Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 41
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júlí 2021 41 Hér munu væntanlega birtast nokkrir stuttir kaflar um bútækni á horfinni öld, nánar tiltekið á tímabilinu 1945-1965. Á þeim árum breyttust búvélar og verk- færi til landbúnaðarverka líklega meira en hafa gert á öðru jafn- löngu skeiði í sögu þjóðarinnar. Það einkenndi m.a. tímabilið að nokkuð var um innlenda verk- færasmíði. Ýmist var þar um að ræða frum­ hönnun tæknilausna, sem sérstak­ lega voru sniðnar að íslenskum aðstæðum, eða smíði eftirlíkinga erlendra tæknilausna. Samkeppni við innflutning frá erlendum fram­ leiðendum var þá ekki jafn mikil og síðar varð. Hér verður sagt frá þremur dæmum úr þessum kafla búnaðarsögunnar. Hönnuðu þökuplóg Ásbjörn Sigurjónsson, kenndur við Álafoss, og Guðjón Hjartarson hönnuðu þökuplóg, sem verkfæra­ nefnd ríkisins tók til prófunar. Plógurinn var ætlaður til þess að rista þökur ofan af sléttu landi. Grunnur þökuplógsins var hefð­ bundinn plógur dreginn af drátt­ arvél. Hann krafðist því tveggja manna, ekils og plógmanns. Ekkert lét verkfæranefnd uppi um hvernig þökuplógurinn reyndist utan það að með honum mátti skera 8 cm þykkar þökur sem voru 60 x 35 cm að stærð. Fátt fréttist síðan af þökuplógnum enda spurn eftir verkum hans trúlega takmörkuð á þeim árum. Hannaði skurðruðningstönn á beltavél Haraldur Guðjónsson í Mark holti í Mosfellssveit hannaði skurðruðn­ ingstönn á beltavél. Með henni skyldi auðveldað verkið við að jafna út ruðningum úr vélgröfnum skurðum sem þá var ærið verkefni. Einnig mátti með tönninni lækka bakka skurðanna. Vökvastjórn tækja var ekki langt komin á þeim árum svo Haraldur nýtti víraspil til þess að stýra tönninni. Að ósk Búnaðarþings 1954 rannsakaði verkfæranefnd vinnubrögð með tönn Haraldar. Kom í ljós að afköst við útjöfnun skurðruðnings sem og lækkun skurðbakka voru mun meiri (>50%) þegar skurðruðnings­ tönninni var beitt heldur en fram­ tönn beltavélarinnar. Þrátt fyrir þá niðurstöðu náði búnaðar Haraldar í Markholti ekki útbreiðslu enda voru á þessum árum að koma til nota betur búnar jarðýtur, auk þess sem menn náðu vaxandi leikni í beitingu þeirra við verkið sem víða kallaði að. Súgþurrkunarblásarinn Þriðja tækið, sem nefnt skal, er súgþurrkunarblásarinn. Af hon um voru fleiri hundruð, ef ekki þúsund, eintök smíðuð hérlendis. Þeir voru sérstaklega hannaðir með íslenskar aðstæður í huga – nægilega loftþrý­ stigetu: Hérlendis voru heystæður jafnan háar (djúpar hlöður) og þéttar í sér vegna hinnar smágerðu töðu. Að minnsta kosti fimm innlendar járnsmiðjur smíðuðu súgþurrkunar­ blásara; Landssmiðjan var þeirra mikilvirkust. Verkfæra nefnd gerði rækilegar mælingar á afkastagetu og aflþörf blásaranna er síðan urðu grunnur að hönnun súgþurkunar­ kerfanna. Úr blásur unum var allur vindur er rúllutæknin nam íslenskar sveitir svo nú liggja þeir margir ónotaðir hér og hvar um landið; aðrir hafa lent í söfnun brotajárns á undanförnum árum. Í dag er afar lítið um innlenda hönnun og smíði landbúnaðar verk­ færa. Bjarni Guðmundsson, Hvanneyri LÍF&STARF Sæðistaka er að hefjast úr þeim 3 nautum sem fæddust síðasta sumar og lofar góðu. Nautin eru róleg og geðgóð. Þau eru boðin til sölu og er lýsing á þeim á heimasíðu Búnaðarsambandsins og í þessu tölublaði Bændablaðsins. Þau verða ekki afhent nýjum eigendum sínum fyrr en nægjanlegu magni af sæði hefur verið safnað úr þeim. Nautin hafa vaxið og dafnað vel og er meðalþungaaukning þeirra tæp 1.545 g á dag fyrstu 11 mánuðina. Söluferli nautanna Ákveðið var að nota sömu útboðsreglur og í fyrra en óskað er eftir skriflegum tilboðum í hvert naut. Hverjir mega bjóða í kálfana? Rekstraraðilar í nautgriparækt – bæði einstaklingar og lögaðilar – geta sent inn tilboð uppfylli þeir eftirfarandi skilyrði: 1. Séu skráðir eigendur eða leigjendur lögbýlis og með lögheimili á Íslandi. 2. Stundi nautgriparækt og reki nautgripabú á lögbýlinu með virkt virðisaukaskattsnúmer og starfsemi þeirra falli undir atvinnugreinanúmer 01 og 02 í atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands, sbr. ÍSAT2008, þó ekki starfsemi í undirflokkum 01.61, 01.62, 01.63, 01.64, 01.70 og 02.40. 3. Séu þátttakendur í afurðaskýrsluhaldi Bændasamtaka Íslands og hafi sinnt fullnægjandi skilum á skýrslum fyrir framleiðsluárið 2018, sbr 4 gr. reglugerðar nr 1261 / 2018. Tilboðsferli Tilboð verða að berast á þar til gerðu eyðublaði sem aðgengilegt verður á heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands (bssl.is) en þeir sem ekki geta nálgast eyðublaðið á þann hátt geta haft samband við Svein í síma 894-7146 og fengið blaðið sent til sín. Á eyðublaðinu er tilgreint í hvaða grip eða gripi er verið að gera tilboð en bjóða má í eins marga gripi og hver vill, en tilgreina skal hversu hátt er boðið í hvern þeirra. Ef sami aðili sendir inn fleiri en eitt tilboð gildir nýjasta tilboðið, en hver tilboðsgjafi getur bara haft eitt gilt tilboð í hvern grip. Lágmarksboð í hvern grip er 800.000 kr. – átta hundruð þúsund kr. – án vsk og verða lægri tilboð ekki tekin gild. Tilboðið á þar til gerðu eyðublaði þarf að senda í ábyrgðarpósti merkt: Tilboð í naut Nautgriparæktarmiðstöð Íslands Austurvegi 1 800 Selfoss Tilboðið þarf að vera póstlagt í síðasta lagi föstudaginn 30. júlí 2021 en tilboðin verða síðan opnuð og unnið úr þeim þriðjudaginn 10. ágúst 2021. Þeim sem gera tilboð er frjálst að vera við þegar tilboðin eru opnuð. Ráðstöfun nautanna eftir opnun tilboða 1. Fyrst skal ganga úr skugga um að tilboð sem borist hafa séu gild þ.e. þau uppfylli öll þau skilyrði sem sett hafa verið. 2. Komi jöfn hæstu tilboð í einhvern grip frá tveimur eða fleiri aðilum skal hlutkesti ráða í hvaða röð tilboðin raðast. 3. Gengið skal frá sölu nautanna á þann hátt að fyrst er tekinn fyrir sá gripur sem hæst er boðið í, þá sá sem næsthæst er boðið í og svo koll af kolli. Komi jafn hátt boð í tvo eða fleiri gripi skal hlutkesti ráða um röð þeirra nauta við sölu. 4. Hver tilboðsgjafi getur einungis fengið keyptan einn grip. Ef sami aðili á hæsta boð í fleiri en einn grip skal hann velja hvaða tilboði hann vill halda og dettur hann þá út sem tilboðsgjafi í önnur naut. 5. Kaupandi skal ganga frá greiðslu fyrir nautið inn á bankareikning Nautís í síðasta lagi 12. ágúst. Litið er á greiðslu á þessum tímapunkti sem fyrirframgreiðslu en nautin verða áfram í eigu og á ábyrgð Nautís fram að afhendingardegi. 6. Sé ekki greitt inn á banka á réttum tíma fellur tilboðið úr gildi og sá sem átti næsthæsta boð í viðkomandi naut fær kaupréttinn. Hafi sá aðili þegar fengið keyptan annan grip getur hann valið hvorn gripinn hann vill taka. Við svona breytingar á einum grip getur því kaupréttur breyst á fleiri nautum. 7. Ef gripur stenst ekki dýralæknisskoðun varðandi almennt heilsufar eða sæðisgæði að lokinni sæðistöku fellur sá gripur út úr sölumeðferð og fær kaupandi þá endurgreitt kaupverð. Þetta hefur þó ekki áhrif á röð tilboða eða kauprétt á öðrum nautum. 8. 8. Berist ekki gilt tilboð í einn eða fleiri af gripunum mun stjórn Nautís ákveða hvernig með þá gripi verður farið í framhaldinu. Fh. hönd Nautís Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri MENNING&SAGA innlendri Unnið með þökuplóg Álfyssinganna Ásbjörns Sigurjónssonar og Guðjóns Hjartarsonar. Mynd / Ólafur Guðmundsson Skurðruðningstönn Haraldar Guðjónssonar í Markholti á Caterpillar-jarðýtu. Mynd / Ólafur Guðmundsson Súgþurrkunarblásari frá Vélsmiðj- unni Keili sem bíður hér skapa- dægurs síns. Hreinræktaðir Aberdeen Angus nautkálfar til sölu – tilboð óskast –
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.