Bændablaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. mars 202118 FRÉTTIR Sendiherra Indlands heimsótti Solis dráttarvélaumboðið á Íslandi – Solis er orðið einn af 6 stærstu dráttarvélaframleiðendum í heimi T. Armstrong Changsan, sendiherra Indlands, og Jón Valur Jónsson hjá Vallarbraut, við Sólis dráttarvél í höfuðstöðvum íslenska umboðsins á Trönuhrauni í Harfnarfirði. Mynd / JVA Vegna góðs árangurs Vallar­ brautar ehf. í sölu á Solis dráttar­ vélum á Íslandi, heimsótti sendi­ herra Indlands, hr. T. Armstrong Changsan, fyrirtækið og kynnti sér starfsemina og tækin. Vallarbraut hóf innflutning og sölu á Solis dráttarvélum árið 2016 og Royal Enfield mótorhjól- um árið 2017, en bæði þessi merki hafa vaxið gríðarlega á heimsvísu á þessum árum. Solis er t.d. orðinn einn af 6 stærstu dráttarvélaframleiðendum í heiminum í dag og eru vélarnar seldar í u.þ.b. 130 löndum. Nýlega hóf Vallarbraut að bjóða nýjar tvær týpur af Solis. 26 hestafla vél með HST skiptingu og Narrow (mjóar) 90 hestafla vélar. Vallarbraut flutti í nýtt húsnæði í Trönuhrauni 5 í Hafnarfirði og hefur að undanförnu verið að koma sér fyrir þar í nýjum sýningarsal og með góðu útisvæði. /HKr. Sendiherrann skemmti sér konung- lega við að prófa traktora og mótor- hjól hjá Vallarbraut. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráð- herra ásamt Bjarna Guðmundssyni, framkvæmdastjóra SASS, við undirritun samningsins um stofnun áfangastaðastofu. Áfangastaðastofa á Suðurlandi Stofna á áfangastaðastofu á Suðurlandi, sem á að stuðla að heildstæðari uppbyggingu ferða­ þjónustunnar á svæðinu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa dóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hafa undirritað samstarfssamning um stofnun áfangastaðastofu á starfssvæði samtakanna. Áfangastaðastofa er svæðisbund- in þjónustueining á vegum opinberra aðila og einkaaðila, sem hefur það meginhlutverk að styðja við ferða- þjónustu í viðkomandi landshluta og tryggja að hún þróist í takt við vilja heimamanna þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi. „Ég er mjög ánægð með að við skulum komin með samning um stóra og öfluga áfangastaðastofu á Suðurlandi en þar fer um verulega stór hluti ferðamanna sem hingað koma. Áfangastaðastofan mun starfa á grunni áfangastaðaáætlunar fyrir svæðið og ég er þess fullviss að hún muni stuðla að enn heildstæðari upp- byggingu ferðaþjónustunnar á svæð- inu,“ segir Þórdís Kolbrún. /MHH Zenta og Eiríkur Vilhelm í Árbæjarhjáleigu en Zenta, sem er labrador, er aðeins með þrjár lappir. Mynd / MHH Tíkin Zenta spjarar sig vel á þremur löppum Tíkin Zenta á bænum Árbæjar­ hjáleigu í Holtum í Rangárþingi ytra varð fyrir því óhappi síðasta haust að hestur sparkaði í hana, sem leiddi til þess að það þurfti að taka af henni hægri afturlöpp. Það var erfið ákvörðun fyrir eiganda hennar en engin spurning þar sem hún var með þriggja vikna gamla hvolpa. Eiríkur Vilhelm Sigurðsson, eigandi Zentu, segir að það sé búið að vera hreint ótrúlegt að fylgjast með bataferlinu. „Já, hún var nokkuð fljót að verða alveg sjálfbjarga og hefur svo braggast jafnt og þétt. Í dag leikur hún sér, smalar hrossum og gerir allt eins og áður og verðum við frekar að halda aftur af henni. Eina sem sér á henni í dag, auðvitað fyrir utan það að það vantar eina löpp, er að hún hefur gránað töluvert. Hvolparnir döfnuðu allir vel og við ákváðum að halda eftir tveimur tíkum, Skvísu og Rúsí,“ segir Eiríkur Vilhelm. /MHH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.