Bændablaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. mars 2021 LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Arnór Ari Sigurðsson er fæddur og uppalinn á Breiðdalsvík. Hann er lærður vélvirki og starfar við löndun og sinnir viðhaldi á tækjum tengdum því. Jórunn Dagbjört Jónsdóttir er fædd og uppalin á Stöðvarfirði. Hún er með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Egilsstöðum en starfar sem stuðningsfulltrúi í Grunnskóla Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar. Ólafía Jónsdóttir föðuramma og Hermann Guðmundsson stjúpafi Jórunnar byggðu bæði íbúðarhúsið, vélarskemmuna og byggðu við fjárhúsin á Þverhamri. Arnór og Jórunn keyptu Þverhamar haustið 2018. Búið var að útbúa gistingu á neðri hæð íbúðarhússins og reka þau hana samhliða búinu. Í byrjun árs keyptu þau hlut í Breiðdalsbita og vonast þau til þess að geta gert spennandi hluti í samstarfi við Guðnýju Harðardóttur. Býli: Þverhamar 3. Staðsett í sveit: Breiðdal í Fjarða­ byggð. Ábúendur: Arnór Ari Sigurðsson, Jórunn Dagbjört Jónsdóttir, Árndís Eva Arnórsdóttir, Elvar Freyr Arnórsson og Ester Lóa Arnórsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Arnór á hana Árndísi Evu 9 ára úr fyrra sambandi, en saman eiga þau Elvar Frey, 4 ára og Ester Lóu, 2 ára. Svo eiga þau tvo hunda, Pílu og Mola. Stærð jarðar? Við hreinskilnislega munum það ekki … Gerð bús? Sauðfjárbúskapur og ferðaþjónusta. Fjöldi búfjár og tegundir? 350 kindur og tveir hundar. Hvernig gengur hefðbundinn vinnu dagur fyrir sig á bænum? Eins og núna á veturna, þegar það er búið að hýsa féð, þá fara Jórunn og börn í vinnu og leikskóla. Arnór fer og gefur morgungjöf og fer svo beint í vinnu. Jórunn sækir börnin í leik­ skóla og fer með þau heim og sinn­ ir þeim og heimilinu. Arnór kemur úr vinnu og fer svo í kvöldgjöfina. En það eru ekki allir dagar eins í sveitinni og störfin eru fjölbreytt. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Okkur finnst sauðburður og smalamennskur skemmtilegustu störfin. Í rauninni finnst okkur ekkert verk leiðinlegt sem viðkemur búinu en þau geta verið miserfið. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Framtíðarsýn okkar væri að koma öllu fé á gjafagrindur, stækka fjárhúsin og fjölga fénu talsvert. Hvar teljið þið að helstu tækifær- in séu í framleiðslu á íslenskum búvörum? Við sjáum fyrir okkur að nýta hluta af afurðunum í gegnum Breiðdalsbita. Koma með nýjar og spennandi vörur á markað. Svo væri draumurinn að Íslend­ ingar yrðu sjálfum sér nógir í fram­ leiðslu á íslensku kjöti og vörum, til þess þyrfti að vera minna af innfluttu kjöti. Þar af leiðandi þyrftu tollamál að vera í lagi. En á innanlandsmarkaðinum mætti bæta framsetningu íslensku vörunnar með áherslu á gæði og hreinleika. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, ostur, tómatsósa, kokteil sósa og skyr. Hver er vinsælasti maturinn á heimil inu? Lambalæri eða pitsa. Eftirminnilegasta atvikið við bú störfin? Fyrsti sauðburðurinn var frekar eftirminnilegur. Ester Lóa fæddist 29. apríl 2019 og voru þau á sjúkrahúsinu í um rúma tvo daga og komu heim 2. maí. Sauðburðurinn byrjaði á fullu 6. maí, þá var nóg að gera. Arnór sá um sauðburðinn með hjálp fjölskyldu og vina og Jórunn sá um börn, heimili og gistingu á meðan sauðburðinum stóð. Þetta var mjög krefjandi en mjög dásamlegur og gefandi tími. Grænmeti og möndluhjúpaður kjúlli Við skulum vera heiðarleg, grænmetismeðlæti getur orðið einhæft og stundum erfitt að fá hugmyndir en það er auðvelt að baka grænmeti og prófa framandi grænmeti til að krydda lífið. Svo er hægt að auka skammtinn til að fá fjölbreytt mataræði með fullt af vítamínum. Ristað fennel og spergilkál Hráefni › 1 haus spergilkál › 1 fennel skorið í sneiðar Sinneps-skalottlauks kryddlögur Hráefni › 2 litlir skalottlaukar, smátt saxaðir › 1 hvítlauksrif, smátt saxað › 2 tsk. Dijon sinnep › 4 msk. góð olía › salt og pipar Aðferð Hitið ofninn í 200 gráður. Blandið saman skalottlauk, hvítlauk og sinnepi í skál og þeytið saman. Bætið næst olíunni í stöðugum straumi meðan þið þeytið til að þykkja marineringuna. Saltið og piprið eftir smekk og setjið til hliðar. Undirbúið grænmeti. Skerið toppinn af fennel. Skerið fennelið í fjórðunga og fjarlægið harðan kjarna frá rótinni og sneiðið í sneiðar. Setjið fennel­ sneiðar á fat. Bætið við spergilkálsblómum og dreifið grænmeti út á smjörpappír og steikið við 200 gráður í 30­40 mínútur eða þar til fennel er mjúkt. Stráið ríkulega yfir ferskun parmesanosti. Möndluhjúpaður kjúklingur Kornflögur – eða jafnvel Rice Krispies – er oft notað til að hjúpa kjúkling. Möndluhjúpaður bakaður kjúklingur er eins og naggar sem flestir elskuðu þegar þeir voru krakkar, en nú er komin hollari útgáfa. Hreint út sagt ljúffengt! Þessi möndluhjúpaði kjúklingur er frábær þegar þú vilt fá góða stökka húð á kjúklinginn. Það skiptir ekki öllu máli ef þú notar egg til hann festist betur við, eða mjólk hægt er að nota bara vatn. Kjúklingurinn er stökkur og safa­ ríkur í hvert skipti. Þú getur notað kjúklingabringur, læri eða jafnvel svínakótelettur! Hráefni › 500 g kjúklingur › 300 g möndlumjöl › 50 g heilar möndlur, kornflex eða annað stökkt korn › Paprikuduft, salt og pipar fyrir krydd › Egg, vatn og/eða mjólk hrært til að hjúpa kjúklinginn Aðferð Að búa til möndluhjúpaðan kjúkling er svo auðvelt! Blandið saman kryddinu við möndl­ ur og möndlumjöl í kraftmiklum blandara eða í skál. (Ekki vinna saman of mikið, annars býrðu til möndlusmjör.) Dýfðu kjúklingi í eggja og vatns­ blöndu (eða mjólk) og svo í möndlurnar. Kjúklingurinn er settur á bökunar­ plötu klæddri smjörpappír þar til hann er orðinn gullinnbrúnn og safinn glær. Bakaðir sætakartöflubitar Einfalt og hollt meðlæti til að breyta til frá djúpsteiktum kartöflum sem sumum finnst vera reglan með stökkum kjúklingi. Hráefni › 4 heilar sætar kartöflur, vel skolaðar og skornar í bita eða fleyga › 3 msk. ólífuolía › 1 tsk. blandaðar kryddjurtir › 1 tsk. paprikuduft Aðferð Hitið ofninn í 200 gráður. Smyrjið bökunarplötu létt, eða klæðið hana með bökunarpappír. Blandið olíu og papriku í stóra skál. Bætið við sætum kartöflum og dreifið þeim jafnt yfir. Setjið bita í eitt lag á bökunarplötu og bakið í 40 mínútur. Hægt er að forbaka annað grænmeti eins og sellerírót eða gulrætur líka til að fá litríkt grænmeti. MATARKRÓKURINN Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari Þverhamrar 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.