Bændablaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 13
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. mars 2021 13 Samkaup hefur í samstarfi við íslenska smáframleiðend­ ur hrundið af stað verkefninu „Heimabyggð“. Í því felst að íslenskum smáframleiðendum býðst nú að selja vörur sínar í sérstöku rými í völdum verslun­ um Samkaupa, undir nafninu „Heimabyggð“. Tilgangur verkefnisins er að gera vörum íslenskra smáframleiðenda hærra undir höfði og gera þær sýni- legri í verslunum Samkaupa. „Við viljum styðja við íslenska smáframleiðendur og með Heimabyggð erum við að veita þeim sérstakt pláss í verslunum okkar. Það er mikilvægt, sérstaklega á tímum sem þessum, að styðja við íslenska framleiðslu og við hjá Samkaupum erum með skýra stefnu þegar kemur að stuðningi við nýsköpun og umhverfisvernd,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. Verkefnið er unnið í samstarfi við Samtök smáframleiðenda matvæla og er stefnt að því að koma „Heimabyggð“ upp í verslunum Samkaupa víðs vegar um landið. Nú þegar hefur „Heimabyggð“ verið sett upp í verslunum Nettó í Mjódd og á Glerártorgi. /MHH Netapótek Lyavers Frí heimsending um land allt!* Í Netapóteki Lyavers getur þú fundið þína lyfseðla, valið samheitalyf og séð lyaverðið þitt. Nýttu þér lágt lya- og vöruverð á lyaver.is lyaver.is Suðurlandsbraut 22 Afhendum samdægur s á höfuðbo rgarsvæðin u mán–lau e f pantað er fyrir kl. 1 3:00. Opna lyagáttina Apótekið heim til þín *Frí heimsending ef pantaðir eru tveir lyfseðlar eða verslað er fyrir meira en 9.900 krónur. FRÉTTIR Starfsstöð bókasafnsins á Steins­ stöðum í Skagafirði hefur sam­ einast starfsstöð bókasafnsins í Varmahlíð og Héraðsbókasafni Skagfirðinga á Sauðárkróki. Rósmundur Ingvarsson hefur sinnt safninu á Steinsstöðum af einstakri natni og áhuga í marga áratugi. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í Sveitarfélaginu Skagafirði, heimsótti Rósmund ásamt Þórdísi Friðbjörnsdóttur héraðsbókaverði og færðu honum þakkir fyrir mikið og gott starf í þágu lestrar- og menningarstarf- semi í sveitarfélaginu. /MÞÞ Bókasafnið á Steinsstöðum: Rósmundi þakkað fyrir gott starf Vörur úr heimabyggð í verslunum Samkaupa Í „Heimabyggð“ er sérstakur kælir fyrir vörurnar og sérsmíðaðar innréttingar og umgjörð, sem og hönnun kynningarefnis um vörurnar og framleiðendur þeirra. Nú þegar hefur „Heimabyggð“ verið sett upp í verslunum Nettó í Mjódd og á Glerártorgi. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í Sveitarfélaginu Skagafirði, og Rósmundur Ingvarsson. Bænda 25. mars Sveitarfélög innheimti umhverfisgjöld: Skagfirðingar gagnrýna tillögu um nýja búsetutengda skatta „Því miður er svo víða á lands­ byggðinni að fólk hefur ekki val um hvort það notar bíl eður ei og nýtur ekki þeirra val­ kosta sem höfuðborgarsvæðið hefur með fjöl breyttari sam­ göngumáta,“ segir í umsögn Sveitarfélagsins Skaga fjarðar við þingsályktunar tillögu um heimild sveitar félaga til að inn­ heimta umhverfis gjöld. Fram kemur í bókun sem sam- þykkt var á fundi Sveitar félagsins Skagafjarðar að sumar fjölskyldur þurfi jafnvel tvo bíla til að geta sinnt vinnu og sótt þjónustu. „Þetta er því tillaga um nýja búsetutengda skatta sem munu leggjast með mestum þunga á lands- byggðina. Nær væri að koma með tillögur um hvernig sé hægt að efla enn frekar almenningssamgöngur á landsbyggðinni svo færri séu háðir því að eiga og nota bíla.“ /MÞÞ Skagfirðingar telja að innheimta umhverfisgjalda, m.a. á bíla, séu mjög íþyngjandi fyrir fólk úti um allt land sem getur ekki án bíla verið. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.