Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 46
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júlí 202146 Fyrir töluvert löngu síðan hafði ég hugsað mér að prófa Benz EQV, 7 manna bíl, sem knúinn er eingöngu með rafmagni, en það var ekki fyrr en í síðustu viku að mér gafst tækifæri á að prófa þennan bíl sem ég kýs að kalla „lúxusbíl“. Vinsæll bíll til prófunar hjá Öskju Laugardaginn 26. maí fékk ég loksins tíma og tækifæri til að prófa þennan bíl eftir laugardagslokun hjá bílaumboðinu Öskju. Vegna vinsælda hjá fólki í að prófa þennan bíl þurfti ég að byrja á að setja hann í hleðslu fyrir utan bílaumboðið þar sem bíllinn hafði verið í stöðugum prufuakstri á opnunartímanum á milli 12 og 16. Eftir þriggja tíma hleðslu sótti ég bílinn og var hann þá kominn með hálfa hleðslu (176 km drægni) sem ég taldi duga fyrir prufuaksturinn. Telur hægar niður drægni í innanbæjarakstri en langkeyrslu Um kvöldið fórum við hjónin í bíltúr með tveimur erlendum vinum okkar um Reykjavík og nágrenni. Alls var sá bíltúr 63 km og að honum loknum sagði mælaborðið í bílnum að drægnin hefði ekki minnkað nema um 57 km. Daginn eftir ók ég út fyrir bæinn á um 90 km hraða alls 51 km, en í þeim bíltúr taldi drægnin niður 75 km. Samkvæmt þessu kemst maður mun lengra á rafhlöðunni í innanbæjarakstri en í langkeyrslu, en ástæðan er að þegar maður bremsar hleður bíllinn inn á rafhlöðuna með bremsunum. Uppgefin drægni 356 km Benz EQV er hægt að fá sem langan og millilangan, en bíllinn sem ég prófaði var lengri gerðin, uppgefin drægni er 356 km. Í bæklingi um bílinn segir að raundrægni á Íslandi á sumrin sé um 300 km og um 250 í vetrarakstri. Vélin gengur eingöngu fyrir rafmagni og er 204 hestöfl og á að skila bílnum úr kyrrstöðu upp í 100 km hraða á 12,1-12,2 sek. Verðið á EQV er frá 13.990.000 sá styttri og langi á 14.390.000. Eins og aðra bíla þá mældi ég innihávaðann í bílnum á 90 km hraða með mælinn á hægra lærinu við aksturinn, en við þá mælingu gekk mér illa að fá stöðuga mælingu sökum hávaða frá öðrum ökutækjum sem ég var að taka fram úr eða þeir að taka fram úr mér. Mælingin rokkaði á um 1-1,5 db. hvort sínum megin við 70db. Ástæðan virtist vera að utanaðkomandi hljóð væru að koma inn um hliðarhurðirnar. Ef ég færði hávaðamælinn í annað miðjusætið var meira veghljóð frá vetrarhjólbörðunum. Mér finnst reyndar ekki sniðugt að vera með rafmagns prufuakstursbíla á vetrardekkjum á sumrin. Kom betur út á malarvegi en ég hafði búist við Öll sjö sætin í bílnum eru mjög góð og fara vel með bæði ökumann og farþega, fótapláss gott. Fremstu tvö sætin eru stillanleg á marga vegu með rafmagni. Á milli miðjusætanna er stokkur sem hægt er að hækka og setja út borð fyrir farþegana. Það vantaði að vísu kampavínið fyrir erlendu vini mína sem ég tók með í kvöldrúnt um Reykjavík á laugardagskvöldi. Eins og allir vita þá er Reykjavík yfirfull af hraðahindrunum en þær eru á annað þúsund talsins. Þegar keyrt er yfir hraðahindranir þarf að fara aðeins hægar en á flestum bílum að mínu mati, enda eru viðkvæmar rafhlöðurnar lægsti punktur bílsins. Hins vegar fannst mér bíllinn koma mun betur út á malarvegi en ég hafði gert ráð fyrir eftir að ég hafði keyrt yfir nokkrar hraðahindranir. Bíllinn tók holurnar vel og heyrðist nánast ekkert steinahljóð undir bílnum. Lokaorð Fínn bíll og hentar eflaust best í lúxusferðamennsku, skólaakstur og fyrir leigubílstjóra, en nánari upplýsingar er hægt að nálgast á vefsíðunni www.askja.is. Hef samt smá áhyggjur út af lokun yfir 150 hleðslustaura í Reykjavík til að hlaða rafmagnsbíla og vona svo innilega að Benz rafmagnsbílaeigendur og aðrir freistist ekki til að hlaða bílana sína með ófullkomnum búnaði og framlengingarsnúrum vegna þessarar fækkunar á hleðslustöðvum. Benz EQV. VÉLABÁSINN Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.lci.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 ZETOR VARAHLUTIR Erfitt reyndist að fá stöðuga mælingu á hávaðann inni í bílnum. Lengd 5140 mm Hæð 1907 mm Breidd 2249 mm Helstu mál og upplýsingar Benz EQV. Myndir HLJ Ágætis farangursrými er í 7 manna bílnum. Miðsætin tvö eru algjör lúxussæti og fer vel um farþegana sem í þeim sitja. Bakkmyndavélin sýnir bæði ofan á bíl og aftur fyrir sem eykur á öryggi. Myndin í leiðsögutækinu er einstak- lega góð og skýr. Hef svolitlar áhyggjur fyrir hönd rafbílaeigenda vegna lokunar á yfir 150 hleðslustaurum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.