Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júlí 202128 Brautskráning nemenda frá öllum deildum Háskólans á Hólum fór fram við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð, föstudaginn 11. júní 2021. Í ár útskrifaðist 21 nemandi úr Hestafræðideild, 20 með BS próf í reiðmennsku og reiðkennslu og einn með diplómu í reiðmennsku og reið- kennslu. Brautskráningarnemar til BS- prófs í reiðmennsku og reið kennslu luku námi sínu við skólann um hvítasunnuhelgina. Þetta gerðu þeir annars vegar með þátttöku í árlegu Hólamóti í hestaíþróttum og hins vegar með glæsilegri reiðsýningu á aðalreiðvelli skólans sem var haldin 22. maí (sjá myndir). Í augum flestra sem til þekkja markar reiðsýningin lokapunktinn í námi við Hestafræðideild og stund- in, þegar væntanlegir reiðkennarar klæðast bláa jakkanum í lok sýn- ingar, er fyrir mörgum jafngildi brautskráningar og koma fjölskyldur og vinir nemendanna heim að Hólum til að fagna með sínu fólki. Valdís Björk hlaut tvær viðurkenningar Við þetta tækifæri tíðkast að veita tvenns konar viðurkenningar: Reiðmennskuverðlaun Félags taminga manna eru veitt þeim nem- anda, sem hefur hlotið hæstu einkunn á lokaprófi í reiðmennsku. Önnur verðlaun, Morgunblaðs- hnakkurinn, eru veitt þeim nemanda sem hlýtur hæstu vegna meðal- einkunn fyrir öll reiðmennskunám- skeiðin sem nemandinn hefur tekið á námsferli sínum við skólann. Í ár var það Valdís Björk Guðmunds dóttir sem hlaut báðar þessar viðurkenningar. Í viðtali við Helga Bjarnason í Morgunblaðinu segir Valdís: „Ég hef verið í hestamennsku frá því ég man eftir mér og öll fjölskylda mín. Hestafræðinámið á Hólum var eina námið sem mér leist á, það kom ekk- ert annað til greina.“... og jafnframt sagði Valdís: „Ég kynntist fullt af góðu fólki og fékk góða kennslu sem ég mun taka með mér út í lífið.“ Við brautskráningarathöfnina þann 11. júní voru að auki veitt verðlaun frá Knapamerkjakerfinu fyrir hæstu vegnu meðaleinkunn í öllum reið- kennslufræðinámskeiðum í gegn- um öll þrjú árin og var það Marthe Skjæveland frá Noregi sem hlaut þau. Því til viðbótar veitti skólinn bóka- verðlaun fyrir hæstu vegnu meðal- einkunn á BS prófi í reiðmennsku og reiðkennslu eftir öll árin þrjú og þau verðlaun fékk annar Norðmaður, Mathilde Espelund Hognestad. Eftirsóknarvert fyrir ungt fólk Hestafræðideild Háskólans á Hólum er vinsæl og eftirsóknarverð fyrir ungt fólk sem langar að mennta sig og vinna við hesta. Allir brautskráningarnemar til BS-prófs í reiðmennsku og reiðkennslu við Hólakirkju eftir glæsilega reiðsýningu sem haldin var á aðalreiðvelli skólans 22. maí. Myndir / Árni Rúnar Hrólfsson Brautskráning frá Hestafræðideild Háskólans á Hólum 11. júní síðastliðinn: Valdís Björk Guðmundsdóttir sem hlaut bæði Reiðmennsku- verðlaun Félags tamingamanna og Morgunblaðshnakkinn Valdís Björk Guðmundsdóttir hlaut Reiðmennskuverðlaun Félags tamingamanna, sem eru veitt þeim nemanda sem hefur hlotið hæstu einkunn á lokaprófi í reiðmennsku. Hún hlaut einnig Morgunblaðs hnakkinn sem er veittur þeim nemanda sem hlýtur hæstu vegna meðaleinkunn fyrir öll reiðmennskunámskeiðin sem nemandinn hefur tekið á námsferli sínum við skólann. Mathilde Espelund Hognestad frá Noregi hlaut bókaverðlaun fyrir hæstu vegnu meðaleinkunn á BS prófi í reiðmennsku og reiðkennslu eftir öll árin þrjú. Ósvikin gleði! – Rósanna Valdimarsdóttir. Seline Bauer frá Þýskalandi komin í bláa jakkann. HROSS&HESTAMENNSKA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.