Bændablaðið - 08.07.2021, Side 49

Bændablaðið - 08.07.2021, Side 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júlí 2021 49 Lopinn í pilsinu er alíslenskur, í sauðalitunum, og í honum er sérvalin lambsull. Stærðir og mittismál: xsmall 60 cm, small 64 cm, medium 70 cm, large 80 cm og xlarge 86 cm. Efni og áhöld: 60 cm hringprjónar nr 4 og nr 5. Aðallitur 120-200 gr tvöfaldur þingborgarlopi, meira ef pilsið á að vera síðara. Munsturlitur 20 gr Slettuskjótt, litaður tvöfaldur Þingborgarlopi eða Dóruband, litað tvíband. Fytja upp 112-120-128-136-144 lykkjur á 60 cm hringprjón nr 4, prjóna stroff 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur brugðið ca 5 cm, skipta yfir á hringprjón nr 5 og prjóna slétt samkvæmt munstri. Setja merki í hliðar, þ.e. merki 1í byrjun umferðar og merki 2 eftir 56-60-64-68-72 lykkjur. Prjóna síðan áfram þar til pils mælist 16-20 cm, þá eru prjónaðar styttri umferðir á bakhluta þannig: prjóna þar til 5 lykkjur eru eftir að merki 1, sem er í byrjun umferðar, snúa röngunni að sér og passa að bandið sé fyrir framan, snúi að manni, taka 1 lykkju af vinstri prjón yfir á hægri prjón, þá færist bandið líka yfir á hægri prjón, og setja bandið yfir prjóninn, afturfyrir, þá er eins og lykkjn sé tvöföld, þetta prjónast saman seinna og varnar því að gat myndist, prjóna brugðið þar til 5 lykkjur eru eftir að merki 2, snúa réttunni að sér og gera eins og áður, hafa bandið fyrir framan og setja 1 lykkju af vinstri prjón yfir á hægri prjón og færa bandið yfir prjóninn og prjóna síðan slétt þar til 5 lykkjur eru eftir að fyrst snúningi, gert eins og áður, snúa, færa lykkju, bandið yfir og prjóna brugðið þar til 5 lykkjur eru eftir að fyrsta snúningi í hinni hliðinni, gert eins og áður, snúa, færa lykkju, bandið yfir og prjóna slétt til baka og gera eins og áður, snúa þegar 5 lykkjur eru eftir í síðasta snúning, færa lykkju, bandið yfir og prjóna brugðið og snúa þegar 5 lykkjur eru eftir í síðasta snúning færa lykkju, bandið yfir og prjóna slétt til baka og er þá búið að snúa samtals 6 sinnum, þrisvar sinnum í hvorri hlið, prjóna áfram í hring, passa að prjóna saman bæði böndin þar sem var snúið. Hægt er að nálgast kennslyndband um stuttar umferðir á youtube .com, “german short rows”. Prjóna slétt áfram þar til pils mælist ca 30 cm (mælt á framstykki) smekksatriði hvað pilsið á að vera sítt, Tekið úr í næstu umferð þannig:* prjóna 6 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman* endurtakata frá * til* út umferð, prjóna 2 umferðir slétt, skipta yfir á prjóna nr 4 og prjóna stroff 2 lykkjur sléttar og 2 lykkjur brugðnar, 5-10 cm, fella laust af og ganga frá endum. Þvo pilsið í höndum og leggja flatt til að þorna. Anna Dóra Jónsdóttir Botna – ullarpils HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 2 8 7 9 1 6 3 1 7 2 9 6 5 7 1 7 9 6 5 8 6 4 3 2 5 Þyngst 6 7 1 4 8 1 2 7 2 6 3 8 1 7 8 2 7 5 3 6 4 6 5 7 5 8 1 1 4 8 2 2 5 6 9 3 3 2 1 6 7 3 5 3 6 7 2 6 4 6 1 5 9 2 6 7 9 4 1 3 1 6 5 8 9 8 4 1 9 6 8 3 2 Hesturinn er uppáhalds FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Glódís er ljúf, hress og dug- leg stelpa sem býr á Króknum. Foreldrar hennar eru Gunnar og Klara og hún á systur sem heitir Dagrún sem er 10 ára. Glódís hefur mikinn áhuga á dýrum, sérstaklega hestum, hún er nýkomin heim úr sumar hestabúðum á Skagaströnd hjá Reiðskólanum Eðalhestar og fannst henni það alveg svakalega skemmtilegt og lærdómsríkt. Nafn: Glódís Gunnarsdóttir. Aldur: 11 ára. Stjörnumerki: Steingeit. Búseta: Sauðárkróki. Skóli: Árskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Fjölíð. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hestur. Uppáhaldsmatur: Kjötfarsbollur með kartöflum og grænum baunum. Uppáhaldshljómsveit: Billie Eilish. Uppáhaldskvikmynd: Brave. Fyrsta minning þín? Þegar ég var um 2 ára og það kom óboðinn köttur inn um stofugluggann heima hjá okkur. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Já, æfi fótbolta með Tindastóli. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Langar að verða hestakona. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Tók einu sinni svaða- legan spólrúnt með pabba á Lödu sport sem hann átti einu sinni og ég rak hausinn í loftið. Hvað ætlar þú að gera skemmtilegt í sumar? Fara í fullt af útilegum, nokkur fótboltamót og hafa það notalegt með fjölskyldunni. Næst » Ég skora á Þránd Elí, frænda minn í Neskaupstað, að svara næst. Uppskriftir sem mæla með íslensku prjónabandi og lopa. Okkar frábæri Þingborgarlopi er í uppskriftinni að pilsinu hér á blaðsíðunni. Lopinn er alíslenskur, í sauðalitum og í honum er sérvalin lambsull og hann kembdur á Íslandi af Ístex fyrir Ullarverslunina Þingborg. Litaði lopinn okkar og bandið er allt handlitað, umhyggja í hverjum þræði. Anna Dóra Jónsdóttir er höfundur uppskriftar, hún hannar mest úr Þingborgarlopa- og bandi. Lopinn fæst í Þingborg og á www.thingborg.is Þingborg www.thingborg.is facebook/thingborgull 20 19 18 17 16 15 14 13 12 11 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 Reykjavík Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 Lely Center Ísland Landbúnaðarleikföng börn og vél- knúin ökutæki bílar, dráttarvélar, vöruflutninga- eða mjólkurbílar ættu aldrei að nálgast leiksvæði barna. Það er góð hugmynd að girða leikvelli tryggilega af og sjá til þess að vélknúin ökutæki þurfi ekki að snúa eða bakka í námunda við þá. Er þitt bú öruggur og góður vinnustaður? PO RT h ön nu n Kynntu þér leiðbeiningaefni um öryggi og vinnuvernd í landbúnaði á bondi.is Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.