Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júlí 2021 45
Heimaslóð, Árbók Hörgársveitar
er komin út og er þetta átjánda
hefti árbókarinnar sem nú lítur
dagsins ljós. Sögurfélag Hörgár
sveitar gefur Heimaslóð út.
Hlutverk heimaslóðar hefur verið
og er að miðla og varðveita fróðleik
sem heimfæra má til Hörgársveitar
segir í formála ritnefndar. Í nýjasta
heftinu er að finna nýlega samið efni
ásamt öðru sem tekið er upp úr áður
prentuðum blöðum og ritum. Efnið er
margbreytilegt og með mismunandi
yfirbragði. Það er frá ýmsum tímum,
allt frá fróðlegri grein um stóru-
bólu í Möðruvallasókn árið 1707
til skemmtilegrar minningar ungrar
stúlku frá sínum fyrstu kynnum af
vinnumarkaðnum árið 1994.
Grein um sauðfjárniðurskurð
árið 1949
Þá er að finna í heftinu ítarlega grein
um aðdraganda sauðfjárniðurskurðar
á svæðinu haustið 1949 og viðtöl við
fjölda fólks um fjárkaup í framhaldi
af honum. Birt er búskaparsaga af
einum bæ í Skriðuhreppi hinum
forna en væntanleg er á árinu bók
sem fjallar um bændur og búalið í
hreppnum á nítjándu öld.
Sagt er frá gönguferð í Trippaskál
árið 1981 og eins er fjallað um ferð
á Tungnahrygg sama ár. Fjallað er
um fyrsta organistann við Eyjafjörð
og samskot vegna orgelkaupa,
minningar frá Hjalteyri er heiti á
einni grein heftisins og sveitasíminn
á Þelamörk er heiti á annarri. Þá
eru vísnaþættir, fjallað um
vatnslögn frá Vöglum og eins
um fólk sem bjó í hreppnum.
Mikið er lagt upp úr því
að birta myndir, bæði sem
tilheyra hinu ritaða máli og
einnig syrpur sem tengjast
ákveðnum efnum.
Hægt er að gerast áskrif-
andi að Heimaslóð og verða
jafnframt félagi í Sögufélagi
Hörgársveitar með því að
senda póst á netfangið
silla2911@gmail.com.
/MÞÞ
Gróffóðurkeppni Yara 2021
Kynning á keppendum
Sláturfélag Suðurlands svf. | Fosshálsi 1, Reykjavík - 575-6000 | yara@yara.is | www.yara.is
Knowledge grows
1. Hofsá Svarfaðardal.
2. 1.500 ha, þar af 120 ha ræktaðir.
3. 60 kýr, öll naut alin til kjötframleiðslu og 100
kindur.
4. Klára hana með stæl án þess að verða okkur til
skammar.
5. Gera sífellt betur en áður.
6. Réttur sláttutími og góð/hröð verkun.
7. Vallarfox 75% og vallarsveif 25%.
8. Að hún fullnægi sem mest fóðurþörf búsins og
um leið lágmarki kjarnfóðurkaup.
9. Við höfum gaman af að ferðast, bæði innan-
lands og utan. Það er til býsna skemmtilegt líf utan
búsins.
1. Rangárþingi eystra.
2. 600 ha.
3. Blandaður búskapur.
4. Vinna.
5. Gæði heyjanna.
6. Ná hámarks gæðum.
7. Tuukka, Theno, Baron og Barpasto.
8. Halda áfram að endurrækta og kalka túnin.
9. Útivera, útreiðar, fjallgöngur og hjólreiðar.
Ásdís Gísladóttir og Trausti Þórisson
Hofsá
Eiríkur Davíðsson og Sólveig Eysteinsdóttir
Kanastaðir
Spurningalistinn
1. Hvar er bærinn?
2. Stærð jarðar?
3. Gerð bús?
4. Hvaða markmið hefur þú sett þér í keppninni?
5. Hvað telur þú vera stærsta áskorunin í keppninni?
6. Hvaða þáttur er mikilvægast að heppnist?
7. Hvert er sáðgresi keppnisspildunnar?
8. Hvaða framtíðaráform hefur þú varðandi
gróffóðuröflun á þínu búi?
9. Áhugamál
BÆKUR&MENNING
Heimaslóð, Árbók Hörgár-
sveitar komin út
Sjá Suðurland:
FLIPPAÐIR
ferðaþættir
Sjá Suðurland er heitið á glæ nýjum
ferðaþáttum sem hófu göngu
sína sunnudagskvöldið 13. júní
á N4. Í þáttunum ferðast æsku
vinkonurnar María Finnboga
dóttir og Ásthildur Ómars dóttir
um Suðurlandið á Go Campers bíl
og lenda þar í ýmsum klikkuðum
ævintýrum.
Ásthildur er sjónvarpsáhorf-
endum á N4 að góðu kunn en hún
hefur komið nálægt ýmissi dag-
skrárgerð á stöðinni á undanförn-
um árum. Æskuvinkona hennar,
María Finnbogadóttir, er atvinnu-
skíðakona og búsett í Austurríki.
Þær stöllur gerðu eftirminnilega
ferðaþætti í fyrra fyrir N4 í sem
hétu Vá Vestfirðir en þá þvældust
þær vinkonur um á Go Campers bíl
um Vestfirðina.
Í nýju þáttunum, „Sjá Suðurland“,
ferðast þær stöllur um Suðurlandið
og leita uppi skemmtilega hluti til
þess að gera. Á ferðalaginu ögra
þær sér á ýmsan máta, fara meðal
annars í zipline, á fjórhjól, í svif-
drekaflug og skella sér á æfingu hjá
einum frægasta crossfittara Íslands,
Björgvini Karli Guðmundssyni í
Hveragerði. /VH
María Finnbogadóttir og Ásthildur
Ómarsdóttir.
Bænda
22. júlí