Bændablaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 55

Bændablaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 55
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. mars 2021 55 Glerárgata 34b við Hvannavelli • S 461 1092 • asco.is OKKAR ÆR OG KÝR — STARTARAR OG ALTERNATORAR — Startarar og Alternatorar - Vinnuvélar - Ly�arar - Drá�arvélar - Bátar PÓSTKASSAR þessir sígildu - sterkir úr stáli. Verð 11.500kr Sími 567-6955 lettitaekni@lettitaekni.is Heilsárshús efnispakki 123,6 m2 Sjá nánar á husoghardvidur.is Smáhýsi 24 m2 Þarft þú að selja fasteign? Persónuleg þjónusta Fagleg vinnubrögð Loftur Erlingsson Löggiltur fasteignasali s. 896 9565 loftur@fasteignasalan.is Fasteignasalan Bær • Austurvegi 26 • 800 Selfoss Sími: 512 3400 • www.fasteignasalan.is Kristinn Sigurbjörnsson Löggiltur fasteignasali og byggingafræðingur. Sími: 560-5502 Netfang: kristinn@allt.is Sérsniðin þjónusta að þínum þörfum S: 5272600 - www.velavit.is Varahlutir - Viðgerðir Vélavit Sala Þjónusta www.velavit.is Erum með varahluti og þjónustu fyrir allar JCB vélar S: 527 2600 Íslenskar gjafagrindur Vélsmiðja Ingvars Guðna ehf. Vatnsenda Flóahreppi vig.is - vig@vig.is - S: 486 1810 Bendum á söluaðila okkar um land allt, www.vig.is ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA Í 20 ÁR. Skógarnytjar er heiti á samstarfsverkefni Skóg­ ræktar félags Reykjavíkur og Tækniskólans sem felur í sér að nemendur í trésmíði fái að kynnast skógrækt og viðarvinnslu frá fyrstu hendi – frá því að tré er fellt úti í skógi þar til búið er að framleiða úr því smíðavið. „Fyrsti hópurinn kom í Heiðmörk fimmtudaginn 4. mars og voru það nemendur í húsgagnasmíði undir handleiðslu Sigríðar Óladóttur, hús- gagnasmíðameistara og kennara við Byggingatækniskóla Tækniskólans. Sævar Hreiðarsson, skógarvörður Heiðmerkur, fræddi nemendurna um skógrækt, trjátegundir, viðargæði og -vinnslu. Þá felldi hann tré og sag- aði niður í borð og planka,“ segir í tilkynningu frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Meira verði notað af íslenskum viðarafurðum Í samstarfsverkefninu er gert ráð fyrir að allir nemendur í húsgagna- og húsasmíði við Tækniskólann komi í heimsókn í Heiðmörk einhvern tíma á námstímanum. „Boðið verður upp á fræðslu um skógrækt, ferlið frá því að tré er fellt og þar til búið er að vinna úr því þurran borðvið, umhverfismál, kolefnisspor viðarins og ávinninginn af því að vinna með innlent timbur. Fleiri hópar úr Tækniskólanum eru væntanlegir í Heiðmörk og verður samstarfið þróað áfram á næstu misserum. Skógræktarfélag Reykjavíkur leitast við að kynna innlent timbur sem valkost og ýta undir þá þróun að meira sé notað af íslenskum viðarafurðum. Fyrir nokkrum árum var keypt flettisög og hefur félagið selt útiþurran borðvið og bolvið, auk eldiviðar og kurls. Nú hefur verið komið upp lager af inniþurru timbri úr Heiðmörk sem hægt er að nota til að smíða til dæmis húsgögn og innréttingar,“ segir í tilkynningunni. Nytjaskógar binda meira kolefni Fram kemur í tilkynningunni að elstu trén í Heiðmörk hafi verið gróðursett fyrir rúmum 70 árum og víða sé þörf á að grisja skóglendið. Regluleg grisjun viðhaldi vexti og heilbrigði skógarins og auki verð- mæti hans, bæði sem útivistarsvæði og þegar kemur að afurðum. Þá sýni rannsóknir að nytjaskógar binda um tvöfalt meira kolefni en skógar sem vaxa óáreittir. Við grisjun fellur svo til timbur sem hægt er að nýta á margvíslegan hátt. „Íslenskt timbur er umhverfis- vænna en innflutt timbur þar sem flutningar til landsins eru orkufrekir. Árlega eru um 50 þúsund tonn af koltvísýringi losuð við innflutning viðarafurða. Um leið er timbur lofts- lagsvænn og endurnýjanlegur kostur. Með nýskógrækt væri hægt að binda mikið kolefni. Sumar trjátegundir sem eru í ræktun á Íslandi geta bund- ið um og yfir þrjú tonn af kolefni á líftíma sínum,“ segir í tilkynningu Skógræktarfélags Reykjavíkur. /smh Samstarf Skógræktarfélags Reykjavíkur og Tækniskólans um Skógarnytjar: Nemendur kynnast skógrækt og viðarvinnslu frá fyrstu hendi – Innflutningur viðarafurða losar árlega 50 þúsund tonn koltvísýrings Sumar trjátegundir sem eru í ræktun á Íslandi geta bundið um og yfir þrjú tonn af kolefni á líftíma sínum. Mynd / smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.