Bændablaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 16
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. mars 202116 Af hverju er íslenskur fiskur ekki fullunninn í ríkara mæli í neytendapakkningar til útflutn­ ings? Af hverju fer megnið af honum annaðhvort sem hráefni í áframvinnslu erlendis eða inn á hótela­, veitingahúsa­ og mötuneytamarkaðinn? Þessum spurningum varpaði Jónas R. Viðarsson, sviðsstjóri hjá Matís, fram í fróðlegu erindi hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja á dögunum sem fram fór á netinu. Þetta er ekki nýtt umfjöllunar- efni. Höfundur þessa pistils minnist þess að hafa spurt þessara spurn- inga þegar hann heimsótti íslenskar fiskréttaverksmiðjur Coldwater í Bandaríkjunum fyrir 35 árum. Þar voru fiskblokkir frá Íslandi sagaðar í bita sem hjúpaðir voru deigi og raspi og síðan sendir út á markað- inn. Þau svör fengust þá að það væri hagkvæmara fyrir Íslendinga að reka verksmiðjurnar í því landi þar sem varan væri seld. Ef framleiðslan færi fram á Íslandi yrði flutningskostnað- ur umbúða og annarra aðfanga hærri og sömuleiðis flutningskostnaður fullunninnar vöru úr landi samanbor- ið við hráefni. Síðast en ekki síst var lögð áhersla á að auðveldara væri að bregðast við breytilegum kröfum markaðarins ef verksmiðjan væri í því landi þar sem vörunnar væri neytt. Margt hefur auðvitað breyst á þessum 35 árum og framleiðsla sjávarafurða á Íslandi orðið miklu fjölbreyttari en áður var. En hvernig er staðan nú? Stóraukinn útflutningur á óunnum fiski Jónas sagði í erindi sínu að megnið af fiskinum frá Íslandi færi annaðhvort í áframvinnslu erlendis eða til hótela, veitingastaða og mötuneyta. Í fyrsta lagi væri um að ræða ferskan heilan fisk (gámafisk). Í öðru lagi sjófryst og landfryst flök. Í þriðja lagi fersk flök og bita. Og í fjórða lagi saltfisk. Fram kom að árið 2020 hefðu verið flutt út 53 þúsund tonn af óunnum heilum botnfiski. Þessi útflutningur hefur aukist mjög á undanförnum árum. Þannig hefur orðið fjórföldun í þorski frá árinu 2015 (úr 4.300 tonnum í 16.200 tonn), tvöföldun í ýsu (úr 3.400 tonnum í 7.100 tonn) og 28 földun í ufsa (úr 285 tonnum í 8.000 tonn). Mest af ufsanum fór til Póllands, eða 2.250 tonn, en síðan komu Frakkland, Danmörk og Þýskaland með 1.600-1.700 tonn hvert land. Sú breyting hefur orðið hvað þorskinn varðar að áður fór mest af honum til Bretlands en nú eru Danmörk og Holland orðnir stærri kaupendur. Fersk heil ýsa fer nú sem áður mest til Bretlands. Tilraunir fyrr á árum Jónas benti á að árið 2020 hefðu verið flutt út 93 þúsund tonn af ferskum og frosnum þorskafurðum fyrir tæpa 100 milljarða króna. Hann spurði hvort ekki væri hægt að skapa meiri verðmæti hér heima. Fram kom í máli hans að ýmislegt hefði verið reynt í þessa átt. Upp úr 1990 fóru nokkrar fiskvinnslur á Íslandi að pakka í neytendaum- búðir fyrir bresku verslunarkeðjurn- ar Marks & Spencers, Waitrose og Sainsbury’s fiski, kartöflum, grænmeti og sósu. Stuttu síðar hóf Haraldur Böðvarsson hf. á Akranesi að framleiða fiskrúllur með ýmiss konar góðgæti. Í kjölfarið kom svo Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum með pakkningar undir merkinu 200 mílur sem í fyrstu voru ætlaðar fyrir innanlandsmarkað en stefnt á útflutning. Lítill árangur – hvað veldur? Þessar tilraunir til útflutnings á fisk- réttum í neytendapakkningum urðu ekki langlífar og lítið hefur miðað á síðustu áratugum. Jónas nefnir nokkrar líklegar ástæður fyrir þessu en bendir líka á ýmsar forsendur sem hafi breyst á seinni árum. Í fyrsta lagi höfðu tollar á sínum tíma áhrif á fullvinnslu hér á landi því tollar hækkuðu eftir því sem varan var meira unnin. Nú hafa hins vegar nær allir tollar inn á innri markað ESB verið felldir niður. Í öðru lagi geti sveiflur á gengi krónunnar skapað mikla erfiðleika því sölusamningar um fullunna vöru eru almennt í mjög föstum skorðum þegar kæmi að verðlagningu. Minni launakostnaður Í þriðja lagi er launakostnaður mik- ill á Íslandi samanborið við mörg önnur lönd. Meðallaunakostnaður er t.d. í Kína aðeins fjórðungur af því sem hann er á Íslandi, kostn- aðurinn er rúmlega þrefalt minni í Póllandi en hérlendis og 35% minni í Bretlandi. Jónas bendir þó á að sjálfvirkni og hátt tæknistig ætti að draga úr launakostnaði á Íslandi og því óvíst hvort þessi liðir skipti öllu máli þegar komi að fiskvinnslu hér- lendis. Í fjórða lagi er gjarnan nefnt að vegna fjarlægðar Íslands séum við lengur að bregðast við breytingum á markaðinum og þörfum hans, auk þess sem flutningskostnaður á ferskum afurðum í flugi sé hár. Á móti er bent á að bættir ferlar hafi orðið til þess að sjóflutningar á ferskum afurðum hafi aukist. Auk þess sé sparnaður af því að vinna vöruna alla á sama stað. Stóru verslunarkeðjurnar allsráðandi En fleira veldur því að erfitt er að komast inn á neytendamarkað- inn erlendis með fullunna vöru. Tiltölulega fáir aðilar ráða yfir stórum hluta markaðarins, sér í lagi smásölumarkaðinum. Þessir aðilar leggja áherslu á eigin vörumerki. Markaðssetning er því mjög kostn- aðarsöm. Á móti bendir Jónas á að ný tækifæri til að nálgast neytendur beint gætu skapast með aukinni sölu á netinu, til dæmis vegna breyttrar kauphegðunar í kjölfar Covid-19. Einnig með því að leggja áherslu á jákvæða ímynd Íslands, rekjan- leika, sjálfbærni, gæði, hreinleika, þægindi og svo framvegis. Fjárfest í fullvinnslu erlendis Fram kom í máli Jónasar að mörg stóru íslensku sjávarútvegsfyr- irtækin hefðu kosið að fjárfesta í áfram vinnslu eða fullvinnslu nær mörk uðunum. Hann nefndi Samherja, Vísi og Þorbjörn sem ættu í vinnslum í Bretlandi, Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi, Póllandi, Grikklandi og víðar. Áður voru fisksölufyrirtækin Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Íslenskar sjávarafurðir með stórar vinnslur í Bandaríkjunum og Bretlandi. Markaðsstarf kostnaðarsamt Að loknu erindi Jónasar var boðið upp á umræður. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna- eyjum, sagði að Íslendingar væru góðir í veiðum og vinnslu og prýði- legir í tækni. „Hins vegar áttum við okkur ekki á því hvað sala og markaðsstarfsemi skiptir miklu máli. Hún er mjög kostnaðarsöm og talsverðar líkur á því að hlutirnir gangi ekki eins og ætlast er til. Það tekur ábyggilega 10-20 ár að komast í gegnum þann þekkingarferil, en þar eru örugglega verðmæti sem hægt er að sækja,“ sagði Sigurgeir Brynjar. Ríkisstyrktar fiskvinnslur Pétur Hafsteinn Pálsson, fram- kvæmda stjóri Vísis í Grindavík, sagði að örugglega fælust mikil tækifæri í því að þræða einhvers konar millileið í þessu efni. „Varðandi aukinn útflutning á óunnum fiski frá Íslandi er rétt að hafa í huga að þær fiskvinnslur sem við erum að keppa við erlendis og njóta ríkisstyrja eru að einhverj- um hluta að borga fyrir heilan fisk sama verð og við fáum fyrir unnu afurðina. Þetta er að stórum hluta skýringin á því hvers vegna við erum ekki komin lengra í átt til fullvinnslu. Víglínan í því að vinna fisk á Íslandi er komin að þorski og ýsu og ef við gerum ekki eitt- hvað munum við væntanlega tapa því stríði eins og við erum nú þegar búnir að tapa baráttunni í vinnslu á ufsa og öðrum tegundum,“ sagði Pétur. Niðurgreidd fjárfesting Sigurgeir Brynjar bætti því við að ekki væri nóg með að launa- kostnaður á Íslandi væri hærri en erlendis heldur þyrfti líka að hafa í huga að fjárfestingar erlendis væru niðurgreiddar. „Ef fjárfestingarkostnaðurinn er enginn og launakostnaðurinn minni erlendis en hér heima eigum við enga möguleika í samkeppninni. Þar að auki eru íslensku fyrirtækin sérstaklega skattlögð meðan þau erlendu njóta styrkja. Það er megin- munurinn.“ Guðjón Einarsson gudjone3@gmail.com Állinn er næturdýr og hels ta fæða hans alls konar ormar, skeljar, krabbaflær, skordýra­ lirfur og hornsíli. Einnig kemur fyrir að fullorðnir álar éti álaseiði. Álar hafa næmt lyktarskyn, enda er lyktarskynfæri þeirra um fimmfalt stærra en í öðrum vatnafiskum og nota þeir það til að finna bráð sína. Helstu óvinir álsins eru fuglar og ránfiskar enda eru litlir álar auðveld bráð og einnig hefur fundist mikið af sníkjudýrum á álum í Evrópu sem geta reynst þeim skeinuhætt. Þau hættuleg- ustu sem borist hafa til Evrópu frá Asíu eru þó óþekkt hér og hjálpar þar til bann við innflutn- ingi á lifandi álum hingað. Fjöldi þeirra ála sem kemst á leiðarenda frá Þanghafinu og til uppeldisstöðvanna hefur minnkað stórlega, allt að 90% að sumra mati, frá því á áttunda áratug síðustu aldar. Horft aftur um fleiri áratugi er jafnvel talið að glerálagöngurnar séu nú aðeins nálægt 1% af því sem þær fyrrum voru. Hluta þessarar minnkunar má rekja til náttúrulegra sveiflna en hluti hennar er af manna völdum. Ofveiði er hluti skýringarinnar en einnig varna umbylting á landi og vatnsaflsvirkjanir því að állinn getur ekki gengið í árnar eins og honum er eðlilegt. Fækkunin er svo mikil að tegundin er talin í útrýmingarhættu. Álar hafa verið lítið nýttir hér á landi nema þá helst á Suðausturlandi, í Meðallandi, Suðursveit, Nesjum og í Lóni. Þekkist víða um land að menn hafi verið hræddir við ála og álitið þá skaðræðisskepnur og jafnvel eitraða. Nokkur sannleikur kann að leynast í þessari trú þar sem í slímhúð álsins er eitur sem getur reynst varasamt komist það í opið sár. Eitrið brotnar niður og verður skaðlaust þegar állinn er reyktur eða soðinn. Ef áll var á annað borð nýttur var hans annaðhvort neytt nýs eða reyktur. Í bók Páls Þorsteinssonar, Atvinnuhættir Austur-Skaftfell- inga, er fjallað um ál og tilraun til útflutnings á áli árið 1960. Þar segir að áll finnist á ýmsum stöðum í sýslunni og að hans verði helst vart í lónum en mest í Lóni. Árið 1958 sendi Stefán Jónsson í Hlíð veiðimálastjóra greinargerð um álaveiðar í Lóni. Í skýrslunni segir að fram til 1930 hafi verið stunduð fyrirdráttarveiði í Lóni til að ná í silung og kola en áll hafi slæðst með og þótt búbót. Állinn var stundum notaður til matar nýr eða reyktur en roðið verkað sem þvengjaskinn í skó og þótti sterkt og mjúkt. Eftir að farið var að veiða silung í lagnet hvarf állinn að mestu af matborði Lónsmanna. Páll segir að árið 1960 hafi verið gerðar tilraunir til að nýta íslenska álinn til útflutnings. Tilraunirnar hófust hjá fyrirtækinu Lofti Jónssyni hf. en Samband íslenskra samvinnufélaga hóf einnig álaveiðar í tilraunaskyni um svipað leyti. Sambandið gerði samning við hollenskt fyrirtæki um að það veitti ráðgjöf um álavinnslu og fengi í staðinn forgang til kaupa á aflanum. Áll var veiddur í gildrur og fluttur lifandi í skipum til Hollands en tilraunirnar báru minni árangur en ætlað var og þeim hætt eftir fáein ár. Sagt er að Hinrik fyrsti Englandskonungur hafi étið yfir sig af ál og drepist og Ágústus Rómarkeisari er sagður hafa átt tjörn fulla af álum sér til ánægju. /VH STEKKUR NYTJAR HAFSINS Álalogia III Jónas R. Viðarsson. Hráefnis- eða fullvinnsluland? Bolfiskvinnsla í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Mynd / Hreinn Magnússon/VSV Ferskum fiski pakkað til útflutnings. Mynd / Hreinn Magnússon/VSV Útflutningur á ferskum heilum fiski* 2015 2020 Þorskur 4.369 16.217 Ýsa 3.428 7.135 Ufsi 285 7.984 *Tonn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.