Bændablaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. mars 202142
Búnaðarfélag Íslands og Stéttar
samband bænda stóðu saman
að byggingu Bændahallarinnar.
Húsið var byggt í tveim áföngum,
sá fyrri var tekinn í notkun árið
1962 en var tæpast fullbúinn fyrr
en 1964.
En þótt myndarlega væri byggt,
komu fljótlega fram hugmyndir
um að betra væri að stækka. Það
mun vera í byrjun árs 1969 sem
fyrst er bókað í fundargerð stjórnar
Bændahallarinnar um nauðsyn þess
að byggja við Bændahöllina. Málið
virðist ekki koma til Búnaðarþings
1970, en það kemur til aðalfundar
Stéttarsambands bænda það ár. Þá er
tillagan almennt orðuð en vakti samt
blendin viðbrögð. Eftir umræður var
þó gerð svofelld samþykkt:
„Aðalfundur Stéttarsambands
bænda 1970 heimilar stjórn
sambandsins að leggja til við
hússtjórn Bændahallarinnar að
kanna fjárhagslegan grundvöll fyrir
stækkun gistirýmis Hótel Sögu og
leggja niðurstöður könnunarinnar
fyrir næsta aðalfund.“ - Tillagan
samþykkt með 32 atkvæðum gegn 2.
Búnaðarfélag Íslands skuli í
samvinnu við Stéttarsamband
bænda tryggja lóð
Síðan er það á Búnaðarþingi árið
1971 að hlutirnir fara að gerast. Frá
fjárhagsnefnd þingsins kom tillaga
þess efnis að Búnaðarfélag Íslands
skuli, í samvinnu við Stéttarsamband
bænda, tryggja lóð og vinna aðra
nauðsynlega undirbúningsvinnu
vegna stækkunar á gistirými
Bændahallarinnar.
Skiptar skoðanir meðal
búnaðarþingsfulltrúa
Sex búnaðarþingsfulltrúar sem
and snúnir voru þessum áformum
brugðust hart við og lögðu fram
dagskrártillögu:
„Bændahöllin var reist til að
fullnægja húsnæðisþörf búnaðar-
samtakanna. Byggingarnefnd
hússins og einkum framkvæmda-
stjóri hennar leystu verkefni sitt
af hendi með frábærri prýði, sem
Búnaðarþingi er ljúft og skylt að
þakka. Til þess að fá þá lóð, sem
húsið stendur á, varð að gangast
undir þá kvöð að byggja stórhýsi,
sem ákveðið var að nota til hót-
elreksturs, sem síðan hefur verið
haldið uppi á vegum eiganda hússins,
lengst af undir ágætri stjórn núver-
andi hótelstjóra. Hefur ekki verið
sýnt fram á annað en að húsið full-
nægi húsnæðisþörf búnaðarsamtak-
anna um alllanga framtíð, jafnfram
því að hótelreksturinn virðist vera
að komast á sæmilegan grundvöll.
Með því að húsið uppfyllir þannig
upphaflegan tilgang með byggingu
þess, en í ályktun fjárhagsnefndar
kemur ekki fram, að kannaður hafi
verið rekstrargrundvöllur stækkaðs
hótels, heldur er þar þvert á móti gert
ráð fyrir slíkri könnun jafnhliða eða
á eftir undirbúningi að viðbyggingu,
þá telur Búnaðarþing ekki ástæðu
til að ræða frekar ályktunartillögu
fjárhagsnefndar og tekur fyrir næsta
mál á dagskrá.“
En nú var gengið til atkvæða, þau
féllu þannig að 12 voru með og 12 á
móti, einn sat hjá, dagskrártillagan
féll þannig á jöfnum atkvæðum.
Að þessari niðurstöðu fenginni
bar fjárhagsnefnd Búnaðarþings
fram nýja tillögu svohljóðandi:
,,Búnaðarþing ályktar að fela
stjórn Búnaðarfélags Íslands í sam-
ráði við stjórnir Stéttarsambands
bænda og Bændahallarinnar að
tryggja lóð fyrir stækkun húsrýmis
Bændahallarinnar. Enn fremur verði
kannaðir möguleikar á að fá inn-
lent fjármagn til framkvæmda, ef
til þeirra yrði stofnað. Þá verði gerð
kostnaðaráætlun um rekstrarafkomu
Hótel Sögu, miðuð við þá stækkun
sem hagkvæmust þykir.
Þingið leggur áherslu á, að
ekki komi annað framlag til við-
byggingarinnar af hálfu bænda og
bændasamtakanna en tekjuafgangur
af rekstri Bændahallarinnar.
Að lokinni þeirri athugun, sem
að framan greinir, verði þær niður-
stöður lagðar fyrir Búnaðarþing til
endanlegrar ákvörðunar´´.
Greidd voru atkvæði um þessa
ályktun, 13 sögðu já, 12 sátu hjá.
Fulltrúunum Stéttarsambands
bænda leist ekki á blikuna
Næst var hugmyndin lögð fyrir aðal-
fund Stéttarsambands bænda 1971.
Þá var hugmyndin orðin nokkuð
þróaðri, en það dugði ekki til, full-
trúunum leist ekki á blikuna.
Á fundinum kom fram eftirfar-
andi dagskrártillaga:
,,Þar sem mál það sem hér
liggur fyrir, er stórmál er snertir
bændastéttina alla, sem óneitanlega
er lögð í verulegan fjárhagslegan
vanda ef illa tekst til, og þar sem
málið hefur ekki verið kynnt fyrir
bændum svo sem skyldi og sjálfsagt
er, telur fundurinn sér ekki fært að
veita því jákvæða afgreiðslu, en
tekur fyrir næsta mál á dagskrá´´.
Þessi tillaga var samþykkt með
24 atkvæðum gegn 20, og málinu
þar með vísað frá fundinum að þessu
sinni.
En þessi synjun aðalfundar
Stéttarsambandsins, sem átti þriðjung
í Bændahöllinni, virðist ekki hafa
truflað stjórn Bændahallarinnar
mikið. Á Búnaðarþingi 1972 kom
fram að talsvert hafði verið unnið að
undirbúningi málsins og að mörgu
leyti skýrt mótaðar hugmyndir voru
lagðar fyrir Búnaðarþing það ár.
Fjárhagsnefnd þingsins lagði fram
tillögu sína í 5 liðum og fylgdi
greinargerð í fjórum liðum. Í fyrsta
lið í greinargerð kemur fram sú
röksemd að „Með stækkun hótelsins
fæst hagfelldari rekstrareining,
sem tryggir áframhaldandi
forystuhlutverk í hótelrekstri í
landinu....“.
Tvö sjónarmið
Segja má að á þessum árum takist
á tvö sjónarmið:
Annars vegar það sjónarmið sem
kemur fram í frávísunartilögunni á
Búnaðarþingi 1971, þess efnis að
Bændahöllin hafi fyrst og fremst það
hlutverk að fullnægja húsnæðisþörf
búnaðarsamtakanna, hótelreksturinn
sé ekki höfuðmarkmið.
Hins vegar það sjónarmið
að hótelreksturinn sé sjálfstætt
markmið og Hótel Saga skuli vera
í fremstu röð meðal hótela á Íslandi.
Það fór svo að Búnaðarþing 1972
samþykkti að málinu skyldi haldið
áfram, 14 sögðu já, 11 sögðu nei.
Harðar deilur um málið
á aðalfundi Stéttarsambandsins
Á aðalfundi Stéttarsambandsins
1972 urðu harðar deilur um málið.
Þar var tillagan um framhaldið í
tveim liðum. Fyrri liður sem var
um viðbyggingu á tveim hæðum
austan Bændahallarinnar, var
samþykktur með 26 atkvæðum
gegn 14. (Þessi bygging var aldrei
reist). Síðari liðurinn um byggingu
norðan Bændahallarinnar með
allt að 100 gistiherbergjum, var
samþykktur með 25 atkvæðum
gegn 15.
Þess skal einnig getið að bæði
á Búnaðarþingi og á aðalfundi
Stéttarsambandsins, komu fram
tillögur þess efnis að málið yrði
lagt í almenna atkvæðagreiðslu
meðal bænda, allar hugmyndir
þess efnis voru felldar.
Hugmynd um að selja
Bændahöllina 1970
Árið 1970 kom fram sú hugmynd
á aðalfundi Stéttarsambands
bænda „að ef til vill væri heppi-
legast að selja nú hótelrými
Bændahallarinnar.“
Skrásetjari hefur ekki fundið
eldra dæmi um þá hugmynd að
selja Bændahöllina að hluta eða
öllu leyti, sá sem viðraði þessa
hugmynd árið 1970 var Skjöldur
Eiríksson á Skjöldólfsstöðum.
Stækkun tekin í notkun 1986
Ályktunin um stækkun Bænda-
hallarinnar sem Búnaðarþing
samþykkti 1971 og aðalfundur
Stéttarsambandsins árið eftir,
varð að veruleika eftir áratug og
síðari áfangi Bændahallarinnar var
tekinn í notkun 1986. Þessar sam-
þykktir urðu í reynd sá vegvísir
sem fylgt var í málefnum Hótel
Sögu, allt þar til hótelinu var lokað
vegna fjárhagserfiðleika 1. nóv-
ember 2020.
Í mars 2021
Þórólfur Sveinsson
Bændahöllin stækkuð – félagslegur aðdragandi
Hótel Saga í byggingu í byrjun sjöunda áratugar síðustu aldar, líklega 1961.
Hótel Saga var tekið í notkun árið 1962.
Bygging norðurálmunnar í smíðum 1984, en hún var tekin í notkun 1986.
Hótel Saga eins og hún var þann 19. nóvember 2014. Mynd / HKr.
Hótel Saga 5. maí 2020 eftir viðamiklar endurbætur. Útbyggingin sem hýsti
veitingastaðinn Skrúð í horninu á mótum gömlu og nýju byggingarinnar er
hrofin og búið að endurbyggja glervegginn á tengibygingunni. Mynd / HKr.
Horft úr lofti til austurs yfir Reykjavík, af svæðinu í kringum Hagatorg, Hótel
Sögu og Melavöllinn 2. ágúst 1961. Mynd / Gunnar Rúnar Ólafsson
Hótel Saga 2020, en hótelinu var lokað vegna fjárhagserfiðleika 1. nóvember
2020. Mynd / HKr.
Þórólfur Sveinsson.
MENNING&SAGA