Bændablaðið - 11.03.2021, Side 34

Bændablaðið - 11.03.2021, Side 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. mars 202134 Timburverð á markaði hefur hækkað umtalsvert á undan­ förnum fimm árum vegna auk­ innar eftirspurnar. Þá hefur enn bætt í þá þróun vegna áhrifa af minni framleiðslu vegna COVID­19. Tölur um framvirka samninga frá hrávörumarkaði Chicago Mercantile Exchange í Bandaríkjunum sýna þetta glögglega. Þá virðist samdráttur á innflutningi timburs til ESB­ landanna vera að hafa mikil áhrif. Á markaðnum er fjallað um timbur sem búið er að saga niður í bita eða planka og kallað „lumber“. Helstu framleiðendur sem selja í gegnum þennan markað eru í Eystrasaltslöndunum og Norður-Ameríku, en Íslendingar fá m.a. mikið af timbri frá Eystrasaltslöndunum. Það timbur sem fer í gegnum CME markaðinn er samt háð þeim skilyrðum að vera unnið í viðurkenndum sögunarmyllum í Bandaríkjunum eða Kanada. Á vefsíðu samtaka íbúðarhúsa- bygg jenda í Bandaríkjunum (NAHB) var greint frá því þann 22. feb rúar síðastliðinn að timburverð hafi hækkað um meira en 180% frá því á síðasta vori. Þetta hefur síðan haft mikil áhrif á byggingarkostnað. Talað er um 8.998 dollara hækkun á meðalíbúðarhúsnæði og er þá verið að tala um timburhús. Sem dæmi um þetta er sagt að þúsund fet (310 metrar) af grindarefni hafi kostað um 350 dollara (44.576 kr.) í apríl 2020, en hafi verið komið í 975 dollara (um 124.000 kr.) í febrúar síðastliðinn. Þá eru einnig nefnd dæmi um að verð á 1.000 fetum hafi farið yfir 1.000 dollara og í 1.010 dollara í framvirkum samningum til 2. mars. Þetta samsvarar því að metraverðið hefur hækkað úr sem nemur 144 krónum í um 400 krónur, eða um 277%. Umfjöllun í The Wall Street Journal nýverið er á sama veg. Þar er talað um methækkanir á timburverði og um 49% hækkun á grindarefni frá síðustu viku í janúar og fram í miðjan febrúar. Þá var verð á þúsund fetum komið í 992,4 dollara. /HKr. Miklar hækkanir á timburverði í Bandaríkjunum hafa haft mikil áhrif á byggingarkostnað. Búist við timburskorti í Bretlandi Bretar horfa fram á timburskort á árinu 2021 samkvæmt umfjöll­ un á vef Arcitects´ Journal. Er það byggt á upplýsingum sam­ taka timburviðskipta, Timber Trade Federation. Ástæða timburskorts er rakin til þess að mikil aukning kórónu- veirusmita í Svíþjóð hafi dregið verulega úr timburframleiðslu þar í landi. Sænskt timbur er einmitt uppistaðan í timburinnflutningi Breta. Haft er eftir David Hopkins, forstjóra TTF, að hann hafi skilning á því að margir Bretar eigi eftir að reiðast vegna timburskorts, en við því sé lítið að gera. Bretar verði bara að taka á þessum vanda í sameiningu eins og aðrir. – „Þessi staða mun fylgja okkur langt inn í árið 2021,“ sageir Hop kins. James Talman, framkvæmda- stjóri samtaka þakverktaka, segir að þar á bæ hafi menn verulegar áhyggjur af stöðunni og að hægt verði að mæta hvatningu yfirvalda um að fólk hugi að viðgerðum og endurbótum á húsum sínum. Kallar hann eftir auknum stuðningi yfirvalda og að liðkað verði til varðandi tolla og flutninga á hráefni. /HKr. Ástæða timburskorts í Bretlandi er rakin til þess að mikil aukning kórónuveirusmita í Svíþjóð hafi dregið verulega úr timburframleiðslu þar í landi. Sænskt timbur er einmitt uppistaðan í timburinnflutningi Breta. UTAN ÚR HEIMI Mjög mikil aukning hefur verið í framleiðslu lífrænt vottaðra garðyrkjuafurða í nágranna­ löndum okkar á síðustu árum. Fylgja framleiðendur reglu­ verki Evrópusambandsins þar um og sama gildir um Ísland en Íslendingar eru eftirbátar annarra þegar kemur að líf­ rænni ræktun. Vottun þriðja aðila um að regl- um sé framfylgt er nauðsynleg til að tryggja trúverðugleika lífrænu framleiðslunnar. Vottunarstofan TÚN sinnir eftirliti og úttektum í umboði Matvælastofnunar hér á landi innan ramma gildandi reglu- gerða. Tiltölulega fáir framleið- endur stunda ræktun á lífrænt vottuðu græn- meti í gróðurhúsum á Íslandi, mun færri hlutfallslega en td. í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Þar og víða í Evrópu hefur verið mikill uppgangur í lífrænni ylræktun til að mæta sífellt aukinni eftirspurn neytenda eftir lífrænt ræktuðum gróðurhúsaafurðum. Aðgengi að ýmsum nauðsynlegum aðföngum til lífrænnar framleiðslu er mun greiðara erlendis og kann það að skýra muninn að sumu leyti og stjórnvöld þar hafa á ýmsan hátt stutt við þá framleiðendur sem hyggjast hefja lífrænan búskap. Eitt er víst og það er að auka þarf hlut lífrænnar ræktunar meðal íslenskra garðyrkjubænda og til þess þarf samvinnu bænda, neyt- enda og hins opinbera. Það þjónar engum góðum tilgangi að stilla þessum eðlisólíku en þó nátengdu ræktunaraðferðum andspæn- is hvor annarri í heitri umræðu heldur geta þær vel þrifist hlið við hlið, bæði í faglegri umfjöllun og á markaði. Ylræktarbændur í sóknarhug „Hefðbundin“ ylrækt hefur sótt verulega í sig veðrið á Íslandi á undanförnum árum en það endurspeglar aukinn áhuga neyt- enda á íslenskum matjurtum yfirleitt. Framsækni einkennir uppbygginguna, nýleg íslensk gróðurhús eru með þeim tækni- væddustu sem þekkjast ef borið er saman við önnur Evrópulönd og jafnvel þótt víðar væri litið. Árangur framleiðendanna er líka eftirtektarverður, þeir skara til dæmis fram úr félögum sínum í öðrum löndum í heilsársræktun blóma og grænmetis og ræktunin verður sífellt afkastameiri. Afmarkað rótarrými og óvirkt efni í stað moldar Alsiða er í hátæknigarðyrkju eins og þeirri sem hefur rutt sér til rúms á Íslandi að rækta grænmeti ekki í mold, heldur í afmörkuðu rótarrými með stein- ull, vikri eða öðru óvirku efni sem ekki hefur teljandi áhrif á áburðarmagn eða jafnvel í vatni eingöngu, ásamt tilbúnum áburði. Það auðveldar meðal annars ná- kvæma stýringu á áburðargjöf og vökvun. Þessu vaxtarefni fyrir ræturnar er gjarnan komið fyrir á upphækkuðum rennum í gróðurhúsunum til aukinnar hagræðingar. Vökvað er með fljótandi áburðarlausn. Meira en 90% íslensku framleiðslunnar á tómötum og gúrkum er ræktuð með þeirri aðferð og hefur skilað örum vexti og mikilli uppskeru. Salat er sömuleiðis ræktað í hr- ingrás næringarlausnar án jarð- vegs. Þessar ræktunaraðferðir eru snyrtilegar og árangursríkar en geta á engan hátt fallið undir skilgreiningar á lífrænni ræktun og um það er ekki deilt. Samræmdar Evrópureglur um lífrænan búskap taka gildi um næstu áramót Evrópusambandið hefur samþykkt samræmdar reglur um lífrænan búskap sem öll aðildarríkin skulu fylgja og taka gildi í janúar 2022. Upphaflega stóð til að gildistakan væri 1. janúar 2021 en henni hefur verið frestað um eitt ár vegna Covid-19. Ísland er fullgildur að- ili að þessu samkomulagi gegnum aðild sína að Evrópska efnahags- samningnum, EES. Meðal annars er kveðið á um að í líf- rænt vottaðri ræktun verði ekki heimilt að notast við takmarkað rótarrými í óvirku ræktunarefni, heldur skuli plönturnar vera gróðursettar á beð með lífrænum jarðvegi og næringu. Reglur sem snúa að skepnuhaldi munu einnig taka nokkrum breytingum með innleiðingu ESB-reglugerðarinnar. Undanþágur frá reglum um takmarkað rótarrými heyra brátt sögunni til Vottunaraðilar í þremur Evrópu- ríkjum, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi hafa engu að síður sam- þykkt lífræna vottun á tómata- og gúrkuræktun í litlum jarðvegs- sekkjum með lífrænni mold og næringu undanfarin ár. Að minnsta kosti virðast þeir hafa horft í gegnum fingur sér þegar kom að vottuninni, því í raun hefur þess háttar ræktun ekki verið leyfileg samkvæmt reglum um lífræna framleiðslu síðast liðin ár. Íslenskir garðyrkjubændur hafa sumir hverjir hugleitt að fara þá leið til að fá lífræna vottun á sína framleiðslu. Sú ræktunarað- ferð er hins vegar á útleið, því reglur ESB um lífræna framleiðslu munu ekki heimila slíka ræktun. Framleiðendur sem komu upp þess háttar aðstöðu í sínum gróð- urhúsum í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi fyrir 28. júní 2017 munu geta haldið sinni lífrænu vottun að öðrum skilyrðum uppfylltum til 31. desember 2031. Undanþágan gildir aðeins fyrir þessi þrjú lönd og ekki verður heimilt að taka aðferðina upp annars stað- ar í Evrópu. Undanþágur sem nágrannar okkar á Norðurlöndum hafa notfært sér heyra því brátt sögunni til. Áfram verður hægt að óska lífrænnar vottunar á smá- plöntur sem ræktaðar eru og seldar í pottum eftir aðferðum lífrænnar ræktunar, til dæmis kryddjurtir og blóm. Reglugerð ESB um lífræna framleiðslu og merkingu líf- rænna vara, sem Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur samþykkt og tekur að öllum líkindum gildi um næstu áramót skerpir enn muninn milli líf- rænnar og hefðbundinnar garð- yrkju. Reglurnar gera auknar kröfur til lífrænna framleiðenda í nágrannalöndunum en hafa í raun ekki sömu áhrif á lífræna framleiðslu á Íslandi eins og hún hefur verið stunduð því hér hefur lífrænt vottað grænmeti allt verið ræktað á beðum með lífrænni mold og lífrænum nær- ingargjöfum, eins og gert er ráð fyrir í hinum nýju reglum. Ingólfur Guðnason námsbrautarstjóri garðyrkjuframleiðslu Garðyrkjuskólans á Reykjum, Ölfusi. GARÐYRKJUSKÓLI LBHÍ REYKJUM Ylræktun grænmetis – takmarkað vaxtarrými í brennidepli Gríðarlegar hækkanir á timbur- verði í Bandaríkjunum – Dæmi um 277% verðhækkun á 10 mánuðum

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.