Bændablaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 49
49 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. mars 2021
Vetrarskjól á herra
Hálskragar með axlarsæti hafa
verið vinsælir í vetur og þessi
fallegi kragi fyrir herra hittir í
mark. Prjónað úr Drops Nepal
ofan frá og niður.
DROPS Design: Mynstur ne-344.
Stærðir: S/M (L/XL) XXL/XXXL
Garn: DROPS NEPAL (fæstí Handverkskúnst)
200 (200) (200) g litur á mynd: millibrúnn nr 0612
Prjónfesta:17L x 22 umf í sléttu prjóni = 10
x 10 cm.
Prjónar: Hringprjónn 40 og 60 cm nr 4,5 og 60
cm nr 5.
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.
ÚTAUKNING (á við um axlarsæti):
Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Útaukning hallar til
hægri; Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn
á milli 2ja lykkja, þráðurinn er tekinn upp að aftan
og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann.
Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Útaukning hallar til
vinstri; Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á
milli 2ja lykkja, þráðurinn er tekinn upp að framan
og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann.
KRAGI – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá
og niður. Aukið er út fyrir axlarsæti í hvorri hlið.
Síðan skiptist stykkið – bakstykkið og framstykkið
er prjónað fram og til baka á hringprjóna hvort
fyrir sig til loka máls.
KRAGI: Fitjið upp 96 (112) 128 lykkjur á stuttan
hringprjón nr 4,5 með Nepal. Tengið í hring og
setjið prjónamerki sem marker upphaf umferðar.
Prjónið stroff hringinn (frá vinstri öxl að aftan
þegar kraginn er mátaður) með 2 lykkjur brugðið
og 2 lykkjur slétt, 10 cm, eða að óskaðri lengd.
Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið (þetta er gert án
þess að prjóna lykkjurnar). Prjónamerkin eru sett á
milli lykkja og prjónamerkin eru notuð þegar auka
á út fyrir axlarsæti. 1. prjónamerkið er í byrjun á
umferð, teljið 26 (30) 34 lykkjur (= bakstykki),
setjið 2. prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið
22 (26) 30 lykkjur (= öxl), 3. prjónamerki er sett
á undan næstu lykkju, teljið 26 (30) 34 lykkjur (=
framstykki), 4. prjónamerki er sett á undan næstu
lykkju. Það eru 22 (26) 30 lykkjur eftir í umferð á
eftir að upphafsprjónamerki (= öxl). Skiptið yfir
á hringprjón 5 og aukið út fyrir axlarsæti eins og
útskýrt er að neðan.
ÚTAUKNING FYRIR AXLARSÆTI: Prjónið slétt
yfir 26 (30) 34 lykkjur á bakstykki og framstykki
og stroffprjón eins og áður yfir 22 (26) 30 lykkjur
á hvorri öxl. JAFNFRAMT er aukið út um 4 lykkjur
í hverri umferð fyrir axlarsæti þannig: Aukið út
á UNDAN 2. og 4. prjónamerki og á EFTIR 1. og 3.
prjónamerki – sjá ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri –
útauknar lykkjur tilheyra framstykki og bakstykki,
þ.e.a.s. að 22 (26) 30 axlalykkjurnar haldast stöðugar).
Aukið svona út í HVERRI umferð alls 14 (15) 15
sinnum = 152 (172) 188 lykkjur á prjóninum. Í næstu
umferð eru alxalykkjurnar felldar af og prjónað er
frá byrjun á umferð þannig (= við 1. prjónamerki):
Prjónið 5 lykkjur brugðið, slétt prjón yfir næstu 44
(50) 54 lykkjur, 5 lykkjur brugðið, fellið af næstu 22
Sudoku
Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma
fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um.
Létt
Þung
Miðlungs
9 2 1 5 7
3 7 9 8 1
6 4
3 6 5 7 1
2 9
1 5 4 3 7
5 9
4 3 2 5 8
8 3 4 6 1
Þyngst
4 2 5 8
7 6 8 4 1
5
5 6 2
2 5
1 5 6
8
3 7 9 1 2
9 5 8 7
9 7 1
2 6 5
3 4
8 3 9 2
2 1
6 2 9 8
4 6 6 4
1 6 4
9 4 3
7 2 3
1 7
6 1 3
9 4 6
6 7 4 1
9 1 8
9 4 5
4 7
5 9 2
Emil er verðandi
uppfinningamaður
Nafn: Emil Kári Arnarsson.
Aldur: 9 ára.
Stjörnumerki: Vog.
Búseta: Seltjarnarnes.
Skóli: Mýrarhúsaskóli.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skól-
anum? Heimilisfræði og sund.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt?
Köttur.
Uppáhaldsmatur: Pitsa.
Uppáhaldshljómsveit: Queen.
Uppáhaldskvikmynd: Ready player
one.
Fyrsta minning þín? Að sjá litla bróð-
ur minn nýfæddan.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóð-
færi? Já, ég æfi handbolta og fimleika
og spila á píanó.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú
verður stór? Ég ætla að verða upp-
finningamaður.
Hvað er það klikkaðasta sem þú
hefur gert? Að fara í vatnsrennibrauta-
garð á Tenerife.
Ætlarðu að gera eitthvað skemmti-
legt um páskana? Ekkert sérstakt.
Næst » Ég skora á Jónas Guðjónsson, frænda
minn, að svara næst.
HANNYRÐAHORNIÐ
FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ
(26) 30 lykkjur með brugðnum lykkjum yfir brugðnar
lykkjur og sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur, 5 lykkjur
brugðið, slétt prjón yfir næstu 44 (50) 54 lykkjur, 5
lykkjur brugðið, fellið af næstu 22 (26) 30 lykkjur
með brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur og
sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur. Bakstykkið og
framstykkið er síðan prjónað hvort fyrir sig fram og
til baka á hringprjóna.
BAKSTYKKI: = 54 (60) 64 lykkjur. Skiptið yfir á
hringprjón nr 5 og prjónið fyrstu umferð frá réttu
þannig:
5 kantlykkjur í GARÐAPRJÓNI – sjá útskýringu að ofan,
prjónið slétt prjón þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð,
prjónið 5 kantlykkjur í garðaprjóni. Haldið áfram
fram og til baka í sléttu prjóni með 5 kantlykkjum í
garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist ca 34-35
cm frá uppfitjunarkanti (mælt frá miðju að aftan).
Prjónið 1 umferð frá röngu eins og áður, en aukið
JAFNFRAMT út um 2 (0) 0 lykkjur jafnt yfir = 56 (60)
64 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig:
Skiptið yfir á hringprjón nr 4,5. Prjónið 5 kantlykkjur í
garðaprjóni, prjónið stroff (2L slétt, 2L brugðið) þar til 7
lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt og 5 kantlykkjur
í garðaprjóni. Prjónið með garðaprjón yfir garðaprjón,
sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur
yfir brugðnar lykkjur þar til stroffið mælist ca 4 cm.
Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og
brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Stykkið
mælist ca 39-40 cm frá uppfitjunarkanti mitt að aftan.
FRAMSTYKKI: = 54 (60) 64 lykkjur. Prjónið alveg
eins og bakstykki.
Frágangur: Gangið frá endum, þvoið stykkið og
leggið til þerris.
Prjónakveðja
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is
Bænda
25. mars