Bændablaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. mars 2021 21 Verið er að undirbúa breskan kjarna samrunaofn (nuclear - - fusion) til að hefja lykilprófanir á eldsneytissamsetningu sem á endanum mun knýja risa- kjarnasamruna ofninn ITER nærri Cadarache í Frakklandi þar sem gera á stærstu tilraun í heimi til að beisla kjarnasamrunaorku. Kjarnasamruni er fyrirbærið sem knýr sólina og ef eðlisfræðingar geta framkallað og beislað slíka orku á jörðinni væri það uppspretta nær tak- markalausrar orku. Athyglisvert er að helstu iðnríki heims hafa sameinast um ITER verkefnið til að freista þess að ná þessu marki. Enda er þetta afar flókið og dýrt. Einnig er Bretland enn þátttakandi í þessu verkefni þrátt fyrir útgönguna úr ESB. Í desember hófu vísindamenn hjá Joint European Torus (JET) að gera samrunatilraunir með trítíum – sem sjaldgæf og geislavirk samsæta vetn- is sem líka er nefnd hydrogen-3 og ýmist táknað með T eða 3H. Kjarnasamrunaofninn í Bretlandi er einn tíundi af 22 milljarða Bandaríkjadala ITER verkefninu en hefur sams konar kleinuhringlaga „Tomamak“ hönnun á kjarnasam- runaofninum. Það er í fyrsta skipti síðan 1997 sem vísindamenn gera tilraunir í Tokamak ofni með „veru- legu magni“ af trítíum. Upphaflega sovésk uppfinning Tomamak kjarnasamrunaofnar eru upprunalega rússnesk eða sovésk uppfinning sem kynnt var á sjötta ára- tug síðustu aldar af þáverandi sové- sku eðlisfræðingunum Igor Tamm og Andrei Sakharov. Ofninn í Bretlandi er sagður þróaðasta ofngerðin í dag í samrunaorkutilraunum heimsins. Tilraun verður gerð í júní Í júní mun JET byrja að blanda saman jöfnu magni af trítíum og deuteríum. Deutríum, eða hydrogen-2, er ýmist táknað með 2H eða D og er líka þekkt sem þungt vetni. Það er þessi eldsneytisblanda sem ITER mun nota í tilraun sinni til að skapa meiri orku með kjarnasamruna en sett er í ofninn. Vísindamenn JET munu nota minna en 60 grömm af trítíum við þessa tilraun. Verður broti úr grammi skotið inn í ofninn þrisvar til fjórtán sinnum á dag og er vonast til að ná út úr tilraununum 3 til 10 sekúndum af nothæfum gögnum. Ýmist verður eingöngu notað trí- tíum eða 50/50 blanda af trítíum og deutríum. Kínverjar sagðir hafa framkallað 180 milljón gráðu hita árið 2018 Í umfjöllun í blaðinu Nature segir að þetta sé eitthvað sem aldrei hafi verið sýnt fram á áður. Það er kannski ekki alls kostar rétt. Kínverjar, sem líka eru þátttakendur í ITER verkefninu eins og flestar stórþjóðir heimsins, gerðu tilraun í sínum Tokamak ofni árið 2018 og náðu þá að framkalla eitt augnablik 180 milljón gráðu hita og náðu að sagt var að framkalla meiri orku en lögð var í verkefnið. Þetta verkefni er nefnt Experimental Advanced Superconducting Tokamak (EAST) og var m.a. greint frá þessari tilraun í Bændablaðinu. Árið 2019 setti EAST markið enn hærra og tilkynnti áform um að tvöfalda það hitastig árið 2020 og ná 360 milljón gráðum. Ekki hefur frést af að þetta hafi tekist en COVID-19 hafði áhrif á allar vísindalegar til- raunir í þessa veru á síðasta ári. Þó EAST liðið verði nokkrum mánuðum of seint að ná þessu markmiði getur það samt verið fyrst til þess. Breski ofninn á að geta náð 100 milljón gráðu hita Kjarnasamrunaofninn í Bretlandi ætti að hita og afmarka plasma af deuteríum og trítíum þannig að sam- runi samsætanna í helíum framleiði nægan hita til að viðhalda frekari samrunaviðbrögðum. Ofninn er þannig hannaður að sá gríðarlegi hiti sem myndast snertir aldrei veggina í ofninum, enda myndu þeir sam- stundis bráðna. Heldur er ofurheitum plasmanum haldið svífandi í afar öfl- ugu segulsviði. Hitastigið í JET á að geta náð 100 milljón gráðum. Það er margfalt meiri hiti en í kjarna sólar- innar sem talinn er vera 15 milljón gráður á Celsíus. Spennandi verkefni „Það er mjög spennandi núna að komast á það stig að geta framkvæmt það sem við höfum verið að undirbúa í öll þessi ár,“ segir Joelle Mailloux, sem er meðstjórnandi vísindaáætl- unar JET. „Við erum tilbúin í það.“ Tilraunir JET munu hjálpa vís- indamönnum að spá fyrir um hvernig plasmi í ITER Tomamak muni haga sér og þróa út frá því til stillingar fyrir risatilraunina. „Það er næst því sem við getum náð ITER aðstæðum í nútímavél- um,“ segir Tim Luce, yfirvísinda- maður hjá ITER. Tilraunirnar eru lokaáfangi við tveggja áratuga vinnu, segir Luce. ITER mun hefja tilraunir í smáum skala árið 2025. En frá 2035 mun kjarnasamrunaverið vera keyrt á 50:50 blöndu af deuteríum og trí- tíum. Bæði ITER og JET, eru með aðsetur í Culham Center for Fusion Energy (CCFE) nálægt Oxford. Síðustu Tomamak samrunatilraun- ir heims með trítíum fóru einnig fram á JET. Markmiðið var þá að ná hámarksaflinu og tókst þá að ná methlutfalli orku úr orku (þekktur sem Q gildi) upp á 0,67. Það met stendur enn í dag segir í Nature. Gildið 1 þýðir að jafn mikil orka fari í að framleiða orkuna og notuð er til að búa hana til. Á þessu ári er markmið- ið að viðhalda svipuðu samrunaafli í 5 sekúndur eða meira, að ná eins miklu af gögnum úr tilraununum og mögulegt er til að skilja hegðun langvarandi plasma. /HKr. Áfangi í fjölþjóðlega kjarnasamrunaverkefninu ITER: Tilraun gerð með trítíum eldsneyti til að framkalla kjarnasamruna í sumar í tilraunaofni í Bretlandi Kjarnasamrunaofn af Tomamak-gerð. Ofnar sem duga til að hemja þann gríðarlega hita sem myndast við kjarnasamruna eru afar flóknir að allri gerð og þar af leiðandi mjög dýrir. Ef vel tekst til vonast menn samt til að slíkir ofnar geti umbylt framleiðslu á ódýrri vistvænni orku í heiminum. Þjóðirnar sem standa að Iter verk­ efninu í Frakklandi. Að vísu ætti breski fáninn að vera þarna líka eftir útgöngu þeirra úr ESB. Vesturhrauni 3 • 210 Garðabær • s: 480 0000 Austurvegi 69 • 800 Selfossi • s: 480 0400 www.aflvelar.is • sala@aflvelar.is VINNUR HEILAN VINNUDAG ÁN ÞESS AÐ HLAÐA Rafhlöðudrifin lausn fyrir kröfuharða garðyrkjumenn, verktaka og sveitafélög sem vilja taka græna skrefið og vinna með aflmiklum tækjabúnaði sem slær háværum bensíntækjum ekkert við í afköstum. Einfalt í vinnslu því rafhlöðuna er hægt að tengja við hekkklippu, sláttuorf, greinarsög, sláttuvél og blásara og að auki er hægt að vinna fullan vinnudag án þess að hlaða. 3 ára ábyrgð á rafhlöðum frá framleiðanda. Hafið samband og fáið tilboð í lausn sem hentar ykkar þörfum og leggið heyrnarhlífunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.