Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 25
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júlí 2021 25
þann búning í samanburði við
aðrar búninga í öðrum löndum?
„Já, þú segir nokkuð. Bún
inga saga Íslendinga er í flestu lík
sögu annarra þjóða en þó með
greinilegum íslenskum einkenn
um. Fatnaður er ávallt unninn úr
því hráefni sem völ er á hverju
sinni og á Íslandi var ullin mik
ilvæg. Landnámsmenn báru vit
anlega búninga samkvæmt sinni
tísku, sem skreyttir voru bæði
með útsaumi og skarti en einnig
eftir tísku og þróun samfélaga
í gegnum aldirnar. Um miðja
18. öld fjölgaði ferðum erlendra
landkönnuða til landsins og
vitanlega beindist áhugi þeirra
að lífsháttum og siðum lands
manna. Faldbúningar kvenna
vöktu mikla athygli enda þóttu
þeir ólíkir því sem gerðist á
meginlandinu. Ýmist þóttu þeir
glæsilegir eða til óprýði og tóku
margir íslenskir karlmenn undir
ógagn þeirra. Málið var rætt víða,
m.a. í Kaupmannahöfn á fyrri
hluta 19. aldar í hópi mennta
manna sem í hringiðu sjálfstæð
isrómantíkur töldu það nauðsyn
hverrar þjóðar,“ segir Hildur og
bætir strax við: „Með aðkomu
Sigurðar málara Guðmundssonar
um miðja 19. öld urðu verulegar
breytingar og til urðu skautbún
ingur, kyrtill og upphlutur, sem
ásamt peysufötum þróuðust inn
í 20. öldina. Þannig hélt þjóðleg
tíska velli og í dag berum við stolt
búninga formæðra og feðra sem
sparibúninga á tyllidögum.“
/MHH
ára
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
ÍSLAND ER LAND ÞITT
Faldafreyjur á Ísafirði útskrifaðar af faldbúningsnámskeiði sumarið 2015. Mikill áhugi hefur verið þar en Hildur
kenndi 15 þjóðbúninganámskeið á árunum 2006–2015 á Ísafirði og næsta námskeið er bókað haustið 2021.
Fjórar glæsilegar konur, ein í kyrtli og þrjár í skautbúningi.
Mastersverkefni Hildar fjallar um prjón í íslenskri búningasögu frá 1760–1900.
Verkefnið fjallar um að rannsaka gamlar aðferðir sem hafa glatast og síðan
er allur fatnaður handprjónaður. Hér eru Hildur og Ási ásamt frænkunum
Hönnu, Erlu og Thelmu í endurgerðum búningum.
Bænda
bbl.is Facebook
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
KÚPLINGAR
gerðir dráttarvéla