Bændablaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. mars 202122
UTAN ÚR HEIMI
Franskir bændur og ráðherrar mótmæla hugmyndum um vegan fæði fyrir skólabörn:
„Hættum að setja hugmyndafræði á matardiska barnanna okkar“
– sagði landbúnaðarráðherrann Julien Denormandie á Twitter síðu sinni
Franskir bændur og ráðherrar
hafa að undanförnu mótmælt
kröftuglega þeirri ákvörðun borg-
aryfirvalda í Lyon að taka upp
„vegan“ fæði í skólum. Þá hafa
bændur einnig mótmælt við stór-
markaði og dreifingarstöðvar því
lága verði sem þeir fá fyrir sína
afurðir.
Gérald Darmanin, innanríkisráð-
herra Frakklands, segir ákvörðun um
að taka upp „vegan“ máltíðir í skól-
um í Lyon vera móðgun við franska
bændur og kjötiðnaðarmenn. Þá séu
skólamötuneytin oft eina tækifærið
fyrir sum börn til að fá kjöt í matinn.
Fjallað var um málið í staðarmiðlum
eins og Le Progrès.
Sögð tímambundin ráðstöfun
vegna COVID-19
Stéphanie Léger, yfirmaður mennta-
mála í Lyon, segir þessa ákvörðun
einungis vera tímabundna ráðstöfun
vegna COVID-19. Með þessu hafi átt
að ná fram hraðari afgreiðslu í mötu-
neytunum. Ráðstöfunin eigi einungis
að gilda fram að páskum.
Skólayfirvöld sögð stefna
heilsu barna í hættu
Ráðherrar hafa sakað yfirvöld í Lyon
um að vera með þessari ákvörðun að
stefna heilsu skólabarna í hættu.
„Hættum að setja hugmyndafræði
á matardiska barnanna okkar,“
sagði landbúnaðarráðherrann Julien
Denormandie á Twitter-síðu sinni.
„Gefum þeim að borða það sem
þau þurfa í uppvextinum. Kjöt er
hluti af því,“ sagði ráðherrann einnig í
harðorðum skilaboðum.
Matvælaframleiðsla ekki
heilsufarsvandamál
„Við munum ekki sætta okkur við að
öll matvælaframleiðsla sé skilgreind
sem eitthvert heilsufarsvandamál,“
sagði í sameiginlegri yfirlýsingu
búnaðarsambandanna Fédération
nationale des syndicats d'exploitants
agricoles (Fdsea) og Jeunes agriculteurs
du Rhône. Var yfirlýsingin send út
skömmu áður en bændur óku á um
30 dráttarvélum inn í borgina til að
mótmæla stöðunni.
Mótmæla líka lágu afurðaverði
Fulltrúar bænda hafa verið í viðræðum
við matvælarisana á markaðnum
á meðan stórmarkaðir taka þátt í
umræðum um verð, samkvæmt
lögum sem samþykkt voru árið 2018.
Bændur segja verðið sem þeir fái fyrir
afurðir sínar ekki duga fyrir kostnaði
við framleiðsluna. Smásalar halda
því aftur á móti fram að neytendur
hafi ekki efni á að borga meira. Inn
í þessar deilur blandast átök um
innflutning og afnám tolla. /HKr.
Gérald Darmanin, innanríkisráðherra
Frakklands.
Julien Denormandie, landbúnaðar
ráðherra Frakklands.
Ákvörðun skólayfirvalda í Lyon um að taka upp vegan fæði í skólum hefur
vakið mikla reiði meðal franskra bænda.
Alþjóðleg könnun um afstöðu fólks til starfsstétta:
Bretar bera meiri virðingu fyrir
bændum en nokkur önnur þjóð
Bændur eru meira metnir af bresk-
um almenningi en í nokkru öðru
landi, samkvæmt niðurstöðum
nýrrar könnunar. Um 47% Breta
yrðu ánægðir ef barn þeirra gerðist
bóndi.
Það kemur fram í alþjóðlegri
skoðanakönnun YouGov þar sem
yfir 22.000 manns í 16 löndum voru
spurðir um álit sitt á ýmsum starfs-
stéttum. Það kemur ekki á óvart, mitt
í COVID-19 faraldrinum, að vísinda-
menn og læknar skuli hafa skorað
hæst sem tvær virtustu starfsstéttirnar
um allan heim. Það vakti hins vegar
athygli að 47% aðspurðra í Bretlandi
sögðust verða ánægð ef barn þeirra
yrði bóndi. Til samanburðar höfðu
23% aðspurðra á heimsvísu sömu
afstöðu. Enginn önnur þjóð bar meiri
virðingu fyrir bændum en Bretar.
Mark Bridgeman, forseti Country
Land and Business Association
(CLA), sagði um niðurstöðurnar að
kórónaveirukreppan og Brexit hafi
verið meiri áskorun fyrir fæðuöflun
en nokkru sinni fyrr.
Bretland talið í forystuhlutverki
í matvælaframleiðslu
„En fólk er líka að gera sér grein fyrir
forystuhlutverki Bretlands í fram-
leiðslu á fyrsta flokks matvælum,“
bætti hann við.
„Breskir bændur eru með hæstu
umhverfis- og dýravelferðarstaðla í
heiminum. Fólk veit í auknum mæli
að bresk framleiðsla er merki um
gæði og sjálfbærni – og við ættum
að stuðla að því enn frekar.“
Í samtökum Bridgeman, eru
um 30.000 bændur, landeigendur
og fyrirtæki í dreifbýli víðs vegar
um England og Wales.
Ekki á móti vegan en á móti
rangfærslum um breska bændur
„Ég hef ekkert á móti árlegum
herferðum eins og „Veganúar“, en
oft fylgja því neikvæðar sögur sem
dreift er á netinu um búskaparhætti.
Þar er stuðst við gögn sem eru ann-
aðhvort að öllu leyti röng, eða sem
eiga einfaldlega ekki við um breska
bændur.
Við þurfum stöðugt að berjast
gegn og stuðla að jákvæðri ímynd
breska landbúnaðarins – bændur
sjá okkur fyrir heimsklassa mat
sem framleiddur er og ræktaður
fyrir dyrum okkar. Bændur eru
einnig að taka skref í að draga
úr loftslagsbreytingum, snúa við
hnignun líffræðilegs fjölbreytileika
og styðja staðbundin hagkerfi
með fjölbreytni í viðskiptum.
Samt sem áður myndi fólk vilja
sjá bændur vera meira áberandi
í umhverfisumræðunni. Meðal
annars er varðar plöntun á trjám,
aukinni sjálfbærni, staðbundnum
hagkerfum og fjölbreytni í við-
skiptum. Því eigum við að koma
til skila.“
Þessi nýjasta könnun endurómar
niðurstöður nýrrar skýrslu sem birt
var af landbúnaðar- og garðyrkju-
þróunarráði (AHDB) þar sem í ljós
kom að jákvæð viðhorf kaupenda til
bænda hafa vaxið töluvert.
Velvilji gagnvart bændum en
líka vaxandi umhverfisvitund
Susie Stannard, höfundur skýrsl-
unnar, sagði:
„Neytendur hafa brugðist jákvætt
við viðleitni bænda til að halda uppi
fæðuframboði meðan á heimsfar-
aldrinum stendur. En þó að velvilji
sé fyrir hendi er einnig vaxandi vit-
und um margvísleg umhverfismál
sem hafa áhrif á búskapinn, bæði
á alþjóðavettvangi og í Bretlandi.
Einnig löngun til að sjá landbún-
aðinn bæta þar úr.“
Varðandi umhverfismálin í
Bretlandi komu fram í könnuninni
áhyggjur af metanlosun frá búfé,
stærð lands sem notað er undir
dýraeldi, vatnsnotkun vegna rækt-
unar, sem og áhyggjur vegna flóða
og jarðvegseyðingar.
Skýrslan var gerð á vegum
rann sóknarstofnunarinnar Blue
Marble. Þar var m.a. skoðað traust
og gagnsæi í landbúnaðarkerfinu
og kannað hvernig viðhorf til mat-
vælaframleiðslunnar hefur þróast í
tímans rás, sem og hvaða þáttum er
treyst mest.
Skýrslan sýnir að á árinu 2020
var kórónaveiran stærsta áhyggju-
efni breskra neytenda – einnig
Brexit – vegna áhrifa þessara þátta
á heilsu og efnahag. Þar fyrir utan
voru það umhverfismálin sem voru í
forgangi breskra neytenda. Mál eins
og mengun vegna plastúrgangs og
loftslagsbreytingar voru þó stærsta
áhyggjuefnið á alþjóðavísu
. /HKr.
Breskur almenningur er greinilega þokkalega ánægður með sinn landbúnað og ber mikla virðingu fyrir bændum.
Dönsk Sky-Clean tækni:
Getur lækkað CO2 losun í
landbúnaði um helming
Dönsk tækni sem ber nafnið
Sky-Clean hefur alla burði til
að minnka losun landbúnaðar af
koltvíoxíði út í andrúmsloftið um
helming. Ferlið sem tæknin fer í
gegnum er ódýrara en sambæri-
legt á markaði nú og binda Danir
miklar vonir við Sky-Clean. Með
tækninni er hægt að nýta hráefni
úr landbúnaði til að framleiða
flugeldsneyti og lífkol.
Vinna við Sky-Clean hefur staðið
yfir í nokkur ár en tæknin gengur út
á að lífmassa er breytt í lífkol eftir
ákveðnu ferli. Rannsóknaraðilar
frá Tækniháskóla Danmerkur og
háskólanum í Árósum hafa unnið
að þróun tækninnar sem á að geta
minnkað losun frá landbúnaði um
helming. Fleiri aðilar hafa styrkt
verkefnið en hugmyndasmiðurinn
á bak við tæknina er frumkvöðullinn
Henrik Stiesdahl. Von bráðar verð-
ur fyrsta tilraunaverksmiðjan upp á
tvö megavött byggð en þar verður
lífmassi nýttur frá landbúnaði með
hálmi, áburði og fleiri líffræðilegum
afgangshráefnum.
Danska tæknin gengur út á að
umbreyta afgangshráefni í lífkol
með sýrulausu ferli sem gert er í
ákveðnum ofni upp undir þúsund
gráðu heitum. Vegna hitans sundrar
það hráefninu án þess að það brenni
og það breytist í duft. Nokkur
rokgjörn efni breytast í gas á meðan
lítill hluti af lífræna efninu stendur
eftir í föstu eða fljótandi formi.
Samkvæmt vísindamönnunum er
hægt að breyta hálmi og trefjum
úr áburði í flugeldsneyti og lífkol.
Í staðinn fyrir að sleppa kolinu út í
andrúmsloftið er hægt að geyma það
í jörðu í hundruð ára.
Með dönsku aðferðinni verður
hægt að binda 50 prósent af koli í
jörðinni. Lífkolið er hentugur áburð-
ur fyrir jarðveginn og hindrar einnig
leka af næringarefnum úr jarðvegin-
um. /ehg – Landsbygdens Folk
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO):
Markaðssetning á matvælum
til barna oft og tíðum óleyfileg
Matarauglýsingar sem snúa að
börnum brjóta í bága við leið-
beiningar frá Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnuninni (WHO). Ofþyngd
eykst meðal barna um allan heim
og ein af mörgum ráðstöfunum
til að berjast gegn þessari þróun
hafa heilbrigðisyfirvöld í Noregi
nú kannað hversu stór hluti af
markaðssetningu óhollrar fæðu
og drykkja er beint að börnum
þar í landi.
„Það er samhengi milli ofþyngd-
ar og auglýsinga á óhollum mat
og drykkjum,“ segir Kamilla
Knutsen Steinnes hjá norsku
Neytendarannsóknarstofnuninni.
Ásamt Vilde Haugrønning hafa
þær unnið að tilraunaverkefni í sam-
vinnu við WHO sem snýr að þessu
en mörg lönd í Evrópu og Kanada
koma einnig að málinu.
Með aðstoð sérstaks apps hafa
rannsakendurnir kortlagt hvaða
auglýsingar börn og ungmenni
fá í farsíma sína þegar þau nota
Facebook, Instagram, Twitter og
YouTube. Af 5.076 auglýsingum
var ein af tíu auglýsingum um mat
og drykki.
Rannsakendurnir hafa trú á
að hlutfallið væri mun hærra ef
Snapchat og TikTok væri einnig
tekið með í reikninginn.
Átta af tíu auglýsinganna um
mat og drykki eru ekki leyfilegar
samkvæmt leiðbeiningum frá WHO.
Tíu mest auglýstu matvörurnar
voru pitsur, kjötvörur, fiskvörur, ís
og sætir drykkir án viðbætts sykurs,
mjólkursúkkulaði, orkudrykkir,
hafragrautar og sætir drykkir með
viðbættum sykri. /ehg - Bondebladet
Það er samhengi milli ofþyngdar
og auglýsinga á óhollum mat og
drykkjum.