Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júlí 2021 21 olíu, gasi og kjarnorku sé flutt á pappírunum yfir á hreina íslenska raforku. Mengunin er sem sagt ekki til og hverfur, líkt og syndirnar forðum, við það eitt að menn kaupi sér aflátspappíra sem að þessu sinni eru gefnir út á Íslandi en ekki af páfanum í Róm. Ósannindi fegruð með fínum pappírum Upprunaábyrgðir voru samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar og Samorku teknar upp til að sporna við hlýnun jarðar í samræmi við alþjóðlega sáttmála. Uppruna­ ábyrgðir eru því sagðar búnar til svo framleiðendur grænnar orku fái hærra verð fyrir hana. Það eigi svo að leiða til að meira verði framleitt af grænni orku. Án upprunaábyrgðar telst rafmagnið vera úr sameiginlegum orkupotti Evrópu með allri sinni kola­. Olíu­, gas­ og kjarnorku­ framleiðslu. Fyrirtæki sem segjast ekki fá orku úr þessum sameiginlega potti, heldur hreina orku frá Íslandi, kaupa sér pappíra sem eiga að sanna slík fyrir þeirra neytendum. Hvað sem menn vilja kalla það, þá er það einfaldlega ósatt. Það hefur ekki verið til þessa og er enn samkvæmt bestu heimildum, ekki flutt eitt einasta kílówatt af hreinni raforku frá Íslandi. Keyptu sig frá hreinsunareldinum með aflátsbréfum páfa Það er alls engin fjarstæða að líkja upp runa ábyrgðum á raforku á Íslandi við sölu páfans í Róm á afláts bréfum á árunum upp úr 1500. Aflátsbréf voru vottorð sem sölu menn páfa seldu þá til að fjármagna framkvæmdir í Róm. Aflátsbréf áttu að tryggja þeim sem keypti, afslátt frá hreinsunareldi eftir dauða. Fyrsta prentaða skjalið úr prentsmiðju Gutenbergs var aflátsbréf. Gagnrýni á sölu aflátsbréfa var lykilatriði í siðbótarhreyfingum. Algengt er að miða upphaf siðbótar­ innar við mótmæli Marteins Lúthers við sölu aflátsbréfa kirk junnar. Þessi bréf voru seld um alla Evrópu til að fjármagna endurbygg ingu Péturskirkjunnar í Róm sem hófst árið 1506 og lauk árið 1626. Sala slíkra afláts bréfa hófst í Þýskalandi árið 1516 og það var munkurinn Jóhannes Tetzel sem sá um sölu þeirra. Í þessu ljósi er líka afar sér­ kenni legt að Íslendingar, sem skiptu að mestu yfir í lútherstrú við siðaskiptin, en sú kirkjudeild er bakgrunnur íslensku þjóðkirkjunnar í dag, skuli nú vera að taka upp mörg hundruð ára gamlan og siðlausan blekkingaleik páfa. Sem auk þess var í algjörri andstöðu við réttlætiskennt Marteins Lúthers. Verndari Íslensku þjóðkirkjunnar er forseti Íslands. Þar með er embættið væntanlega að taka undir afstöðu Marteins Lúthers gegn páfa í sölu aflátsbréfa rómversk­kaþólsku kirkjunnar enda markaði sú andstaða upphafið af evangelísku­lúthersku kirkjunni. Seld voru 18,6 milljónir grænna skírteina á síðasta ári Mikil peningamaskína hefur verið búin til í sambandi við uppruna­ ábyrgðakerfið sem á endanum skilar sér í hærra orkuverði til neytenda. Framleiðendur raforku selja skírteini til notenda raforku annaðhvort beint eða á markaði. Framleiðendur geta flutt skírteini út og selt til erlendra notenda. Einnig geta innlendir notendur keypt erlend skírteini og flutt inn. Landsnet sér um útgáfu „grænna skírteina“ á Íslandi. Hvert skírteini samsvarar 1 MWh. Á árinu 2012 voru þessi skírteini rúmlega 5,8 milljónir talsins. Flest voru þau árið 2017 eða rúmlega 20 milljónir, Á árinu 2020 voru þau tæplega 18,6 milljónir og fram til loka apríl á yfirstandandi ári nam salan rúmum 12,4 milljónum skírteina. Hvert útgefið skírteini kostar 3,50 krónur. Flutt voru út skírteini á síðasta ári sem nam 14.060.496 MWh, en flutt inn, eða keypt til baka, skírteini sem nam 80.951 MWh. Til að virkjun geti fengið útgefin skírteini vegna framleiðslu sinnar þarf hún að standast vottun um að raforkuframleiðslan sé græn. Vottunin er framkvæmd af Landsneti og kostar 50.000 krónur. Í ljósi þessa hlýtur að vera eðlilegt að fólk velti fyrir sér hvort siðferðilega sé í lagi að beita vísvitandi blekkingum við sölu á vörum eins og upprunaábyrgðum á raforku. Vetnisvæðing úti í heimi gæti kallað á stóraukna orkuframleiðslu á Íslandi Landsvirkjun hefur haft það á sinni stefnuskrá í mörg ár að Ísland verði tengt við Evrópu með rafstreng. Mikil andstaða hefur verið við slíka hráefnasölu úr landi á þeim fors endum að hægt sé að ná mun meiri virðisauka út úr orkunni með því að framleiða úr henni vörur hér innanlands. Bent hefur verið á í því samhengi að þjóðir sem stunda einungis hráefnis­ útflutning sinna helstu auð linda hafi aldrei farnast sérlega vel í heimssögunni. Nú kann hins vegar að vera að skapast nýr veruleiki í þessu púsluspili. Vegna þess kapphlaups sem nú er komið upp meðal þjóða heims um aukna vetnisvæðingu, sjá menn sér þar leik á borði að flytja orkuna einfaldlega út í formi vetnis. Væntanlega er það þó ekki fýsilegur kostur nema að það auki um leið virði raforkunnar sem nýtt yrði til slíkrar vetnisframleiðslu. Hversu oft er hægt að selja sama hreinleikann? Það sem ýtir undir þessa hugmynd er að Þjóðverjar horfa þegar fram á mikinn vanda vegna þeirrar stefnu að stórauka hlut „græns“ vetnis á orkumarkaði. Þeir geta ekki staðið við þau áform heima fyrir samkvæmt orðum sendiherra Þýskalands á Íslandi í grein í Bændablaðinu fyrir skömmu. Því hafa þeir m.a. biðlað til Íslendinga um að framleiða fyrir sig grænt vetni með hreinni íslenskri orku. Hvernig Íslendingar ætla að fara að því, verandi búnir að selja hreinleikavottorð fyrir 80­90% raforkunnar, er vandséð, nema til komi stórfelld uppbygging vinds­ eða vatnsfallsvirkjana. Þá er spurningin hversu grænt verði hægt að skilgreina vetnið sem framleitt yrði úr þeirri íslensku orku. Sér í lagi ef haldið verður áfram að menga það í opinberum gögnum með sölu aflátsbréfa m.a. sem skila okkur þýskum koltvísýringi og kjarnorkuúrgangi í stórum stíl. Nema erlendum orkusölusérfræðingum finnist bara allt í lagi að selja sama huglæga hreinleika mörgum sinnum. Víkurvagnar ehf. – Hyrjarhöfði 8. – 110 Reykjavík Sími 577-1090 – www.vikurvagnar.is – sala@vikurvagnar.is STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI MIKIÐ ÚRVAL KERRUVARAHLUTA VÍKURVAGNAR EHF. RAFMAGNSBÚNAÐUR BREMSUR BEISLI DEKK LJÓS LED LJÓS Greinilega var mun meira lagt í útlit aflátsbréfa sem gefin voru út af páfanum í Róm en sambærilegum bréfum íslenskra orkuframleiðenda. Þetta bréf er frá því um 1430. Fyrsta prentaða skjalið úr prent­ smiðju Gutenbergs í Þýskalandi á fimmtándu öld var einmitt afláts bréf. Páfinn sýndur sem Anti­Kristur við aflátssölu í riti Lúthers frá 1521 Viðarrista frá 1510 þar sem sala aflátsbréfa er sýnd sem ein af þremur ástæðum verðbólgu. Samtímamynd af aflátssalanum Jóhann Tezel sem seldi aflátsbréf í Þýskalandi af miklum móð frá árinu 1516. Marteinn Lúther negldi táknrænt skjal á dyr kirkjunnar í Wittenberg, þar sem hann setti fram í 95 greinum kenningar sínar um kristna trú og leiðir til þess að endurbæta hana, þá sér í lagi með tilliti til sölu á syndaaflausn. Með þessum gjörningi kom hann af stað Mótmælendahreyfingunni innan rómversk­kaþólsku kirkjunnar sem þróaðist loks í evangelísku­ lúthersku kirkjuna. Marteinn Lúther 46 ára gamall, myndin var máluð af Lucas Cranach eldri árið 1529.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.