Bændablaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. mars 20212 Í síðasta Bændablaði var ítarlega rætt um alvarlega stöðu fuglaflensu í Evrópu og víðar í heiminum. Þar kom einnig fram að töluverðar líkur eru á að alvarlegt afbrigði fuglaflensaveiru geti borist til landsins með komu farfugla. Algengasta afbrigði í Evrópu um þessar mundir er H5N8 en einnig hafa greinst veirur af gerðinni H5N1, H5N3, H5N4 og H5N5. Brigitte Brugger, sérgreina­ dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Mast, segir að allar þessar gerðir smita fyrst og fremst fugla og líkur á smiti í fólki eru litlar. „Þó er alltaf möguleiki á að fuglaflensu­ veirur geti borist í fólk og er því rétt að gæta smitvarna við umhirðu hugsanlega sýktra fugla, með því að nota að lágmarki sérstakan hlífðarfatnað ásamt hönskum og grímu. Eins og nýlegt dæmi um smit í starfsfólki á alifuglabúi í Rússlandi sýnir, eykst smithætta í fólki við aukna umgengni á sýkt­ um dýrum. Í því tilfelli komu upp væg einkenni í sjö starfsmönnum á alifuglabúi sem voru að vinna við aflífun alifugla sem smitaðir voru af H5N8. Þrátt fyrir þetta er það mat Sóttvarnarstofnunar Evrópu að sýkingarhætta fyrir almenning af H5N8 sé mjög lítil en fyrir starfs­ fólk smitaðs bús sé hún ívið meiri en þó lítil.“ Niðurskurður getur orðið nauðsynlegur Ef fuglaflensa kemur upp í alifuglum eða í öðrum fuglum í haldi er gripið til niðurskurðar sem allra fyrst. Að sögn Brititte er nauðsynlegt að bregðast hratt við til að koma í veg fyrir að veiran nái að fjölga sér í fuglahópnum, sem myndi auka líkur á enn frekari útbreiðslu smits. „Fuglaeigendur eru hvattir til að kynna sér efni á veraldarvefnum um einkenni skæðrar fuglaflensu, en þeim er einnig lýst á vef Matvælstofnunar, https://www. mast.is/is/baendur/alifuglaraekt/ fuglaflensa. Vegna þess hversu alvarlegar afleiðingar fuglaflensu eru, skiptir öllu máli að koma eftir fremsta megni í veg fyrir að smit berist í alifugla og aðra fugla sem eru í haldi manna. Hér á landi eru mestar líkur á smiti frá villtum fuglum, ólíkt því sem er á meginlandi Evrópu þar sem einnig er töluverð hætta á að smit berist með dýrum og tækjum og tólum milli alifuglabúa vegna tíðra greininga þar.“ Hindra snertingu villtra og alifugla Fuglaflensuveiran finnst í driti, munnvatni og vessum úr augum og nefi sýktra fugla. Þess vegna ganga smitvarnir aðallega út á að hindra að villtir fuglar komist í snertingu við alifugla og að drit frá villtum fuglum falli ekki í gerði og stíu alifuglanna. Það má búast við að Matvælastofnun leggi til við atvinnuvega­ og nýsköpunarráðu­ neyti að það fyrirskipi hertar sótt­ varnir eftir miðjan mars þegar far­ fuglum fer að fjölga verulega. Ráðlagt er: • að fuglar séu í húsum eða yfir­ byggðum gerðum • að hús og gerði séu fuglaheld, að minnsta kosti með því að setja fuglanet yfir loftræstitúð­ ur, op og glugga á fuglahúsum. • að aðskilnaður sé á milli ali­ fugla og villtra fugla • að ekkert í umhverfi fuglahúsa laði að villta fugla • að hattar séu á öllum lóðrétt­ um loftræstitúðum nema á útblásturstúðum vélrænnar loftræstingar • að óviðkomandi fólki sé bann­ aður aðgangur • að notaður verði hlífðarfatnaður í fuglahúsunum sem eingöngu er notaður þar • að hendur séu þvegnar með sápu og vatni fyrir og eftir umhirðu fuglanna • að fóður og drykkjarvatn alifugla sé ekki aðgengilegt villtum fuglum • að drykkjarvatnsból séu þannig frágengin að ekkert berist í þau yfirborðsvatn og fugladrit • að endur og gæsir séu aðskildar frá hænsnfuglum • að ekki séu fluttir fuglar á milli staða nema vitað sé að heilsufar fugl á báðum stöðum sé gott. „ Matvælastofnun hefur hafið söfnun á upplýsingum um núverandi fjölda og nákvæma staðsetningu allra alifugla landsins. Allir sem halda alifugla, hænsnfugla, kalkúna, endur, gæsir, kornhænur eða aðra fugla sem gefa af sér afurðir til manneldis, eru hvattir til að skrá fuglana. Tilgangur skráningarinnar er meðal annars að Matvælastofnun geti haft samband við alifuglaeigendur á tilteknu svæði ef upp kemur fuglaflensa í villtum fuglum eða í alifuglum svæðinu. Ekki er þörf á skráningu á alifuglahaldi sem nú þegar er með leyfi stofnunarinnar fyrir frumframleiðslu matvæla,“ segir Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir alifuglasjúkdóma. Skráningar fara fram í gegnum þjónustugátt á vef stofnunarinnar, www.mast.i. /VH FRÉTTIR Kristján Þór Júlíusson sjávar­ útvegs­ og landbúnaðar ráðherra upplýsti það á fundi með aðgerða­ hópi sauðfjárbænda um heima­ slátrun þann 25. febrúar að hann stefni á að heimila sauðfjárslátrun heima á bæjum til markaðssetn­ ingar næsta haust. Þetta tilkynnti ráðherra í kjölfar þess að skýrsla um tilraunaverkefni um heimaslátrun á vegum atvinnu­ vega­ og nýsköpunarráðuneytisins (ANR) var skilað 1. febrúar. Fjallar skýrslan um verkefni sem stóð yfir í síðustu sláturtíð. Markmið þess var meðal annars að leita leiða til að auð­ velda bændum sauðfjárslátrun heima til markaðssetningar, með það fyrir augum að auka möguleika sauðfjár­ bænda til verðmætasköpunar. Átakið kynnt í mars Í svari ANR við fyrirspurn um hvort það geti staðfest að stefnt sé að því að heimila heimaslátrun sauðfjár og markaðssetningu afurð­ anna næsta haust, er einungis vísað til fréttatilkynningar ráðuneytisins um aðgerðaáætlun til eflingar ís­ lensks landbúnaðar 17. febrúar. Þar kom fram að meðal aðgerða í mars verði að kynna átak til að ýta undir möguleika bænda til að framleiða og selja afurðir beint frá býli til að styrkja verðmætasköpun og afkomu þeirra fyrir næstu sláturtíð. Með þeirri aðgerð verði stuðlað að frekari fullvinnslu, vöruþróun, varðveislu verkþekkingar og menningararfs við vinnslu matvæla. Tilgangurinn sé að auðvelda landbúnaðinum að nýta betur tækifærin sem í því geta falist. Í fréttinni kemur fram að fjármagn til að hrinda átakinu í framkvæmd sé tryggt. /smh – Sjá nánar á bls. 26-27 FOSSAR EINBÝLISHÚS Viltu lækka byggingar- kostnað?Fossar einbýlishús eru útfærð í einingakerfi Landshúsa. Eininga- kerfið okkar hefur undanfarin ár fengið afar góðar viðtökur og hafa húsin okkar risið um allt land með góðum árangri. Markmið okkar er að bjóða upp á lausn sem gerir fólki kleift að byggja traust hús á einfaldan og hagkvæman hátt. Val á gluggum: Timbur Ál/timbur PVC Hús á mynd er Foss 5 - 211 fm - Verð kr. 28.341.000.- Efla verkfræðistofa sér um tæknilega hönnun á öllum húsunum okkar samkvæmt íslenskri byggingarlöggjöf. STYRKUR - HAGKVÆMNI - HÖNNUN LANDSHÚSLandshús - Sími 553 1550 - landshus.is Þröstur Heiðar Erlingsson í kjöt- vinnslunni í Birkihlíð, einn af sauð- fjárbændunum í aðgerðarhópi um heimaslátrun. Mynd / Þórkatla Björt Sumarrós Þrastardóttir Formaður Geitfjárræktarfélags Íslands: Hefur áhyggjur af hvað verður um lítið félag í nýju félagskerfi „Mér hefði þótt það styrkja okkar málstað ef formaður Bændasamtaka Íslands hefði sýnt þessu einhvern áhuga. Frá honum hefur ekki neitt heyrst,“ segir Anna María Flygenring, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands. Umfjöllun um höfnun styrks úr Matvælasjóði til eina umsækjand­ ans innan þess félags og frá var sagt í Bændablaðinu síðast vakti mikla athygli. Anna María lýsti umsögn með höfnuninni á þann veg að um hefði verið að ræða fádæma for­ dóma og fákunnáttu um geitur og geitfjárrækt. Umfjöllun vakti mikla athygli og voru flestir sama sinnis, þ.e. þótti umsögnin sérkennileg. Anna María bendir á að á Búnaðarþingi sem efnt verður til innan skamms verði félagskerfi innan landbúnaðarins rætt og kosið um nýtt fyrirkomulag í því kerfi. Þannig verði allir bændur, hvaða búgrein svo sem þeir stunda, ein heild og henni verður skipt upp í deildir. „Menn tala núna um að með breytingunni náist aukinn slagkraftur og slá um sig með alls kyns orðalagi í þeim dúr, en ég er satt best að segja frekar áhyggjufull yfir því hvað verður um lítið félag eins og Geitfjárræktarfélag Íslands í þessu nýja félagskerfi,“ segir hún. Geitur á 116 býlum á Íslandi Anna María segir að félagsmenn í Geitfjárræktarfélagi Íslands séu 63 talsins. Í landinu voru um áramótin 2019 til 2020 alls 1.471 geit. Niðurskurður vegna riðu sem upp kom í Skagafirði í fyrrahaust leiddi til þess að geitur lágu einnig í valnum og því má búast við að þær séu eitthvað færri nú. Alls eru geitur á 116 býlum. „Það kom mér ekki á óvart á hve mörgum býlum eru haldnar geitur, miklu frekar hve margir eru nú þegar utan GFFÍ. Sem segir að fólk hefur ekki séð sér hag í að vera í félaginu. Eða geiturnar eru í aukahlutverki í búskapnum. Samt er það hlutverk ekki ómerkilegra en önnur, svo sem að veita fólki félagsskap og gleði,“ segir Anna María. Allt fjármagn verður sótt til BÍ Hún velti því í kjölfarið fyrir sér hvort einhverjir muni detta út úr félaginu við breytingu og þá jafnvel líka hvort aðrir komi inn. Árgjaldið muni renna til Bændasamtaka Íslands, BÍ, þannig að tekjuöflun verði engin fyrir Geitfjárræktarfélagið. „Við munum þá þurfa að sækja allt fjármagn til BÍ ef eitthvað á að gera,“ segir hún og bendir á að BÍ hafi styrkt t.d. útgáfu bóka um efni sem tengist sauðfjárrækt og því muni þau eflaust líka styrkja Geitfjárræktarfélagið á 30 ára afmælisári sínu. Til stendur af því tilefni að gefa út bók sem jafnframt á að þjóna sem kennslubók en slíka bók vantar sárlega við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. /MÞÞAnna María Flygenring, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands. Heimaslátrun og markaðssetning heimil næsta haust MAST varar við fuglaflensusmiti frá farfuglum: Átt þú alifugla í bakgarði? – Komum í veg fyrir að alifuglar smitist af fuglaflensu Ef fuglaflensa kemur upp í alifuglum eða í öðrum fuglum í haldi er gripið til niðurskurðar sem allra fyrst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.