Bændablaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. mars 202126 Á fundi Kristjáns Þórs Júlíus­ sonar sjávarútvegs­ og land­ búnaðar ráðherra með aðgerða­ hópi sauðfjárbænda um heima­ slátrun þann 25. febrúar kom fram að hann hyggst heimila næsta haust að sauðfjárslátrun geti farið fram heima á bæjum til markaðssetningar. Ákvörðun ráðherra kemur í kjöl- far útgáfu skýrslunnar Aukin verð- mætasköpun við slátrun sauðfjár á Íslandi, um tilraunaverkefni um heimaslátrun á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR) sem skilað var 1. febrúar. Fjallar skýrslan um verkefni sem stóð yfir í síðustu sláturtíð. Markmið þess var meðal annars að leita leiða til að auðvelda bændum sauðfjárslátrun heima til markaðssetningar, með það fyrir augum að auka möguleika sauðfjárbænda til verðmætasköp- unar. Bændur slátruðu og tóku sýni Í samantekt Hólmfríðar Sveinsdóttur skýrsluhöfundar kemur fram að 25 býli hafi tekið þátt í verkefninu víðs vegar á landinu og stóðu bændur sjálfir að slátrun og sýnatökum vegna mælinga á örverum og sýru- stigi. Ávinningur verkefnisins er að mati skýrsluhöfundar þríþættur; könnun á áhuga bænda á slíku ver- kefni og lausnunum sem þar voru prófaðar, könnun á umfangi opin- bers eftirlits og tímalengd skoðunar og könnun á möguleikum rafrænnar heilbrigðisskoðunar. Þar kemur fram að magn gerla hafi aldrei verið óásættanlega mikið þegar sýni bárust rannsóknarstofu innan 24 klukkustunda frá slátrun. Sýrustig var einnig yfirleitt í góðu lagi, en einungis á fjórum bæjum var það yfir því sem gott þykir – eftir 12 til 24 klukkustundir frá slátrun. Tæknileg vandamál Í núverandi reglum er gert ráð fyrir heilbrigðisskoðun opinberra dýra- lækna fyrir og eftir slátrun þegar um hefðbundið sláturferli er að ræða í sláturhúsum. Í tilraunaverkefninu var bændum skipt upp í tvo hópa með tvenns konar fyrirkomulag heil- brigðisskoðunar; heilbrigðisskoðun á staðnum annars vegar og með raf- rænum hætti í beinni útsendingu hins vegar. Ellefu bæir fengu heil- brigðisskoðun á staðnum en á 14 bæjum fór heilbrigðisskoðun fram með rafrænum hætti. Fjórir dýra- læknar á vegum Matvælastofnunar tóku þátt í heilbrigðisskoðuninni á bæjunum. Í tilraunaverkefninu virðist hafa gengið á ýmsu með rafrænu heil- brigðisskoðunina þegar á heildina er litið, samkvæmt samantekt skýrslu- höfundar, Hólmfríðar Sveinsdóttur. Netsamband var til dæmis í lagi á fimm af 14 bæjum, í öllum rýmum, þar sem heilbrigðisskoðun fór fram með rafrænum hætti. Á helmingi bæja var netsamband í lagi í sumum rýmum, en á tveimur bæjum var net- samband alls ekki í lagi. Myndgæði fyrir heilbrigðisskoðun í rauntíma voru að mati dýralæknis ekki í lagi á neinum af þeim 14 bæjum sem tóku þátt í heilbrigðisskoðun á raf- rænan hátt. Engin rafræn heilbrigðisskoðun heppnaðist algjörlega Myndskeiðsupptökur og myndir voru hins vegar taldar í lagi á 12 bæjum af 14 þar sem rafræn heilbrigðisskoðun fór fram. Ekki náðist þó að ljúka heilbrigðisskoðun á fullnægjandi hátt með rafrænni heilbrigðisskoðun á neinum af þeim 14 bæjum sem tóku þátt með þessum hætti. Helstu ástæður sem dýralæknir nefndi voru að ekki náðist í gegnum fjarbúnað að fullvissa sig um að fullnægjandi skoðun á eitlum hefði náðst en einnig var erfitt að meta hvort hreinlæti við meðferð afurða hefði verið gætt þar sem myndskeið og myndir voru ekki af þeim gæðum að hægt væri að meta t.d. hár á skrokk. Í samtali verkefnastjóra við dýra- lækninn sem framkvæmdi rafræna heilbrigðisskoðun kom fram að myndgæði og netsamband hefðu ekki verið nógu góð til að framkvæma heilbrigðisskoðun í rauntíma. Í sam- antekt skýrsluhöfundar kemur fram þess beri að geta að ekki hafi verið gerð krafa um ákveðinn búnað í sambandi við upptöku eða móttöku myndefnis. Tekið er fram að þar sem staðið er að fram- kvæmd rafrænnar heil- brigðisskoðunar í fyrsta skiptið í tilraunaverk- efninu sé líklegt að eitt- hvað af þeim tæknilegu vandamálum sem við var að etja gæti fækk- að með þeirri vitneskju sem byggst hefur upp í verkefninu og aukinni þróun í stafrænni tækni i framtíðinni. Þar sem heilbrigðis- skoðun var gerð á staðn- um gekk hún almennt vel að sögn dýralækna, sem og samskipti við bændur sem voru einnig ánægðir með samskiptin. Samtals var 112 lömbum slátr- að í verkefninu, 49 á bæjunum þar sem skoðun fór fram á staðnum og 68 lömbum á bæjum með rafræna skoðun. Heilbrigðisskoðunin á staðnum tók að meðaltali mun skemmri tíma, 80,3 mínútur á hverjum bæ, eða um 18 mínútur á hvert lamb. Fyrir hvert lamb tók þó 43 mínútur að keyra á staðinn, skoða og rita skýrslu fyrir hvert lamb. Rafræn skoðun tók að meðaltali 120 mínútur á hverjum bæ, eða 24,7 mínútur á hvert lamb. Það tók dýralækni að meðaltali um 31,7 mínútu á hvert lamb að skoða og rita skýrslu. Sýrustig í góðu lagi Í verkefninu var fylgst með eftir- farandi gæðaþáttum; sýrustigi í vöðva 24 klukkustundum eftir slátrun og örveruvexti á afurðum. Bændur tóku sjálfir sýnin sem þurftu sem fyrr segir og mældu sýrustig. Sýni fyrir örverumælingarnar voru send á rannsóknarstofu. Í skýrslunni kemur fram að vel hafi gengið hjá bændum að mæla sýrustig og taka sýni fyrir örverumælingar og koma þeim á rannsóknastofu innnan tilskilins tíma. Samtals voru 102 skrokkar sýrustigsmældir. Viðmiðunarhámark á sýrustigi í vöðvum í sauðfé er 5,8 við eðlilegar aðstæður þegar 12 til 14 klukkustundir eru liðnar frá slátrun. Í verkefninu var meðalsýrustig um 5,66. Á fjórum bæjum voru meðal- talsgildi sýrustigs yfir 5,8. Gerlamagn aldrei óásættanlega mikið Meðaltal gerlafjölda við 30 gráður var um 2,14 fjölda þyrpinga á hvern fersentimetra yfirborðs. Gildi fyrir ofan 4,3 telst óásættanlegt. Enginn af þeim bæjum þar sem sýni bárust á rannsóknastofu innan 24 klukkustunda var með gildi fyrir ofan óásættanlegt gildi og 19 bæir af 23 bæjum voru með meðaltalsgildi undir 2,8. Meðaltal iðragerla gilda var um 0,13 á hvern fersentimetra yfirborðs. Gildi fyrir ofan 1,8 telst óásættanlegt. Enginn af þeim bæjum þar sem sýni bárust á rannsóknastofu innan 24 klukkustunda var fyrir ofan óásættanlegt gildi. Einungis einn bær var með gildið 1,8 og á 15 bæjum mældust ekki iðragerlar úr stroksýnum. Takmörkuð þekking á reglugerð um lítil matvælafyrirtæki Í samantekt á athugasemdum frá þeim dýralækni sem fór á flesta bæina til skoðunar kemur fram að bændur hafi almennt haft takmark- aða þekkingu á reglugerð um lítil matvælafyrirtæki og hefðbundin matvæli. Þeir hafi ekki gert sér grein fyrir að eftirlitsgjald vegna eftirlits dýralækna með kjötskoðun væri bundið við krónutölu á hvert innvegið kíló og það væri ákveðið í reglugerð. Því hefðu bændur verið búnir að ákveða fyrirfram að ef þeir myndu koma sér upp sláturaðstöðu yrði eftirlitskostnaðurinn meiri en raunveruleg efni standa til. Í athugasemdunum kemur einnig fram að aðstæður bænda séu mjög misjafnar og vegasamgöngur sem og símasamband oft af mjög léleg- um gæðum. Bæta þurfi þekkingu bænda almennt varðandi heimaslátr- un um hættuna af jarðvegsmengun, til dæmis listeríu. Einnig þurfi að auka þekkingu bænda á því að skera óhreinindi í burtu frekar en að skola af með vatni. Sumir bændur hafi ekki verið meðvitaðir um það stress sem getur skapast hjá dýrum þegar þeim er lógað. Átak til verðmætasköpunar kynnt í mars Samkvæmt heimildum úr ANR verður átak til að ýta undir mögu- leika sauðfjárbænda til verðmæta- sköpunar kynnt í mars, en í því felst að heimila heimaslátrun sauðfjár og markaðssetningu afurðanna næsta haust. Vísar ráðuneytið til frétta- tilkynningar um aðgerðaáætlun til eflingar íslensks landbúnaðar frá 17. febrúar. Þar kom fram að meðal að- gerða í mars verði að kynna átak til að ýta undir möguleika bænda til að framleiða og selja afurðir beint frá býli til að styrkja verðmætasköpun og afkomu þeirra fyrir næstu slát- urtíð. Með þeirri aðgerð verði stuðlað að frekari fullvinnslu, vöruþróun, og varðveislu verkþekkingar og menningararfs við vinnslu matvæla. Tilgangurinn sé að auðvelda land- búnaðinum að nýta betur tækifærin sem í því geta falist. Í fréttinni kemur fram að fjár- magn til að hrinda átakinu í fram- kvæmd sé tryggt. Ræturnar liggja í Örslátrunarverkefni Matís Rætur þessarar framvindu, að ANR hafi staðið fyrir tilraunaverkefninu síðasta haust og að nú hillir undir að heimaslátrun og markaðssetning af- urðanna verði heimil næsta haust, ná til svokallaðs Örslátrunarverkefnis Matís frá haustdögum 2018. Þá var nokkrum lömbum slátrað heima á bænum Birkihlíð í Skagafirði sam- kvæmt tillögum Matís að reglum um örslátrun og afurðir úr slátruninni seldar í kjölfarið á bændamarkaði á Hofsósi. Mælingar voru gerðar meðal annars á örverum og sýru- stigi – og kjötafurðirnar bornar loks saman við afurðir sem komu úr hefðbundinni sauðfjárslátrun. Sveinn Margeirsson, þáver- andi forstjóri Matís, stóð fyrir Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is FRÉTTASKÝRING Slátrarateymið á Vaðbrekku á Efra-Jökuldal: Brynjólfur Júlíusson, Sigurður Aðalsteinsson, Aðalsteinn Hákonarson og Aðalsteinn Sigurðsson, bóndi á Vaðbrekku. Mynd / Hjörtur Magnason Hólmfríður Sveinsdóttir, skýrslu höfundur og verkefnisstjóri. Mynd / Aðsend Testo 205 mælir notaður til að mæla sýrustig í vöðva. Tilraunaverkefni um heimaslátrun sauðfjár á liðnu hausti gekk vel – Engin sýni af þeim bæjum sem bárust á rannsóknastofu innan 24 klukkustunda var með óásættanlegt gerlagildi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.