Bændablaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. mars 202112 FRÉTTIR Eyjafjarðarsveit: Umfangmiklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í landi Ytri-Varðgjár – Nýr baðstaður rís í skógi vaxinni hlíð Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur samþykkt að auglýsa til- lögu að aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi fyrir baðstað í Vaðlareit í landi Ytri-Varðgjár í Eyjafjarðarsveit. Skipulagssvæðið er 2,6 hektarar að flatarmáli og er það í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins skilgreint sem skógræktarsvæði og opið svæði. Samkvæmt nýrri skipulagstillögu verður það skilgreint sem verslun- ar- og þjónustusvæði. Ráðgert er að á svæðinu rísi baðstaður alls um 1200 fermetrar að stærð með vegghæð að hámarki 6,5 m. Þar að auki er gert ráð fyrir um 500 fermetra baðlaugum utandyra, aðstöðu fyrir gufubað auk bílastæðis og aðkomuvegar. Heitt vatn leitt með lögn frá Vaðlaheiðargöngunum Landslag ehf. hefur fyrir hönd Skógarbaða umsjón með gerð deili skipulagsins sem nær yfir hluta jarðarinnar Ytri-Varðgjár í Eyjafjarðarsveit. Á svæðinu hefur land eigandi uppi áform um að byggja baðstað með tilheyrandi þjónustu en aðkoma að staðnum verður frá þjóðvegi nr. 1 þar sem þegar er aðkomuvegur um 400 metra austan gatnamóta við Eyjafjarðarbraut eystri. Heitt vatn verður leitt að staðnum með lögn frá Vaðlaheiðargöngum, í samstarfi við Norðurorku. Baðstaðurinn verður staðsettur um 100 metra sunnan bílastæðis og munu byggingar og útisvæði standa inni í skóginum og 8-10 metrum hærra en bílastæðið. Með því að hafa baðstaðinn hærra í landi verður útsýni frá honum til vesturs mjög gott og eitt helsta aðdráttar- afl staðarins ásamt því að byggja hann inni í skóginum. Baðstaðurinn verður staðsettur um 25 metra frá standlínu lónsins, inni í þéttum skóginum, og því hefur hann ekki áhrif á aðgengi almennings meðfram fjörunni, um flatann ofan fjörunnar eða um núverandi stíga sem liggja um skóginn. Lóðin um 6.000 fermetrar að stærð Gert er ráð fyrir einni lóð innan skipulagssvæðisins og er það lóð baðhússins sem nær yfir fyrirhug- aðar byggingar og mannvirki bað- staðarins. Stærð lóðarinnar nemur tæpum 6.000 fermetrum og er lóðin staðsett í skógi vaxinni hlíð og nokkru ofar í landi en aðkomu- svæðið og bílastæðið. Innan byggingarreits er gert ráð fyrir þjónustubyggingu þar sem m.a. verða búningsklefar, móttöku- og þjónustusvæði gesta, aðstaða starfs- fólks og tæknirými. Þá er gert ráð fyrir að innan reitsins verði lauga- svæði utanhúss ásamt byggingu fyrir gufubað. Innan byggingarreits er heimilt að reisa eina eða fleiri samtengdar byggingar á einni eða tveimur hæðum með gólfflatarmáli að hámarki 1.200 m2. Hefur jákvæð áhrif á samfélagið Fram kemur í greinargerð um deili- skipulag í landi Ytri-Varðgjár og er á vef Eyjafjarðarsveitar að nýr baðstaður hafi jákvæð áhrif á sam- félagið, enda auki hann framboð á afþreyingu fyrir ferðamenn á Eyjafjarðarsvæðinu.Þá megi gera ráð fyrir að nokkur fjöldi starfa skapist á framkvæmdatíma og þegar starfsemi hefst á baðstaðnum. Í deiliskipulagi er sérstök áhersla lögð á að mannvirki falli sem best að landslagi og raski á skógi verði haldið í lágmarki. Þá skal eins og mögulegt er reynt að láta allar fram- kvæmdir falla vel að umhverfinu og þannig reynt að hafa sem minnst áhrif á náttúru svæðisins. Ekki er talið að heildarárif uppbyggingar samkvæmt deili- skipulagi hafi veruleg neikvæð umhverfisáhrif. /MÞÞ Landeigandi hefur uppi áform um að byggja baðstað með tilheyrandi þjónustu en aðkoma að staðnum verður frá þjóðvegi nr. 1 þar sem þegar er aðkomuvegur um 400 metra austan gatnamóta við Eyjafjarðarbraut eystri. Skipulagssvæðið er 2,6 hektarar að flatarmáli og er það í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins skilgreint sem skógræktarsvæði og opið svæði. Samkvæmt nýrri skipulagstillögu verður það skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði. I nnan byggingarreits er gert ráð fyrir þjónustubyggingu þar sem m.a. verða búningsklefar, móttöku- og þjónustusvæði gesta, aðstaða starfs- fólks og tæknirými. Þá er gert ráð fyrir að innan reitsins verði laugasvæði utanhúss ásamt byggingu fyrir gufubað. Riðutilfelli staðfest í Húnaþingi vestra Riðuveiki hefur verið staðfest á búi í Húnaþingi vestra í Vatns- nes hólfi, samkvæmt upplýsing- um frá Matvælastofnun. Í hólf- inu greindist síðast riða árið 2015. Matvælastofnun vinnur að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða. „Riðan greindist í sýni úr kind frá bænum Vatnshóli í Húnaþingi en á bænum eru nú um 925 fjár. Bóndinn hafði samband við Matvælastofnun sem tók sýni úr kindinni og sendi á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum þar sem riðuveiki var staðfest. Búið er í Vatnsneshólfi og í því hólfi hefur riðuveiki komið upp á einu búi á undanförnum 20 árum. Síðast greindist riða á bænum árið 1999. Ekki er talið að þetta tilfelli tengist riðutilfellunum í Tröllaskagahólfi þar sem riða greindist á fimm bæjum fyrir áramót. Héraðsdýralæknir vinnur nú að öflun faraldsfræðilegra upplýsinga og úttekt á búinu til að meta umfang aðgerða við förgun fjár, þrif og sótthreinsun. Því næst fer málið í hefðbundið ferli hvað varðar gerð samnings um niðurskurð,“ segir í tilkynningu frá Matvælastofnun. /smh Kynna áform um stofnun þjóðgarðs á sunnanverðum Vestfjörðum Umhverfisstofnun, ásamt sam- starfs hópi sem vinnur að undirbúningi friðlýsingar, hefur kynnt áform um stofnun þjóðgarðs á sunnanverðum Vest fjörð um. Svæðið nær m.a. til Dynjanda, Geirþjófsfjarðar, Vatns fjarðar, Surtarbrandsgils og Hrafnseyrar. Rarik færði íslenska ríkinu að gjöf jörðina Dynjanda haustið 2019 og við undirritun samkomulags vegna þess staðfestu stjórnvöld að stefnt væri að frekari friðlýsingu jarðarinnar og vatnasviðs fossins á Dynjandisheiði. Undirbúningur hófst 2020 Vinna hófst með Vesturbyggð, Ísafjarðar bæ og Umhverfisstofnun í ársbyrjun 2020 þar sem fyrirhugað var að vinna að mögulegri stækkun á náttúruvættinu Dynjanda og frið- landinu Vatns firði sem er í landi Brjáns lækjar. Fljótlega komu fram hug myndir um að tengja verndarsvæðin saman í eitt stærra friðlýst svæði vegna náttúru- sögu og menningar verðmæta, sem eru allt umlykjandi á þessu svæði. Í kjölfarið var ákveðið að stofna stærri samstarfshóp og bættust fulltrúar forsætis ráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Land græðslusjóðs í hópinn. Meginmarkmið friðlýsingarinnar er að vernda og varðveita einstakt svæði fyrir komandi kynslóðir. Með friðlýsingunni verður til heildstætt svæði sem hefur að geyma ómetanlegar náttúru- og menningarminjar og sögu, segir á vef Umhverfisstofnunar þar sem greint er frá friðlýsingaráformunum. Dynjandi var friðlýstur sem náttúruvætti árið 1981. Hann er meðal hæstu fossa landsins, nær 100 metra hár og af mörgum talinn ein fegursta náttúruperla Íslands. Vatnsfjörður var friðlýstur árið 1975 sem friðland og þar má finna mikla gróðursæld, fjölbreytt dýralíf, jarðhita ásamt menningarminjum. Surtarbrandsgil var friðlýst sem náttúruvætti 1975 til að vernda einstakar steingerðar leifar gróðurs sem klæddu landið á teríer- tímabilinu. Geirþjófsfjörður er eyðifjörður á náttúruminjaskrá, þar ríkir mikil gróðursæld og kyrrð. Fjörðurinn er sögusvið Gíslasögu Súrssonar og þar má finna tóftir og rústir tengdri sögunni. Á Hrafnseyri í Arnarfirði fæddist og ólst upp Jón Sigurðsson, frelsishetja íslensku þjóðarinnar. Á Hrafnseyri er fræðslusetur tileinkað ævi og minningu hans. /MÞÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.