Bændablaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. mars 202138 Þótt nútíma búskapur byggist öðru fremur á vélum og tækni hefur svo ekki verið mjög lengi sé mælt á hinn stóra kvarða tímans. Í upphafi síðustu aldar var það enn handaflið með ein- földum hjálpartækjum sem mestu réði um afköst manna. Þegar fyrri heimsstyrjöldinni lauk var ekki bjart um að litast hérlendis: Frosta-, pestar- og snjóavetur að baki, peningaleysi og verðfall á landbúnaðarafurð- um. Kappsamir menn bitu þó í skjaldarrendur, réðust m.a. í togarakaup og blésu til sóknar í búnaðarmálum. Haldin var mikil landbúnaðarsýning í Reykjavík – Búsáhaldasýningin 1921. Þegar frá leið sást að hún hafði markað skýr skil í tækniþróun íslensks landbúnaðar; greitt fyrir komu nýrra tíma í sveitir. Á Búnaðarþingi 1919 kom fyrst til orða að efna til búsáhalda­ sýningar. Stjórn Búnaðarfélags Íslands ákvað síðan að halda hana vorið 1921. Nýir og ferskir menn voru sestir þar að stjórnarborði, m.a. Sigurður Sigurðsson, forseti félagsins, nýkominn frá skóla­ stjórn á Hólum auk þess að hafa rifið upp starfsemi Ræktunarfélags Norðurlands. Samband var haft við fjölda manna og fyrirtækja er lagt gætu hugmyndinni lið og Alþingi hét fjármagni til stuðnings. Sigurður forseti, síðar titlaður bún­ aðarmálastjóri, fór um Norðurlönd sumarið 1920 og talaði þá „við marga, er höfðu hug á að senda muni til sýningarinnar og benti á, hvað myndi henta best hjer á landi.“ Eimskipafjelag Íslands hét ívilnun flutningsgjalda. Að sjálfsögðu gekk misjafnlega að fá svör: „Brugðust margir vel við [erindinu], sjerstak­ lega erlendar verksmiðjur og versl­ anir; undirtektir voru öllu daufari innan lands og margir óákveðn­ ir,“ segir í skýrslu um sýninguna. Erlendis hafði þegar skapast hefð fyrir landbúnaðarsýningum en þetta var fyrsta sýning þeirrar gerðar hér­ lendis. Má vera að það hafi valdið heimamönnum hiki. Í Noregi hafði ungur Skag­ firðingur, Árni G. Eylands, dval­ ið um árabil. Veturinn 1920 réði Búnaðarfélagið hann til sex mánaða vinnu: . . . „vjer ætlumst til að þjer lærið að fara með motorvjelar (dráttarvjelar), sprengingu á grjóti og skurðagerð, kynnið yður skurð­ gröfur og fleira, sem líklegt er að komið geti að notum hjer á landi“ . . . og síðan skyldi hann „vinna að undirbúningi verkfærasýningar­ innar“. Árni hófst þegar handa, tók viku námskeið fyrir „motorplog­ førere“, það fyrst sem haldið var í Noregi, og kynnti væntanlega sýn­ ingu víða; „Skeytum rigndi yfir mig og jeg bar víða niður um þátttöku í sýningunni í Reykjavík“, skrifaði Árni í endurminningum sínum. Við Kennaraskólann og Gróðrarstöðina Sýningarsvæði var undir búið í og við Kennaraskólann og í Gróðrarstöðinni þar sunnan við (nú Einarsgarður við Laufásveg 79). Undirbúnir voru ræktunarreitir, sýningar­ og veitingatjöldum sleg­ ið, auk þess sem nálæg hús voru nýtt. Þann 27. júní 1921 var allt tilbúið svo Pétur Jónsson ráðherra atvinnumála gat sett sýninguna að viðstöddu hálfu þúsundi gesta. Í hugum Búnaðarfélagsmanna var tilgangur sýningarinnar „eiginlega tvenns konar. Annað var það, að hún átti að sýna menningarástand vort í búnaðarlegu tilliti, sýna hvernig það hefir verið og hvern­ ig það er nú. Hitt atriðið var að fá safnað saman og reynt sem flest af þeim búsáhöldum, sem líkindi væru til að væru nothæf hjer á landi.“ Rúmlega 1.300 sýningargripir og 5.000 gestir Sýningargripirnir urðu ríflega 1.300, þar af um 30% innlendir. Sýnendur voru alls 124, þar af 73 innlendir. Um 5.000 manns komu á sýninguna vikuna sem hún stóð. Þá voru landsmenn um 95 þúsund, þar af um 18 þúsund í Reykjavík. Sýningin var því vel sótt auk þess sem rækilega var um hana fjallað í blöðum. Sýningardagana voru haldnir fræðslufundir og vinnu­ brögð kynnt, sýndar kvikmyndir og gestum boðið að kynnast fyrir­ tækjum og stofnunum í borginni. Til eru rækilegar skrár um það sem sýnt var: Heimilistæki yngri og eldri sem og tæki til heimilis­ iðnaðar, mjólkurvinnsluáhöld og „gott sýnishorn þess, hvað hægt er að vinna úr íslenskri ull með þekk­ ing og dugnaði.“ Tilbúinn áburður var kynntur, sömuleiðis framandi trjátegundir og grjótsprengiefni. Hins vegar var búfé ekki sýnt: „Landssýning á búpeningi væri óframkvæmanleg í járnbrautarlausu landi, ef að verulegu gagni ætti að koma“, var haft eftir ráðherranum. Nýju verkfærin vöktu mesta athygli Mesta athygli virðast hin nýju verk­ færi til ræktunar og heyskapar hafa vakið. Það var sérstaða þessarar sýn­ ingar að strax henni lokinni „tóku menn til óspilltra málanna með að athuga og rannsaka sýningarmun­ ina, svo dæmt yrði um, hvað hjer myndi best henta.“ Til yfirumsjónar þess var fenginn Anton Christensen, kennari við danska landbúnað­ arháskólann, sem hafði með sér aðstoðarmann. Með þeim starfaði dómnefnd íslenskra búfræðinga. Margir flokkar verkfæra komu til athugunar, s. s. handverkfæri, plógar, herfi, sláttuvélar og flutn­ ingatæki. Ekki aðeins voru umsagnir gefnar um verkfærin heldur voru líka gerðar samanburðarmælingar, svo sem á dráttarþunga hestaverk­ færanna. Svo yfirgripsmiklar próf­ anir á búverkfærum höfðu ekki verið gerðar hérlendis áður en þær voru þá orðnar alsiða í nágrannalöndum. Prófuðu 10 hestaplóga í Kringlumýrinni Tíu hestaplógar voru reyndir í Kringlumýri og reyndist norski plógurinn Odd best. Þar voru einnig reyndar átta gerðir herfa. Suður á Vífilsstaðatúni voru reyndar sex gerðir hestasláttuvéla og þar mat prófunarnefndin þessa þætti: „1. Sláttugæði. 2. Ljettleiki í drætti. 3. Lyfting á greiðu (hve hátt má lyfta). 4. Hvernig vjelin er í stjórn yfir höfuð. 5. Traustleiki. 6. Jafnvægi. 7. Hagkvæmni í gerð vjelarinnar í heild sinni.“ Hvað lengsta strá­ ið dró tegundin Lanz Wery sem Hugo Hartig í Svíþjóð hafði sýnt. Flutningatæki, þ.e. kerrur, vagna og sleða, rannsökuðu þeir Christensen og nefndarmenn sömuleiðis. Fyrir öllum þessum athugunum, sem eru raunar afar athyglisverðar, var ræki­ leg grein gerð í Búnaðarriti 1921, bls. 315­357. Sýningin var merkilegt framtak Vert er að undirstrika hve mikilvæg­ ur vettvangur sýningin varð til kynn­ ingar á ýmsum innlendum verk­ færum, frumhugmyndum og eftir­ gerðum svo sem: skurðpáli Eggerts Briem, sópljá Sigurðar á Hellulandi, dengingarvél Kristins í Leirhöfn, taðvél Steindórs á Akureyri, forarausu Ágústs í Birtingaholti, heyskúffu Hauks í Garðshorni og heysleða Jóns í Deildartungu. Af mörgu var að taka. Ótalin er þó enn nýjungin stóra sem sýningin boðaði: Koma trakt­ oranna – aflvéla til ræktunar. Tveir hjólatraktorar voru sýndir: Austin og Fordson, forverar þeirra drátt­ arvéla sem áttu eftir að bylta rækt­ unarstörfum og heyskap hérlendis. Báðir þessir traktorar eru enn til, í Landbúnaðarsafninu á Hvanneyri. Þeir fagna því einnig aldar afmæli í ár. Helsta bomba sýningarinn­ ar er vera skyldi, þúfnabaninn frá Heinrich Lanz, náði hins vegar ekki til landsins í tæka tíð. Hann kom seinna um sumarið svo sýn­ ingargestir urðu að láta sér nægja kvikmynd af honum við vinnu. Sigurður Búnaðarfélagsforseti hafði þó lagt mikið á sig til þess að ná þúfnabananum til landsins fyrir sýninguna. Meðal mikilvægra eftiráhrifa Búsáhaldasýningarinnar má nefna sáttmála Búnaðarfélags Íslands og Sambands íslenskra samvinnufélaga sem gerður var samsumars um að áðurnefndur Árni G. Eylands yrði ráðinn hjá báðum þeim til þess „að standa fyrir verkfæradeild þeirri er S.Í.S. kemur upp, en vera jafnframt leiðbeinari Búnaðarfjelags Íslands í þeim efnum.“ Nokkur dráttur varð að vísu á framkvæmdinni en fljótlega varð Árni þó lykilmaður beggja aðila um innflutning búvéla og ráðgjöf til bænda um val á þeim og notkun. Þau mál hafði hann nær öll í sínum höndum næstu tvo ára­ tugina. Sú mikla kynning sem sýningin var á nýjum verkfærum og verkhátt­ um, sem og umræður og aðgerðir í kjölfar hennar, þar með talið setning jarðræktarlaganna árið 1923, ýtti af stað stórfelldum breytingum í jarð­ rækt og heyskap. Búsáhaldasýningin 1921 markaði skil í þróun íslensks landbúnaðar á tuttugustu öld. – Hún boðaði komu nýrra tíma. Bjarni Guðmundsson MENNING&SAGA Frá Búsáhaldasýningunni 1921. Hluti sýningargripanna sunnan við Kennaraskólann. Mynd / Minjasafnið á Akureyri Austin-traktorinn á akstri um sýningarsvæðið. Mynd / Minjasafnið á Akureyri Sigurður Sigurðsson (1871-1940), forseti Búnaðarfélags Íslands og helsti hvatamaður að Búsáhaldasýningunni 1921. Mynd / Ævisaga SS Hestaverkfærin vöktu mikla athygli á sýningunni. Að sýningu lokinni voru þau prófuð og metin með skipulegum hætti, m.a. þessi McCormick-snúningsvél: „Vjelin rann mjög vel, er auðveld í meðferð, og virðist sæmilega traust. Má hiklaust telja hana vel nothæfa á tún og harðlendi, þar sem vel er sljett“, sagði í áliti dómnefndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.