Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júlí 202126 „Prjónagleðin var mjög vel heppnuð og hér var fjölmenni,“ segir Svanhildur Pálsdóttir, viðburða- og markaðsstjóri Prjónagleðinnar, sem haldin var á Blönduósi á dögunum. Prjónagleðin var nú haldin í fimmta sinn, sú fyrsta var árið 2016 en hátíðin í fyrra féll niður vegna samkomutakmarkana út af kórónuveirunni. „Það var alveg greinilegt að prjónarar voru í mikilli þörf fyrir samveru og virkilega gaman að upplifa gleðina og áhugann sem svo sannarlega var við völd,“ segir Svanhildur. Haldin voru alls 15 námskeið og þá var fjölmenni á fyrirlestrum sem í boði voru á Prjónagleði. Viðburðir eins og prjónaganga og prjónamessa mæltust vel fyrir. Garnatorg var í íþróttamiðstöð, þar var hjarta hátíðarinnar þar sem 22 aðilar buðu garn og aðrar prjónatengdar vörur til sölu. Ístex kynnti þar ullarsængur sínar og kodda og fyrirtækið sýndi einnig peysurnar úr síðustu Lopabók. Vinningsvesti Vinningsvestin úr hönnunar- og prjónasamkeppni Prjónagleðinnar voru einnig til sýnis á Garntorginu en Ragnheiður Guðmundsdóttir varð hlutskörpust í þeirri samkeppni með vesti sem nefnist Hraun, þá var Fractal eftir Guðlaugu Svölu Steinunni Kristjánsdóttur í öðru sæti og Sólrún eftir Hilmu Eiðsdóttur Bakken í því þriðja. „Samveran sem Prjónagleðin bauð upp á var afar dýrmæt og nýttu prjónarar hvert tækifæri til þess að safnast saman og prjóna í minni og stærri hópum,“ segir Svanhildur. Næsta Prjónagleði verður haldin á Blönduósi eftir tæpt ár, dagana 10.–12. júní 2022. /MÞÞ LÍF&STARF Vel heppnaðri Prjónagleði lokið á Blönduósi: Hvert tækifæri notað til að safnast saman og prjóna – Dýrmæt samvera og gleðin við völd Séra Úrsúla Árnadóttir grípur í heklunálina í prjónaguðsþjónustunni sem haldin var í Blönduóskirkju. Myndprjónsnámskeiðið var vel sótt. Ebba Pálsdóttir frá Ullarselinu var mætt á Prjónagleðina. Guðrún Dröfn Pálsdóttir heldur fagmann-lega um hespuna. Myndir / Svanhildur Pálsdóttir Gæðaprjónastundir í góðum félagsskap. Skipuleggjendur Prjónagleðinnar 2021, Svanhildur Pálsdóttir til vinstri og Jóhanna Erla Pálmadóttir til hægri ásamt Berglindi Gunnarsdóttur, sérlegri aðstoðarkonu á hátíðinni. Glæsilegar konur í sérlega fallegum handprjónuðum peysum voru algeng sjón á Prjónagleðinni. Ríta Freyja Bach þenur rokkinn á Garn toginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.