tækninni, sem nýta þarf við setningu laga og reglugerða. Það er því algerlega augljóst í mínum huga að samstarf og samtal stjórnvalda og sjávarútvegsins er lykilatriði í því að losa um og fella niður lög og reglugerðir sem hindra vegferð okkar í átt að minni kolefnisútblæstri.“ En það eru ekki bara að lög og reglugerðir þvælast fyrir. Skattar hafa nefnilega áhrif líka. Það var þannig að þegar Vinnslustöðin hf. lét byggja Breka VE þá var aðalforsenda nýsmíðinnar olíusparnaður upp á 150 milljónir króna á ári vegna stærri, hæggengari og hagkvæmari skrúfu. Af þessum 150 milljóna sparnaði fer 33% í hærra veiðigjald á greinina, eða 50 milljónir króna. Skattar hafa einfaldlega áhrif á hegðun fyrirtækjanna. Hverju svarar Eggert þessu? ,,Þetta eru hlutir sem þarf að taka á. Vegvísirinn er byrjun á löngu ferðalagi og til að hefja umræðu. Um slík sértæk dæmi var ekki fjallað í vinnunni. En það má segja stjórnvöldum til hróss að þau eru einlæg í ásetningi sínum um græna framtíð. Þau hafa lýst sig reiðubúin til að ryðja úr vegi sköttum, lögum og reglugerðum sem leiða til neikvæðra hvata og hindrunum af þeim toga sem þú ert að lýsa þarna. Hér reynir á samstarf og samtal eins og ég hef áður nefnt. Það mega ekki vera til ,,latar“ í kerfinu sem letja fólk og fyrirtæki til nauðsynlegra framfara í baráttunni við hlýnun jarðar og skynsamlega umhverfisvernd.“ Óvissa um stjórn fiskveiða En er óvissa og sífelld umræða um stjórn fiskveiða ekki einn af þessum lötum í kerfinu? Hún skapar óvissu og letur fyrirtæki í sjávarútvegi til fjárfestinga, þar á meðal þeirra sem leiða til minnkunnar á útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Hvernig sér Eggert þetta fyrir sér: ,,Aðalatriðið er að rekstrar­ umhverfið sé þannig úr garði gert að eðlilegir hvatar stýri þróuninni í rétta átt. Rekstrarleg hagkvæmni og umhverfisvitund geta og eiga að fara saman. Samstarf sjávarútvegsins og stjórnvalda er því lykilinn að árangri hér sem víðar,“ sagði Eggert að lokum. Höfundur: Sigurgeir B Kristgeirsson, búfræðingur og framkvæmda­ stjóri Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum. Bænda ...með puttann á púlsi matvælaframleiðslugreina 22. júlí Smáauglýsingar 56-30-300 Hafa áhrif um land allt!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.