Bændablaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 45

Bændablaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. mars 2021 45 Kvótakerfið sem nú kallast veiðigjald hefur alltaf verið mikið í umræðunni. Sérstaklega eftir að fjölmiðlar sögðu frá lækkun veiðigjalda og hækkun arðs til þeirra sem eru með kvótann í láni. Á sama tíma ætla stjórnvöld að selja banka til að greiða niður skuldir. Það sem fæst fyrir bankann dugir skammt. Meira þarf í púkkið, eins og t.d. Landsbanka, Landsvirkjun, Leifsstöð og eitthvað fleira er kannski hægt að selja. Annað er búið að gefa eða lána án endurgjalds, eins og t.d. aðstöðu til fiskeldis. Yfirráð orkuauðlinda hefur verið afsalað til EES/ESB, sem endar með hækkun raforku hjá okkur líkt og í Noregi. Það mun skerða samkeppnisstöðu innlends iðnaðar og rústa gróðurhúsaframleiðslu. Nú síðast hefur EES/ESB skikkað stjórnvöld til að skipta út orkumælum. Kostnaðurinn við skiptin hleypur á milljörðum. Miðað við fjárhagsstöðu þjóðarinnar mætti fjárfestingin alveg bíða, eða höfum við ekkert um það að segja? ESB gæti með mælunum skammt að rafmagnsnotkun til heimila með hækkun einingarverðs, þegar notkun hefur farið yfir ákveðið margar kwst. Á þennan hátt gæti ESB, sem býr við orkuskort, tryggt sér meiri raforku frá Íslandi um sæstreng. Krónan fleytti sjávarauðlindinni og þjóðinni yfir hrunið Margir misstu mikið í hruninu, en gengisfall krónunnar skapaði kjöraðstæður fyrir sjávarútveginn. Krónan fleytti sjávarauðlindinni og þjóðinni yfir hrunið. Frá hruni hefur sjávarútvegurinn byggt sig upp með fullkomnum tækjabúnaði, nýjum skipum og að auki greitt háar arðgreiðslur til þeirra, sem eru með kvótann í láni. Þjóðin, eigandi auðlindarinnar, vill skiljanlega fá meiri hlutdeild í arðinum. Svikin loforð Mest svikna kosningaloforðið frá upphafi kvótans hefur verið að ná honum til baka. Því hefur verið borið við, að margir handhafar kvótans hefðu keypt hann dýru verði og ekki hægt að taka hann af þeim. Það er ekki rétt. Kvótanum var úthlutað frítt til skamms tíma og skýrt tekið fram að hann mætti ekki selja. Ólöglegt er að selja kvóta og haldlaus rök að eignarhald kvóta verði til með kaupum á skipi með kvóta á verði skips + verði kvóta. Þar fyrir utan eru þeir, sem þannig fóru á svig við lögin, löngu búnir að fá kaupverðið til baka og það margfalt. Svo eru aðrir sem leigja frá sér kvóta, eins og þeir eigi hann skuldlaust. Gjafakvóti er reglulega leigður og seldur fyrir hundruð milljóna króna. Því er haldið fram að fiskvinnslu fyrirtæki verði að fá nægilegt hráefni á lágu verði til að geta staðið við skuldbindingar sínar. Það er langsótt. Þau semja sjálf um sölu afurða sinna og þar með um skuldbindingar sínar. Veiðigjald ákveðið út frá af komu greinarinnar stuðlar ekki að hagkvæmum rekstri. Aðföng er hægt að kaupa án mikillar samkeppni og alþjóðlegt við- skiptaumhverfi býður upp á alls konar tilfærslur (svindl?) með afurðirnar. Útflytjendur geta full- unnið þær í eigin fyrirtæki í útlönd- um og tekið stærsta hluta virðis- aukans þar. Enn einfaldara væri að selja unnar afurðir eigin fyrirtæki í útlöndum, sem gæti selt þær áfram um allan heim. Þekkingin er fyrir hendi. Fiskverðið myndi þá hækka í hafi frá landinu líkt og fyrir 50 árum að hráefni til álframleiðslu hækkaði í hafi til landsins, þar til Hjörleifur Guttormsson, þáverandi iðnaðarráðherra, stoppaði það. Stóriðjan fann þá upp nýja leið og greiðir nú í stað tekjuskatts háa vexti til lánveitanda í útlöndum. Jafnvel til skyldra aðila og stjórn- málamenn horfa aðgerðalausir á. Í landið eru líka komin alþjóð- leg fyrirtæki, sem eru rekin með tapi ár eftir ár. Ég hefi lengi velt fyrir mér hvað þessi fyrirtæki, sem gera út á tap, hafi greitt mikinn vaxtakostnað úr landi? Ég velti líka fyrir mér, hversu mikið vaxtakostnaður af nýjum skipum og tækjum í sjávarútvegi komi niður á afkomunni og lækki þar með veiðigjöldin. Stjórnvöld ættu að einbeita sér að því að fá meiri arð af sjávarauð- lindinni og öðrum auð lindum, áður en þau selja frá þjóðinni banka og fleiri eignir. Nú er talað um veiðigjald í stað kvóta, eins og þeir, sem eru með kvótann í láni eigi hann og í staðinn sé komið veiðigjald óháð stjórnarskránni. Katrín er að fikta í stjórnarskránni. Tilgangurinn gæti verið að festa kvótann í sessi hjá þeim, sem eru með hann í láni. Þá geta stjórnvöld ákveðið veiðigjöld án þess að nefna kvótann á nafn. Hann er einfaldlega þarna hjá þeim sem eru með hann í láni um alla framtíð, eða þar til hann erf- ist. Eignatilfærslunni skal rennt í gegnum þingið, eins og orkupakka 3 og stefnt er að með orkupakka 4. Fiskverðið er jafn vitlaust og gengisskráningin var fyrir 65 árum Í gegnum árin hafa íslenskar útgerðir getað greitt meira fyrir kvóta í öðrum löndum, en hér heima. Í dag greiðir útgerðin innan við 20 kr. fyrir 1 kg af þorski, sem á markaði selst hátt í 300 kr./kg. Skiptaverð til sjómanna er háð því, hvort fiskinum sé landað í fiskvinnslu eða á markað. Sum skip landa bæði á markað og í eigin vinnslu. Fiskverðið er jafn vitlaust og gengisskráningin var um miðja seinustu öld, þegar gjaldeyrir var seldur á svörtum markaði. Þeir sem hafa verið með og eru með kvótann í láni eru með mikla forgjöf til að bjóða hæsta verðið í kvótann að því leyti að þeir eru búnir að byggja upp sterk fyrirtæki í sjávarútvegi og geta boðið best. Þeir munu samt mótmæla með þeim rökum, að þeir séu búnir að fjárfesta svo mikið í fiskvinnslum og fiskiskipum. Svar við því er að fjármagnið, sem þeir fjárfestu fyrir kom úr sjónum. Auk þess hafa sjómenn staðið undir fjárfestingunni. Fyrst með þátttöku í að greiða niður kvóta, sem útgerðirnar keyptu og enn er tekið af skiptaverði til sjómanna olíugjald til reksturs skipsins og nýsmíðagjald til að greiða niður lán af nýjum skipum. Áhafnir skipanna hafa ekki fengið hlutdeild í 100 milljóna eða milljarða arði, sem útgerðarfyrirtækin hafa greitt út. Það er greinilega vitlaust gefið. Stjórnvöld, sem láta viðgangast að stela svona frá þjóðinni, eru ónýt. – Fyrsta skref í rétta átt til að fá meiri arð af auðlindinni væri að setja allan sjávarafla á markað með ákveðið hlutfall söluverðs í ríkissjóð. – Næsta skref væri að skila kvótanum til byggðarlaga, sem hann var tekinn frá, og láta þau um að bjóða hann út til skamms tíma í einu t.d. tvö ár í senn. Þannig þyrftu valdhafarnir reglulega að standa skil á að byggðarlagið fengi sem mestan arð af auðlegð sinni. Kvótanum. Þeir munu bjóða hæsta verðið, sem mest fá fyrir afurðirnar. Líklegast þeir sem fullvinna aflann og skapa mesta vinnu í landinu. Sam keppnin mun sjá um rétt veiðigjald af kvótanum. Alþingi ber skylda til að hámarka arð þjóðarinnar af sjávarauðlindinni og tryggja að hún verði alla framtíð í eigu íslensku þjóðarinnar. Með áframhaldandi óbreyttu fyrirkomulagi gjafakvótans mun íbúum bæja á landsbyggðinni fækka enn meir og býli, önnur en þau sem auðmenn kaupa, fara í eyði. 06.03.21., Sigurður Oddsson HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 HAUGHRÆRUR SAMFÉLAGSRÝNI Fiskverðið er jafn vitlaust og gengisskráningin var um miðja síðustu öld Sigurður Oddsson. Yfir hundrað milljónir til umhverfisverkefna Árlega veitir umhverfis- og auðlindaráðuneytið styrki til umhverfisverkefna og reksturs félagasamtaka sem starfa að umhverfismálum á grundvelli umsókna. Á heimasíðu ráðuneytisins segir að í ár hafi 42 verkefni hlotið styrk og að heildarupphæð styrkjanna nemi tæplega 52,5 milljónum króna. Þar af eru þrír styrkir veittir til tveggja ára. Að auki koma til greiðslu á árinu 12,5 milljónir króna vegna verkefna sem veitt voru til 2 til 3 ára á árinu 2020. Þá hefur ráðuneytið úthlutað 49 milljónum króna í rekstrarstyrki til 25 frjálsra félagasamtaka. Alls bárust ráðuneytinu 57 umsóknir um verkefnastyrki og var heildarupphæð umsókna 136,7 milljónir króna, þar af tæplega 115 milljónir fyrir árið 2021. Verkefnin sem hljóta styrki að þessu sinni ná yfir fjölbreytt svið loftslagsverkefna, hringrásarhagkerfis, náttúruverndar, landupplýsinga, veiðistjórnunar, skógræktar og plastmengunar svo dæmi séu tekin. Meðal þeirra verkefna sem nú hljóta styrki eru nýting seyru frá fjallaskálum til uppgræðslu og nýting glatvarma til matvælaframleiðslu. Eins voru veittir styrkir vegna vitundarvakningar um hringrásarhagkerfið, fatasóun og baráttuna gegn plastmengun, sem og verkefni sem snúa að fuglalífi, votlendi, landgræðslu og landbótum. Þá má einnig nefna náttúrukort, kvikmyndasýningu, stafræna kortlagningu skógræktar, sem og ráðstefnur, málþing og fundi um ólík umhverfismál, sem og umhverfisfræðslu í ýmsu formi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra segir í tilkynningu vegna úthlutunar styrkjanna „að frjáls félagasamtök og einstaklingar inna af hendi afskaplega mikilvægt starf í umhverfismálum og náttúruvernd. Það er gríðarlega mikilvægt að geta stutt við verkefni innan þessara geira, sem ella myndu ef til vill ekki ná fram að ganga. Við höfum aukið umtalsvert við styrkfjárhæðina undanfarin ár. Bæði í ár og í fyrra lögðum við sérstaka áherslu á að styrkja verkefni sem tengjast loftslagsmálum og hringrásarhagkerfi, en hvort tveggja hefur verið áherslumál hjá mér í minni ráðherratíð.“ Þá hefur ráðherra úthlutað styrkjum til reksturs 25 félagasamtaka sem starfa á málasviði ráðuneytisins. Í ár námu styrkirnir 49 milljónum króna og er það aukning sem nemur um 10 milljónum króna frá fyrra ári. /VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.