Bændablaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. mars 202136 Gin er brennt vín sem er bragðbætt með einiberjum. Það á rætur sínar að rekja til miðalda, úr heimi grasalyfja og lækninga, og var lengi selt í apótekum sem lyf og var notað til lækninga en er í dag framleitt og selt sem áfengi. Gin er byggt á eldra brenndu víni sem nefnist sénever og var fundið upp í Hollandi. Orðið gin á uppruna sinn í franska orðinu genièvre og orðunum jenever á hollensku og ginepro á ítölsku sem öll þýða einiber, Juniperus communis. Gin er oft drukkið með tónik en einstaka sérvitringar drekka það í greip eða Sprite og er það stundum skreytt með límónu eða agúrku. Saga Þrátt fyrir að gin sé yfirleitt kennt við Bretlandseyjar og sagt þaðan vera komið frá Niðurlöndum sem sérstök útgáfa að sénever, má með rökum sýna að drykkurinn sé upphaflega kominn frá Ítalíu. Arabar fundu upp listina að eima áfengi og frá þeim barst þekkingin til Ítalíu. Benediktusar-munkar í Salerno-klaustri, sem á sér langa og merkilega lækningasögu tengda grasalækningum, eimuðu áfengi að hætti Araba og notuðu spírann til að geyma í lækningaplöntur. Sagan segir að í hlíðum Salerno hafi vaxið mikið af einiberjarunnum og að munkarnir hafi snemma farið að nota berin til lækninga. Auk þess sem Rómverjar brenndu þurrar einiberjagreinar í lækningaskyni og til að fæla burt illa anda. Framan af þótti spíri, sem hinum ýmsu plöntum var blandað út í, góður til lækninga og barst frægð lyfsins út og norður um Evrópu. Drykkja á spíra blönduðum með einiberjum til lækninga jókst mikið á þeim árum sem svarti dauði gekk í Evrópu. Trúin á lækningamátt einiberja var reyndar slík á þeim tíma að fólk bar sérstakar grímur sem fylltar voru af einiberjum og andaði í gegnum þau til að bægja pestinni frá. Eins konar einiberjagrímur. Elsta ritaða heimild um sénever eða jenever er að finna í miðaldahandriti, eða þess tíma alfræðiriti, frá um 1350, sem kallast Der Naturen Bloeme og er eignað hollenska skáldinu Jacob van Maerlant. Fyrsta uppskriftin að sénever sem vitað er um á prenti er frá 1552 og í bók sem kallast Een Constelijck Distileerboec eftir hollenska lækninn Philippus Hermanni. Heimildir segja að enskir her- menn sem tóku þátt í áttatíu ára stríði Niðurlendinga og Spánverja, 1568 til 1648, hafi drukkið talsvert af sénna til að auka hugrekki sitt fyrir orrustur og drykkurinn kallaður Hollenska hugrekkið í framhaldi af því. Í kjölfar þess jukust vinsældir drykksins á Englandi og hann er nefndur á nafn, genever, árið 1623 í leikriti Philip Massinger sem heitir Hertoginn af Mila. Um miðja sautjándu öld hóf fjöldi hollenskra og flæmskra brugghúsa að framleiða bygg- og möltuð kornvín sem voru 6 til 12% af styrkleika og bragðbætt með ýmsum kryddum, einiberjum, anís, kúmeni og kóríander svo einhver séu nefnd. Drykkirnir voru í fyrstu einungis seldir í apótekum og ætluð til lækninga á margs konar kvillum eins og nýrnasteinum, gikt, bak- og magaverkjum. Ginneysla á Bretlandseyjum jókst talsvert eftir að hollenski prinsinn af Orange settist á valdastól á Englandi sem William III eða William af Orenge árið 1689 í skjóli eiginkonu sinnar, Mary, dóttur hertogans af York. Þrátt fyrir að vinsældir William sem konungs Englendinga hafi verið takmarkaðar naut hann mikilla vinsælda í Niðurlöndum. Reyndar voru vinsældir hans svo miklar að Hollendingar tóku upp á því að rækta nánast eingöngu appelsínugular, orange, gulrætur honum til heiðurs og þaðan eru komnar gulrætur eins og við þekkjum þær flest í dag. Vinsældir gins á Bretlandseyjum héldu áfram að aukast í lok sautjándu aldar og á fyrstu áratugum átjándu aldar. Það sem gekk undir heitinni gin á þeim tíma var ólíkt því gini sem við þekkjum í dag og drykkurinn ólíkur frá einum framleiðanda til annars og til er lýsing á einum slíkum sem virðist bragðast eins og krydduð terpentína. Gin var um tíma tengt fylgjendum Marteins Lúters og kallað mótmælendavín vegna þess að Bretakonungar sem fylgdu siðbreytingunni helltu því í hermenn sína sem börðust við kaþólikka á Írlandi og í Frakklandi. Stjórnvöld í Bretlandseyjum gáfu framleiðslu á gini frjálsa í valdatíð Willians III en lögðu háa innflutningstolla á koníak frá Frakklandi til að auka veltu innanlands. Lögin gerðu ráð fyrir að hver sem er gæti hafið framleiðslu á gini með því einu að setja upp tilkynningu um það með viku fyrirvara á almennum stað. Í framhaldinu flæddi á markað gin sem var bruggað úr annars flokks byggi sem ekki þótti hæft til bjórgerðar. Árin milli 1695 og 1735 eru stundum kölluð gin-árin eða ginæðis-árin. Ástæða þessa var að gin var ódýrt og neysla þess mikil meðal fátækari stétta og fjöldi ginhúsa eða ginbúlla, eins og ginsölustaðir voru kallaðir, í London er áætlaður um 15 Gin og tónik Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is SAGA MATAR&DRYKKJA Gin og tónik á eldhúsborðinu. Gineiming. Gott tónik inniheldur kínin, sem er framleitt úr tré sem kallast kínabörkur (Cinchona mofficinalis). Í dag er gin ekki bara rammur drykkur sem kryddaður er með einiberjum og mörgum þykir nánast ódrekkandi nema útþynntur í gosi eða ávaxtasafa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.