Bændablaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 19
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. mars 2021 19
Helga Gunnarsdóttir, dýralækn
ir hesta, hóf nýverið doktors
nám í hestavísindum við Land
búnaðarháskóla Íslands. Helga
útskrifaðist frá Dýralækna
skólanum í Hannover í Þýska
landi árið 2002 og lauk þriggja
ára sérfræðinámi í skurðlækning
um stórra dýra frá Háskólanum í
Ghent í Belgíu árið 2012.
Helga hefur alls um 20 ára
starfsreynslu við hestalækningar,
bæði hér heima og erlendis.
Verkefni hennar heitir Hlutlæg
greining á helti í íslenska hestin-
um (Objective lameness detection
in Icelandic horses) og er hluti af
stóru, fjölþjóðlegu rannsóknar-
verkefni á sviði hreyfigreiningar
hrossa.
Markmið verkefnisins er að
meta ávinning hlutlægra mælinga á
helti samanborið við hefðbundna,
sjónræna heltigreiningu í þeim til-
gangi að auka heilbrigði, endingu
og velferð íslenska hestsins. Enn
fremur að bæta þekkingu á áhrifum
helti á hreyfimynstur og ganglag
íslenska hestsins og bæta þannig
aðferðir við sjónrænt mat á helti.
Aðalleiðbeinandi Helgu er dr.
Sigríður Björnsdóttir, gestaprófess-
or við skólann, en aukaleiðbenend-
ur dr. Marie Rhodin og dr. Elin
Hernlund frá Landbúnaðarháskóla
Svíþjóðar.
/VH
HROSS&HESTAMENNSKA
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
GRAFAGRINDUR
GOTT ÚRVAL
Landbúnaðarháskóli Íslands:
Fyrsti doktorsneminn í hestavísindum
Helga Gunnarsdóttir,
dýralæknir hesta, hóf nýverið
doktorsnám í hestavísindum við
Landbúnaðarháskóla Íslands.
Bænda
25. mars