Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júlí 202150 SAMFÉLAGSRÝNI Lög um fiskeldi – Grunnur lagður að erlendu eignar- haldi með ,,lobbíisma“ og spilltri stjórnsýslu Margir firðir á Íslandi gefa gott skjól til sjókvíaeldis og eru að því leyti auðlind. Til að leggja grunn að miklum fjárhagslegum ávinningi fyrir útlendinga þurfti að semja leikreglur sem hentuðu erlendum fjárfestum. Skýrsla starfshóps sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnu mótun í fiskeldi sem gefin var út 23. ágúst 2017 leggur grunn að eignarhaldi og miklum fjárhags- legum ávinningi erlendra aðila við uppbyggingu sjókvíaeldis á laxi á Íslandi. Í starfshópnum var þröngur hópur hagsmunaaðila sem vann fyrst og fremst að því að tryggja sína sérhags­ muni, ásamt opinberum aðilum sem ekki voru að vinna sína heimavinnu. Málið fór síðan í gegnum alla stjórn­ sýsluna með litlum breytingum og var samþykkt á Alþingi Íslendinga á árinu 2019. Byggja grunninn Í upphafi skyldi endinn skoða, hefur eflaust verið gert af íslenskum athafnamönnum sem sóttu um fjölda eldissvæða fyrir laxeldi í sjókvíum. Arnarlax með um 70.000 tonn í ferli og Fiskeldi Austfjarða um 55.000 tonn eða samtals um 70% eldis­ svæða um mitt ár 2016. Íslenskir athafnamenn höfðu erlenda fjárfesta sem bakhjarla og í raun voru leppar þeirra. Stjórnarformenn Arnarlax og Fiskeldis Austfjarða yfirtóku hagsmunasamtökin Landssamband fiskeldisstöðva og nýttu aðstöðu sína við að semja leikreglur sér og erlendum fjárfestum til fjárhagslegs ávinnings á kostnað annarra m.a. frumkvöðla í sjávarbyggðum. Síðan hafa þeir leitað skjóls með því að renna Landsambandi fiskeldistöðva inn í Samtök fyrirtækja í sjávarút­ vegi (SFS). Allt aðrar reglur gilda samt um eignarhald erlendra aðila í sjókvíaeldi annars vegar og sjávar­ útvegi hins vegar. Stefnumótunarskýrslan og erlent eignarhald Það var lengi ljóst að hverju var stefnt. Á árinu 2017 voru erlendir aðilar orðnir meirihlutaeigendur í flestum fyrirtækjum með laxeldi í sjókvíum. Í stefnumótunarskýrslunni er lagt til að ,,ekki verði settar sérstakar takmarkanir á erlent eignarhald í íslensku fiskeldi“. Það kemur vel fram í fundargerð stefnumótunarhópsins frá 14.7. 2017 hvert menn voru að fara: „Ákveðið að nefndarmenn fái sendar glærur og áhættumatsskýrslu eftir klukkan 14 þegar hlutabréfamarkaði í Noregi hefur verið lokað“. Í áhættumatsskýrslunni var kynnt áhættumat erfðablöndunar sem hefur það meginhlutverk að úthluta framleiðsluheimildum til laxeldisfyrirtækja í erlendri eigu en hefur lítið sem ekkert með umhverfisvernd að gera. Hagnaðurinn fluttur úr landi Í stefnumótunarskýrslunni kemur fram: ,,Þau rök hafa heyrst að hagnaður í fyrirtækjum sem lúta erlendri eignaraðild sé fluttur úr landi og eigendur ráðstafi honum erlendis og fjárfesti ekki hér á landi. Hvort þetta verður raunin á eftir að koma í ljós“. Leiðandi að­ ilar í stefnumótunarhópnum gerðu sér grein fyrir því að megnið af framtíðarhagnaði fyrirtækjanna yrði til við skráningu á erlendan hlutabréfamarkað. „Hækkun í hafi“ á eignarhlutnum um tugi milljarða króna m.a. með skráningu á er­ lendan hlutabréfamarkað má skýra að mestu leiti með hve miklum verðmætum var úthlutað nánast endurgjaldslaust til langs tíma til útlendinga. Eigið fé Arnarlax í árs­ lok 2019 var um 9 milljarðar króna, en félagið metið á um 47 milljarða þegar farið var í hlutafjárútboð. Það segir mikið til um hvers virði þessi eldisleyfi eru. Erlendir fjár­ festar geta innleyst hagnaðinn með eftirfarandi leiðum: • Auka hlutafé fyrirtækisins og selja á háu verði og ná þannig inn miklu fjármagni, en gefa eftir lítinn eignarhlut. • Geta áfram með meirihlutaeign ráðskast með daglegan rekstur félagsins sér til hagsbóta. • Selja hlutabréfin strax eða síðar og ná þannig fram ávinningnum. • Vinna að því að gera eldisleyfin að varanlegri eign. Hagnaðurinn innleystur Erlendir aðilar byrjuðu að auka hlutafé fyrirtækjanna með sölu til íslenskra lífeyrissjóða og annarra aðila á Íslandi í tilfelli Arnarlax október 2020. Á sama tíma seldi norskt fjárfestingafélag hlut sinn í Arnarlaxi fyrir 1.800 milljónir króna með tíföldum hagnaði frá árinu 2016. Þannig er innlend fjármagn lífeyrissjóðseigenda nýtt til að fjárfesta í félagi sem er að langstærstum hlut í eigu erlendra aðila og auðvelda erlendum aðilum útgöngu með miklum hagnaði. Íslenskir athafnamenn sem hafa unnið að krafti með ,,lobbíisma“ eignuðust í upphafi eignarhlut á hagstæðu verði og hafa selt sig út að hluta með miklum hagnaði. Varanlegt eignarhald? Þegar kemur að endurnýjun á eldisleyfum verður þrýstingur á um að varanlega eign sé að ræða eins og gerst hefur erlendis. Það gerist með ,,lobbíisma“ í gegnu alla stjórnsýsluna. Þá verða m.a. þau rök notuð að þetta skipti atvinnulíf svo miklu máli og fjárfest hafi verið í miklum innviðum. Það er þekkt hvernig veiðireynsla verður að varanlegum kvóta hér á landi, en sú eign er a.m.k í eigu innlenda aðila og yfirleitt þeirra frumkvöðla sem hófu útgerð eða hafa keypt kvóta á háu verði. Það er ýmislegt jákvætt með varanlegri eign, en var það ætlun að eldisleyfin, auðlindin yrðu eign útlendinga? Opinber rannsókn Stjórnarformenn fiskeldifyrir­ tækjanna hafa með hjálp fyrrver­ andi ráðherra og þess ráðherra sem nú í haust stígur til hliðar og ekki síst spilltum embættismönnum og stjórnsýslu hafa náð miklum fjár­ hagslegum ávinningi. Það hefur verið markvisst reynt að þagga niður í þeim aðilum sem hafa reynt að benda á þá spillingu sem hefur einkennt þetta mál. Ítrekað hefur verið farið fram á opinbera rannsókn án þess að það hafi skilað árangri. Valdimar Ingi Gunnarsson Sjókvíaeldi í Arnarfirði. Valdimar Ingi Gunnarsson. Í Bændablaðinu, fyrir nokkru, var að finna áhugaverða grein um vindorku á Íslandi, þar sem ekki var farið fögrum orðum um þessa orkuauðlind. Áhugaverðasta innleggið voru þó lokaorðin en þar var lagt til að allar vindorkupælingar hérlendis væru hreinlega lagðar á hilluna á einu bretti. Eða með orðum höfundar: „Til þess að varðveita sérstöðu íslensks landslags er ljóst að það fyrirfinnst enginn staður hér á landi þar sem vindorkuver geta verið í sátt við náttúruna og okkur sjálf. Alþingi ætti að taka þá ákvörðun að vindorkuver verði ekki reist hér á landi. Slík ákvörðun kemur í veg fyrir óafturkræf umhverfisslys.“ Ég ber fulla virðingu fyrir andstöðu manna gegn einstökum virkjanahugmyndum, hvort sem um er að ræða vind­, jarðvarma­ eða vatnsafl. Allar framkvæmdir hafa í för með sér rask og mismikil umhverfisáhrif. Að afneita algerlega orkukostum með einu pennastriki er samt sem áður risastór ákvörðun í stóra samhenginu. Stundum getur verið hollt að taka eitt til tvö skref út úr eigin umhverfi og horfa aðeins á stóru myndina. Hvort sem okkur líkar betur eða verr er heimsbúskapurinn algerlega samofinn í eitt risastórt samhnýtt kerfi. Með öðrum orðum þá erum við Íslendingar algerlega háðir framleiðslu annarra landa en við leggjum líka ýmislegt inn í púkkið með fram leiðslu hér á landi. Það er stór ákvörðun að virkja t.d. vindorku en sumir gleyma að það er líka stór ákvörðun að virkja ekki. Tökum bara dæmi um landbúnað. Íslenskur landbúnaður er mikilvægur til að stuðla að fæðuöryggi landsins og þannig getum við dregið úr innflutningi á erlendri framleiðslu. Íslenskur landbúnaður er, samt sem áður, háður ýmsum innflutningi eins og olíu, áburði, fóðri, vélum o.s.frv. Til að geta rekið landbúnað á Íslandi þurfum við að treysta á að ákvarðanir hafi verið teknar erlendis um að framleiða orku og vörur, svo við getum framleitt verðmæti fyrir landsmenn eða til útflutnings. Málið er að það eru líka ákvarðanir um rask og umhverfisáhrif á bak við þessa erlendu framleiðslu. Ásættanlegt rask í útlöndum? Að bora eftir olíu er t.d. stór ákvörðun og í gegnum tíðina hafa Íslendingar verið algerlega háðir því að ríki hafi verið tilbúin til að fórna nærumhverfi sínu til olíuframleiðslu. Olíuborun er ekkert augnayndi. Olíuleiðslur fara sjaldan vel í landslagi og olíuhreinsistöðvar eru varla eftirsóknarverðir ferða manna­ staðir. Samt sem áður hafa sum ríki ákveðið að virkja þessa jarðefnaeldsneytisauðlind. Íslendingar hafa svo þurft að treysta á að þessar þjóðir framleiði ekki bara nóg fyrir eigin þarfir, heldur líka fyrir allar aðrar þjóðir sem ekki hafa aðgang að olíuauðlindum. Leyfum okkur aðeins að ímynda okkur síðustu áratugi hér á landi ef olíuþjóðir hefðu allar sagt „olíuborun, nei takk“. Ef vindmyllur yrðu reistar hérlendis myndu þær framleiða rafmagn sem m.a. yrði nýtt til að knýja farartæki og skip framtíðar, sem nú eru keyrð á olíu. Það væri vel hægt að sleppa þessum vindmyllum en þá yrðum við annaðhvort að treysta á að í staðinn yrðu reistar vatnsaflsvirkjanir, sem líka kalla á mikið rask, eða að önnur lönd vilji áfram vinna olíu með tilheyrandi raski og umhverfisáhrifum á þeirra heimaslóðum. Einn heimur, einn markaður Í dag þarf heimurinn mikið af endurnýjanlegri orku til að losna við mengandi jarðefnaeldsneyti. Ekki eru allar þjóðir jafn vel settar og við hvað varðar aðgengi að góðum orkukostum t.d. vindorku. Ef allar þjóðir segja nei við vindorku þá mun heimsorkubúskapur framtíðar verða í verulegum vandræðum. Eins og áður segir er heimurinn samansoðinn og þarf orku til að snúa sameiginlegum hjólum efnahagslífsins. Ef vindorka yrði virkjuð hérlendis, þá myndi hún líklega fara í að skipta út olíu, eða framleiða vörur á erlendan markað eða til að geyma alþjóðleg tölvugögn o.s.frv. Ef vindorka verður ekki virkjuð hérlendis, þá verða þessar alþjóðlegu þarfir samt sem áður til staðar. Við getum alveg ákveðið að aðrar þjóðir með minni og dýrari virkjanakosti mæti bara þessari þörf. Ef það verður niðurstaðan, þá verðum við að lágmarki að vera auðmjúk gagnvart þeirri staðreynd að stöðugt þurfa einhverjir að taka erfiðar ákvarðanir einhvers staðar í heiminum um framleiðslu á orku og vörum til að fullnægja sameiginlegri neyslu okkar allra. Ísland er landfræðilegt eyland en út frá framleiðni og neyslu erum við það svo sannarlega ekki. Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs Mót-vindorka Sigurður Ingi Friðleifsson. HLAÐVARP BÆNDABLAÐSINS https://www.bbl.is/hladan Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 líka hægt að lesa á bbl.is og Facebook Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STÝRISENDAR gerðir dráttarvéla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.