Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júlí 202118 LANDSJÁ Sagt er að sá merki stjórn­ málamaður Lúðvík Jósepsson hafi stundum tekið þannig til orða að alltaf mætti fá einhverja til þess að reikna, en mestu skipti þó alltaf út frá hvaða forsendum væri reiknað. Engu skipti hvort rétt væri reiknað ef forsendurnar fyrir útreikningunum væru rangar. Fjármálaráðherrar Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, OECD- landanna svokölluðu, tóku upp reiknistokkinn um miðjan níunda áratuginn og hefðu ekki fengið háa einkunn hjá Lúðvík. Á þeim árum var viðvarandi offramleiðsla á landbúnaðarvörum um allan heim, verðbólga og hagvaxtarkreppa. Reagan og Thatcher gáfu tóninn í efnahagsmálum og sú forsenda var gefin að nýfrjálshyggja skyldi ráða ríkjum og slá á slóðaskapinn. Stofnunin bjó til skapalón til að máta löndin við. Það skapalón samanstóð af hvergilandi úr hagfræðikennslubók. Í því landi eru engin inngrip, markaðir eru svokallaðir samkeppnismarkaðir þar sem allir hafa jafn miklar upplýsingar og sjá inn í framtíðina af fullkominni nákvæmni og svo framvegis. Land sem ekki er til. Öll frávik frá fríverslun eru óeðlileg inngrip inn í alvitra hegðan markaðarins. Sú niðurstaða fékkst í upphafi með skilgreiningu – tæknilegu rothöggi í umræðuna. Niðurstaðan er alltaf hin sama Ár hvert er gefið út mikið rit af OECD. Það rit fer yfir landbúnaðarkerfi 55 landa, sem saman framleiða megnið af landbúnaðarvörum í heiminum. Niðurstaða þessa rits er alltaf hin sama. Löndin gera ekki nóg til þess að auka frelsi í viðskiptum með landbúnaðarvörur og ekki nóg til þess að draga úr styrkjum sem hrófla við gangverki markaðarins. Reiknimeistarar OECD komast að því að öll lönd, nema helst Indland, Víetnam og Nýja-Sjáland, styðji sinn landbúnað á einn eða annan hátt. En Indland og Víetnam halda verði á helstu korntegundum undir heimsmarkaðsverði til þess að fátækt fólk geti fengið nauðþurftir. Ísland fer ekki varhluta af þessari skýrslu. OECD telur að stuðningur við landbúnað á Íslandi sé meiri en víða annars staðar. Hamrað er á þessu þótt þróunin sé reyndar sú að dregið hefur gríðarlega mikið úr stuðningi síðustu 30 árin. Auk þess má ekki gleyma að áður fór opinbert fé í rannsóknir og þekkingaryfirfærslu í landbúnaði sem núna fer í eftirlitsstofnanir af ýmsu tagi. Verðlag hér er hærra en í ESB OECD kemst að niðurstöðu sinni varðandi Ísland fyrst og fremst vegna þess að stofnunin ber saman verð á ýmsum kjöttegundum annars vegar og svo hins vegar reiknimjólk við þau verð sem íslenskir bændur fá fyrir sínar afurðir. Hér þarf að taka fram að það eru engin viðskipti með hrámjólk yfir landamæri og því er búin til reiknimjólk úr dufti, smjöri og osti. Ályktun OECD er sú að hér á landi sé verð hærra en þetta svokallaða raunverulega verð og mismuninn greiði neytendur í styrki til bænda. Þetta er í sjálfu sér ekki röng niðurstaða, það er að segja að hér sé verð á matvælum hærra en meðaltal í Evrópusambandinu. En það er bara litið framhjá því að verðlag á öllu öðru en fiski er einnig hærra hér á landi heldur en í löndum ESB. Sennilega myndi niðurstaða sambærilegrar greiningar fyrir aðrar tegundir varnings leiða til þeirrar ályktunar að verulegur stuðningur væri frá almenningi til innflytjenda matvæla sem ekki eru framleidd hér á landi og bera enga tolla. Það tel ég ekki endilega vera vitlaust en það er samt sem áður ákaflega einfeldningsleg greining. Á Íslandi er allt dýrt Ísland er blessunarlega hástökkvari í efnahagsmálum. Þegar afi minn fæddist í torfbæ árið 1930 var verðmætasköpun Íslands á svipuðu róli og á Fílabeinsströndinni í dag. Nú er hér allt dýrt miðað við önnur lönd, ef frá eru talin lönd eins og Sviss og Noregur. Það blasir því við að ef íslenskir bændur eiga að búa í sama efnahagslega raunveruleika og almenningur á Íslandi þarf afurðaverð að vera hærra heldur en að meðaltali í ESB. Sumum þykir þetta ósanngjarnt og vilja að bændur á Íslandi keppi við bændur á Evrópumarkaði eins og þeir búi í hvergilandi en ekki á Íslandi. Fjármálaráðherrar og efnahagssérfræðingar OECD ættu sem fyrst að endurskoða úreltar forsendar útreikninga sinna og horfa almennt en ekki sértækt á matvælaverð í samanburði milli landa og reikna út frá sambærilegum kaupmætti. Kári Gautason sérfræðingur hjá BÍ. OECD-forsendur í hvergilandi Kári Gautason. FRÉTTIR Ný 110 fermetra deild var fyrr á árinu tekin í notkun á Heilsu­ leikskólanum Álfasteini í Hörgár­ sveit. Þetta er þriðja við bygg ingin við leikskólann frá því hann var tekinn í notkun árið 1995. Fyrir 5 árum voru 25 börn í leik- skólanum og var hann þá um 175 fermetrar að stærð. Nú eru börnin 58 talsins og fermetrarnir orðnir nær 400. Fjölgun barna á leikskólanum er í takt við fjölgun íbúa í sveitar- félaginu, en þeir nálgast nú óðfluga að verða 700. Nýja viðbyggingin var opnuð upp úr miðjum mars en þá voru aðstæður með þeim hætti í samfélaginu að fögnuðurinn var á lágstemmdum nótum. Nú hefur birt til og ástæða þótti til að bjóða foreldrum, forráðamönnum og öðrum íbúum að gera sér glaðan dag og skoða þá glæsilegu aðstöðu sem boðið er upp á á Álfasteini. Starfsfólk leikskólans er ekki í vafa um að Álfasteinn sé í hópi flottustu og best búnu leikskóla landsins og er stolt af því. Nú starfa 18 manns í leikskólanum. Samkomusalur með klifurvegg Fyrir tveimur árum var leikskólinn stækkaður um 110 fermetra, m.a. bætt við einni deild og starfsmannaaðstöðu. Nú var aftur stækkað um 110 fermetra og einnig bætt við nýrri deild sem og rúmgóðum sal þar sem er að finna svið til að nota við samkomur í skólanum og þar er einnig klifurveggur sem börnin hafa gaman af að spreyta sig við. Álfasteinn er heilsuleikskóli, hann er staðsettur rétt norðan við sveitarfélagamörk Hörgársveitar og Akureyrar, stendur skammt ofan við þjóðveginn umlukinn trjágróðri og sveitasælu. Nafnið er dregið af bóndabænum Dvergasteini sem er rétt norðan við Álfastein og einnig stórum steini sem er á leikskólalóðinni, en hann kom upp úr grunninum þegar leikskólinn var byggður. Læra að bera virðingu fyrir náttúrunni Einkunnarorð heilsuleikskólans Álfasteins eru „Með sól í hjarta“ og er unnið eftir hugmyndafræði Heilsustefnunnar og jákvæðs aga auk þess að gera verkefni tengd Grænafána Landverndar. Leitast er við í daglegu starfi að börnin læri að bera virðingu fyrir náttúrunni og njóta hennar. Mörg barnanna búa á sveitabæjum og eða í nágrenni við náttúruna og eru þeim oft tamastir leikir sem tengjast náttúrunni og því sem bændasamfélagið býður upp á. Á Álfasteini er áhersla lögð á að viðhalda íslenskum siðum og venjum jafnframt því að opna augu barnanna fyrir fjölmenningu og fjöl- breytileika lífsins. /MÞÞ Börnin á Heilsuleikskólanum Álfasteini í Hörgársveit sungu við raust þegar því var fagnað að ný viðbygging var tekin í notkun. Myndir / MÞÞ Í nýbyggingunni er samkomusalur og þar er líka klifurveggur sem nýtur vinsælda meðal barnanna. Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020 eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b, 105 Reykjavík Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir bújörðum á söluskrá Borgfirskur flamenkó-gítarleikari og spænskir listamenn bjóða til veislu Þessa dagana eru spænskir flamenkó­listamenn að troða upp víða um land í samvinnu við borgfirska gítarleikarann Reyni Hauksson. Þetta er í þriðja sinn sem sýningarnar „Flamenkó á Íslandi“ eru haldnar á Íslandi en þar koma fram bæði íslenskir og spænskir listamenn. Tilefnið er útgáfa fyrstu íslensku flamenkó-hljómplötunnar sem Reynir Hauksson gaf út í fyrra. Sýningarnar áttu að fara fram síðasta vor en vegna kórónuveirufársins þurfti að fresta þeim. Listamennirnir eru því búnir að bíða lengi spenntir eftir tækifærinu til að koma fram. Hljómsveitina skipa fjórir spænskir flamenkó-listamenn ásamt Reyni Haukssyni frá Hvanneyri. Listamennirnir munu einbeita sér að landsbyggðinni í ár þar sem þeir boða fagnaðarerindið með flamenkósöng og dansi. Sýningarnar fara fram á eftirtöldum stöðum: Græna hattinum 1. júlí Valhöll Eskifirði 2. júlí Borgarfirði eystri 3. júlí Gamla Bíó Reykjavík 8. júlí Frystiklefanum Rifi 9. júlí Hvanneyri Pub 10. júlí Vestmannaeyjum 11. júlí Hljómsveitina skipa: Reynir del Norte - gítar Jorge el Pisao - gítar Jacób de Carmen - söngur Paco Fernández - dans Cheito - slagverk Miðar eru aðgengilegir á Tix.is. https://tix.is/is/event/11439/ flamenco-a-islandi-/ Heilsuleikskólinn Álfasteinn í Hörgársveit: Tvisvar sinnum stækkaður á tveimur árum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.